Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 23

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 23
SIGURÐUR NORDAL 23 og svo var ég bréfalaus að heiman mánuðum saman. En ekki efast ég um, að það var vel meint, til þess að vekja ekki ofvonir, og af því maður er of hræddur um það, sem maður vill helzt koma fram. Pelman er Institute for mental training og gefur bækur sínar aðeins til lærisveina, sem borga 4 guineas fyrir correspondence course. Vafalaust að sumu leyti humbug, lofar of miklu, en þó hlýtur að vera heilbrigður kjarni í því. Skal segja þér það meira, sem ég veit, þegar við hittumst. Eftir stríðið, þegar samgöngur batna, væri reynandi að kynna sér þetta og prófa það. Mér hefur hvorki fundizt ég nú hafa tíma né guineas aflögum í það. Ég hef í London rekizt á eitthvað meira af Institutes líkt þessu (fyrir Business people), en lagði það þá ekki á minnið. Ég verð að biðja þig að koma ekki upp um mig fáfræði minni í íslenzku og íslenzkum bókmenntum, þegar ég segi þér, að ég var búinn að búa einlyndi og einlyndur til áður en ég rakst á það í Njálu (þó hafði ég lesið bókina fyrr) hér í Oxford. Dr. Morison gaf mér Njálu, og hún og Sálarfræði Ágústs og tvær bækurnar, sem þú hefur sent mér, er allt mitt íslenzka bókasafn hér. Njálu hef ég oft lesið hér, og leynist þó víst mörg matarholan í henni enn. Annars skal ég byrja með því að lýsa yfir minni ótrúlegu fáfræði úr pontunni (ef þið hleypið mér í hana), segjandi með Páli Vídalín, forföður mínum: Lítið var, en lokið er, latínunni minni. Ég vissi lítið, þegar ég fór frá Höfn, og hef nú gleymt því. En ég get lært, og ég kann betur að læra en venjulegur stúdent. Ég var áðan að reyna að skýra orðin einlyndi og marglyndi í bréfi til Ágústs. Pað gekk illa í fám línum. En þú átt kollgátuna, að ég sé að reyna ,að kryfja tvær andstæðar lífsstefnur’. Ef að til væri grein sálarfræðinnar, sem héti psychologie raisonnée (smbr. catalogue raisonné), þá er ég að reyna eitthvað í áttina. En því miður veit ég of lítið þar líka. En dýrðleg grein er sálarfræðin og seiðir mig meir og meir. Ég byrjaði að kynna mér hana af alveg hagrænum ástæðum, í leit að lífsreglum og klókum ráðum, en nú vildi ég stúdera hana alla ævina af tómri forvitni. Það er þróunin, sem heillar mig, yztu öfgarnar og leiðin milli þeirra. Er hægt að rekja sögu sálarlífsins frá amöbunni til Amiels og Flaubert, Baudelaire og Dostojeffsky? Þetta er spurningin. Koma ný öfl til sögunnar, ytri innblástur, eða er allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.