Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 69
RICHARD BECK
69
komandi. Kom mér í hug, hvort ekki væri vel til fallið að kjósa hann á
þeim tímamótum merkilegrar ævi hans heiðursfélaga í Bók-
menntafélaginu. Ég skýt þeirri spurningu aðeins til yðar. En frá
ritstörfum Magnúsar þarf ég ekki að skýra yður. Pá munuð þér hafa
frétt lát prófessors Rasmus B. Anderson í Madison, Wisconsin,
heiðursfélaga félagsins. Hann dó fyrir stuttu síðan, nýlega orðinn
níræður, athafnamikill maður og víkingalundaður, sem átti yfir
langan og stórmerkan lífsveg að horfa.
Ég ætla innan skamms að skrifa í Journal of Engl. and Germanic
Philology ritdóm um íslendinga.
Með beztu kveðjum.
Vinsaml.
Richard Beck
The University of North Dakota
Grand Forks, 3. janúar 1937
Department of Scandinavian Languages
Kæri dr. Guðmundur Finnbogason,
Ég þakka kærlega vinsamlegt bréf yðar og innlagða ávísun, sem ég
fékk fyrir nokkrum dögum. Ávísunin kemur mér að ágætu haldi
heima, því ég hefi þar, eins og þér gátuð til, dálítil viðskipti. Einnig
þakka ég sérprentin, sem mér bárust með beztu skilum.
Þökk fyrir prýðilega meðferð á greinum mínum og ritdómum í
Skírni; ég hefi fastlega í huga að senda yður grein um Milton og
íslenzkar þýðingar á ritum hans, sem er vitanlega aðallega þýðing
séra Jóns á Paradísar Missi, og að auk nokkra ritdóma um nýjar bækur
á ensku um íslenzk efni (fræðirit); skal ég sjá til þess, að þetta komi í
fyrra lagi, og mun greinin ekki verða lengri en 18-20 bls. í hæsta lagi.
Ég sendi yður í sérstökum böggli tímaritin Poet Lore og Books Abroad
með ritgerðum eftir mig um Einar H. Kvaran og Einar Benediktsson;
ég væri yður auðvitað mjög þakklátur, ef þér minntuzt þeirra í Skírni
ásamt ritgerðum þeim, sem ég sendi yður í fyrra. Landsbókasafninu
mun ég senda þessi og önnur rit á næstunni.
Með beztu kveðjum og hugheilum nýársóskum.
Yðar einlægur
Richard Beck