Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Qupperneq 81

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Qupperneq 81
Athugasemd í síðustu Árbók Landsbókasafns íslands, 10. ári 1984, er á síðu 44—49 grein eftir Carl-Otto von Sydow og Finnboga Guðmundsson sem nefnist „Af Jónsbókareintaki í Visby.“ Aftan við greinina eru með smáletri færðar þakkir fáeinum mönnum, þar á meðal undirrituðum, „fyrir góð ráð og bendingar.“ Ekki minnist ég annars í sambandi við þessa grein en hafa lesið tileinkunina á Jónsbókareintakinu, en grein- ina sjálfa las ég ekki fyrr en fullprentaða. Á síðu 45 eru prentaðar tvær myndir af áletrunum á tvær bækur, sem Guðbrandur Porláksson lét prenta: Sú efri er á Jónsbókareintak- inu í Visby, en neðri áletrunin er á eintaki biblíu frá 1584 sem Guð- brandur biskup gaf kirkjunni á Hnappstöðum. í sama hefti Árbókar er á síðu 17 - og reyndar einnig á kápu - prentuð mynd af áletrun Guðbrands á biblíu er hann gaf kirkjunni á Hálsi í Fnjóskadal og skrifaði nafn sitt undir „med eigin hand“. Báðar þessar biblíuáletr- anir eru undirritaðar af sama manni og ekki neinn vafi á, að biskup hafí skrifað þær sjálfur. Á síðu 44 segir svo um áletrunina á lögbókinni: „Tileinkunin sjálf er greinilega með hendi Guðbrands biskups Þorlákssonar, og er hér birt til samanburðar tileinkun sú, er hann skrifaði á biblíueintak það, er hann gaf Hnappstaðakirkju í Fljótum.“ Við skulum nú bera saman þessar áletranir á lögbókinni (L) annars vegar og biblíueintökunum (B) hins vegar og athuga hvernig þessi fullyrðing stenst. Textinn er að vísu fremur stuttur svo að efni til samanburðar er takmarkað. Undir klausunni í L er fangamark Arngríms Jónssonar og er hún trú- lega einnig með hans hendi, en gott sýnishorn afskrift Arngríms með texta á íslensku er ekki fyrir hendi. Þess vegna verður ekki reynt að leiða rök að því, hvort Arngrímur eða einhver tiltekinn annar maður hafi skrifað þessa áletrun í L. Lítið a er ekki ólíkt, en breiðara og stundum opnara að ofan í L. Stafirnir b og d eru ólíkir: b lokast ekki í L, þ.e. drátturinn að neðan til hægri lokar ekki stafnum, eins og alls staðar í B; d er oftast lokað að neðan í B, en er opnara í L. Stundum er e líkt, en stafurinn er ekki
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.