Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 30

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 30
30 BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA Cornell University Library, Ithaca, N.Y., 14. maí 1918. Kæri vinur, Meðfylgjandi ritgerð um Dasent kynnir þú kannske að vilja birta í „Skírni“. Upphaflega ætlaðist ég til, að hún gæti komizt á prent árið 1917, því þá var hundrað ára afmæli Dasents, en ég haíði ekki lokið við hana nógu snemma. Ég hafði og hugsað mér, að með fylgdi mynd af Dasent, en það mun of umstangsmikið og kostnaðarsamt, svo að bezt mun að sleppa því. Dasent hefur gert bókmenntum okkar svo mikið gagn, að það er vert, að hans sé getið að nokkru á íslenzku. Þau orð, sem ég hef undirstrikað í handritinu, ætlast ég til að séu prentuð með skáletri (italics). Pið eruð líklega vanir að prenta slíkt með gleiðu letri. En mér er illa við að gleiðrita, því að ég er orðinn vanur við ensku aðferðina að gleiðrita aldrei til áherzlu eða að- greiningar, heldur einungis til uppfyllingar. Pað á bezt við að prenta alltaf bókatitla með skáletri, þegar þeirra er getið í samfelldu máli. Pú auðvitað verður að haga prentuninni á ritgerðinni samkvæmt þeim reglum, sem þú annars fylgir í „Skírni“ - en ég get þessa til athugunar. Pað væri gott, ef einhver umbót eða takmörkun væri gerð á gleiðritaninni í íslenzkum bókum. Ef þú einhverra orsaka vegna skyldir ekki geta prentað ritgerðina í „Skírni“, þá bið ég þig að afhenda Oddi bróður handritið til geymslu. Ef þú hins vegar lætur prenta hana, skaltu og láta ritlaun, ef þau eru greidd, renna til hans. Ég hef séð af blöðunum, að þú hefur verið gerður að prófessor, og óska ég þér til hamingju með þá stöðu. Ég ann þér hennar vel. En það getur auðvitað alltaf verið álitamál, hve æskilegt sé að fjölga prófessorum við háskólann, nema brýn nauðsyn bjóði. Með beztu kveðju til þín og konu þinnar, er ég þinn einlægur, Halldór Hermannsson. Pú vildir kannske gefa mér sérprentanir af greininni, eins og aðrir höfundar fá. Sir George Webbe Dasent ritaði margt um norræn fræði, en er kunnastur fyrir þýðingar sínar á íslendingasögum. Njáluþýðing hans kom út fyrst 1861, þýðing Gísla sögu Súrssonar 1866, svo að hinar helztu séu nefndar. - Ritgerð Halldórs um Dasent kom í Skírni 1919.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.