Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 88
88
LANDSBÓKASAFNIÐ 1985
Guðrún Briem afhenti ýmis gögn úr fórum foreldra sinna, sr.
Þorsteins Briem og Valgerðar Lárusdóttur.
Bréf til Haralds Jónssonar héraðslæknis í Vík frá erlendum
esperantistum. Gjöf sonar hans, Jóns Thors Haraldssonar sagnfræð-
ings.
Jón Friðriksson, starfsmaður Hafrannsóknastofnunar, afhenti m.a.
Göngu-Hrólfsrímur eftir Benedikt Gröndal með hendi hans (endar á
58. erindi 9. rímu).
Greinar, Ijóð og leikrit eftir Jóhann P. Pálsson lækni og skáld í
Kanada. Með hendi höfundar og Sigríðar konu hans. Gjöf frá
skyldmennum, Kristínu H. Pétursdóttur bókafulltrúa ríkisins og J.
Ed. Barretts.
Rímur af Bæring fagra eftir Arna Sigurðsson á Skútum, skrifaðar
að forlagi Jóns Ólafssonar í Grímsgerði 1854. Gjöf Karls S. Hreins-
sonar stud.mag. um hendur Sverris Tómassonar cand.mag.
Af keyptum handritum er þetta helzt að segja:
Landsbókasafn tók seint á árinu við hinu mikla Vísnasafni
Sigurðar Jónssonar frá Haukagili, en samið var um kaup á því 30.
des. 1977 og þá svo ráð fyrir gert, að Sigurður héldi safninu um sína
daga og fengi Landsbókasafn jafnframt það, er við bættist eftir 1977.
Sigurður lézt 7. nóvember 1985, og afhenti frú Sigríður Steingríms-
dóttir, ekkja Sigurðar, þá nokkru síðar Vísnasafnið, er flutt var í
Landsbókasafn í 10 kössum.
Sálmabók, skrifuð af Sigurði Sigurðssyni á Syðri-Fjósum 1827-28.
- Rímur af Flóres og Leo eftir sr. Hallgrím Pétursson og Bjarna
skálda, nokkuð skaddaðar. Handrit úr fórum dr. Einars Ólafs
Sveinssonar, keypt af syni hans, Sveini Einarssyni, fyrrv.þjóðleikhús-
stjóra.
Versa-, bæna-, sálma- og prédikanakver, skrifuð á fyrri hluta 19.
aldar, keypt fyrir meðalgöngu dr. Jónasar Kristjánssonar.
Nokkur handrit voru keypt úr dánarbúi Marteins M. Skaftafells
kennara, aðallegar riddarasögur og kveðskapur, 7 bindi í 4to og eitt í
8vo auk smælkis. Mest með hendi Guðmundar Jónssonar í Ytri-
Tungu í Meðallandi. Eitt rímnahandrit er þar með hendi Magnúsar
Hj. Magnússonar kennara á Suðureyri.
Rímur af Alaflekk (7) eftir Lýðjónsson á Skipaskaga, ortar 1854,
prentaðar 1908. Eiginhandarrit (sbr. og ÍB 766 8vo). - Rímur af
Hálfdáni gamla og sonum hans (30) eftir sr. Hannes Bjarnason á Ríp,