Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Qupperneq 35
HALLDÓR HERMANNSSON
35
gleð mig til að lesa bók þína og sjá, hvað þú hefur að segja og hvernig
þú vilt lækna þennan sjúka heim. Ég sá bara aðalatriðin í ritdóm-
num, sem ég nefndi.
Með kærri kveðju til konu þinnar og beztu jóla- og nýársóskum til
ykkar beggja
er ég þinn einlægur vinur
Halldór Hermannsson
in their wisdom: af vizku sinni. — 2-3 á ári: tvisvar til þrisvar á ári.
Cornell University Library,
Fiske Icelandic Collection,
Ithaca, New York, 10. febr. 1925.
Kæri vinur,
í tilefni af fyrirspurn, sem ég hef fengið, viðvíkjandi Ulfarsrímum
sterka, vildi ég biðja þig við fyrsta tækifæri að gefa mér upplýsingar
um, hvort eiginhandarrit höfundanna, Porláks Guðbrandssonar og
Árna Böðvarssonar, er til af þeim. Ég finn það ekki í neinum prent-
uðum handritaskrám, en það kann að vera til í Landsbókasafninu.
Prentaða útgáfan er eftir handriti sra Eyjólfs á Völlum.
Fyrirgefðu ómakið.
Með beztu kveðju,
þinn einlægur
H. Hermannsson
Cornell University Library,
Fiske Icelandic Collection,
Ithaca, New York, 1. febr. 1927.
Kæri vinur,
Ég sendi Landsbókasafninu í krossbandi fyrsta heftið af yfirstand-
andi árgangi af Geographical Review, sem gefið er út af American
Geographical Society og er bezta landfræðistímarit hér vestra. Það er
fjórðungsrit, og skal ég framvegis senda Lbsafninu það, ef þú kærir
þig um það. Ég fæ það sem sé sem Fellow félagsins.