Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 30

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 30
30 BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA Cornell University Library, Ithaca, N.Y., 14. maí 1918. Kæri vinur, Meðfylgjandi ritgerð um Dasent kynnir þú kannske að vilja birta í „Skírni“. Upphaflega ætlaðist ég til, að hún gæti komizt á prent árið 1917, því þá var hundrað ára afmæli Dasents, en ég haíði ekki lokið við hana nógu snemma. Ég hafði og hugsað mér, að með fylgdi mynd af Dasent, en það mun of umstangsmikið og kostnaðarsamt, svo að bezt mun að sleppa því. Dasent hefur gert bókmenntum okkar svo mikið gagn, að það er vert, að hans sé getið að nokkru á íslenzku. Þau orð, sem ég hef undirstrikað í handritinu, ætlast ég til að séu prentuð með skáletri (italics). Pið eruð líklega vanir að prenta slíkt með gleiðu letri. En mér er illa við að gleiðrita, því að ég er orðinn vanur við ensku aðferðina að gleiðrita aldrei til áherzlu eða að- greiningar, heldur einungis til uppfyllingar. Pað á bezt við að prenta alltaf bókatitla með skáletri, þegar þeirra er getið í samfelldu máli. Pú auðvitað verður að haga prentuninni á ritgerðinni samkvæmt þeim reglum, sem þú annars fylgir í „Skírni“ - en ég get þessa til athugunar. Pað væri gott, ef einhver umbót eða takmörkun væri gerð á gleiðritaninni í íslenzkum bókum. Ef þú einhverra orsaka vegna skyldir ekki geta prentað ritgerðina í „Skírni“, þá bið ég þig að afhenda Oddi bróður handritið til geymslu. Ef þú hins vegar lætur prenta hana, skaltu og láta ritlaun, ef þau eru greidd, renna til hans. Ég hef séð af blöðunum, að þú hefur verið gerður að prófessor, og óska ég þér til hamingju með þá stöðu. Ég ann þér hennar vel. En það getur auðvitað alltaf verið álitamál, hve æskilegt sé að fjölga prófessorum við háskólann, nema brýn nauðsyn bjóði. Með beztu kveðju til þín og konu þinnar, er ég þinn einlægur, Halldór Hermannsson. Pú vildir kannske gefa mér sérprentanir af greininni, eins og aðrir höfundar fá. Sir George Webbe Dasent ritaði margt um norræn fræði, en er kunnastur fyrir þýðingar sínar á íslendingasögum. Njáluþýðing hans kom út fyrst 1861, þýðing Gísla sögu Súrssonar 1866, svo að hinar helztu séu nefndar. - Ritgerð Halldórs um Dasent kom í Skírni 1919.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.