Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 5
Geir Jónasson
f. 5. september 1909 -
d. 12. desember 1985
í hreyfmgu þeirri, er komst á þjóðfélagið undir lok síðari heimsstyrj-
aldarinnar, bættust Landsbókasafni nýir starfsmenn, er helguðu því
krafta sína um áratugaskeið. Einn þeirra var Geir Jónasson, er ráðinn
var bókavörður í Landsbókasafni 1944. Hann fæddist á Akureyri 5.
september 1909, lauk stúdentsprófi þar 1930 og meistaraprófi í
sagnfræði frá Óslóarháskóla 1936. Hann var framkvæmdastjóri
bókaútgáfunnar Eddu á Akureyri 1938—40, en kenndi síðan tvo vetur
við Gagnfræðaskóla bæjarins, 1941—1943. Þá sat hann í stjórnarnefnd
Amtsbókasafnsins á Akureyri 1939—43. Árið 1938 kom út í Reykjavík
minningarrit, er hann hafði samið um Ungmennafélög íslands 1907—
1937, og sama ár sá hann um útgáfu ritsins Minningar frá London og
París eftir Frímann B. Arngrímsson og birti í bókarlok nokkur minn-
ingarorð um höfundinn. En þessi sérstæði hugsjónamaður settist á
efri árum að á Akureyri eftir áratugadvöl vestan hafs og austan.
Við komuna í Landsbókasafn 1944 biðu Geirs Jónassonar ærin
verkefni, sem reyndust einkum fólgin í aðdráttum íslenzkra og síðar
jafnframt erlendra rita. Þótt prentsmiðjum og öðrum þeim, er
fjölfalda íslenzkt efni, sé lögum samkvæmt skylt að afhenda Lands-
bókasafni ákveðinn fjölda eintaka, ríður á, að í safninu sé jafnan
fylgzt gerla með bókaútgáfunni og hinum lögboðnu prentskilum. í
þessu verki var Geir Jónasson réttur maður á réttum stað, í senn
laginn og fylginn sér og svo vel heima í bókaútgáfunni hverju sinni,
að fátt fór framhjá honum í þeim efnum. En það, sem mestu máli
skipti, var, að hann gleymdi aldrei því, sem enn vantaði, og er mér
minnisstætt, hvernig hann oft ljómaði, er honum hafði e.t.v. eftir
heilan áratug loks tekizt að brýna úr eitthvert skarðið. Slíkir menn