Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 28

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 28
28 BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA Cornell University Library, Ithaca N.Y., 21. júní 1916. Kæri vinur, Ég fékk bréf þitt í morgun, og gladdi það mig að sjá línu frá þér. Ég hafði séð í blöðunum um vesturför þína, en vissi ekki, hvar hægt væri að ná í þig. Mjög gaman þætti mér að sjá þig, og ef þú ert á leið til New York, væri það enginn krókur fyrir þig að koma hér. Þá tækir þú Lehigh Valley Railroad frá Buffalo, og það fer hér um, og leyfist far- þegum að standa hér við nokkra daga, ef þeir vilja. Hins vegar væri dálítill krókur fyrir þig að koma hér, ef þú værir á leið til Boston, en mikill er hann nú ekki. Næstu viku er ársfundur American Library Association í Asbury Park, ekki langt frá New York. Ég hafði hálf- partinn hugsað mér að fara þangað, líklega á miðvikudagskveldið þ. 28. þ.m. Ef þú nú skyldir koma hingað í byrjun vikunnar næstu og þú værir á leið til New York, þá gætir þú verið hér í nokkra daga, og svo gætum við orðið samferða til New York. Það væri mikið gaman, efvið gætum komið því í kring. Mér væri sannarlega skemmtun að því, að fá að sjá þig hérna, og vildi ég óska, að ekkert þyrfti að standa í vegi, að þú gætir komið því við. íslendingar eru hér svo sjaldgæfir gestir, að ekki vil ég fara þeirra á mis, ef hægt er. Viltu nú gera svo vel og láta mig vita sem allra fyrst, hvort þú getur komið og hvenær helzt væri von á þér. Það er engin brýn nauðsyn fyrir mig að fara til Asbury Park, svo að ég get breytt áætlun minni um það. En í öllu falli, gætir þú einhverra orsaka vegna ekki komið hingað, gætum við kannske hitzt í New York, því þar verð ég nokkra daga, ef ég á annað borð fer til Asbury Park. Með von um að fá að sjá þig og með beztu óskum, þinn einlægur, Halldór Hermannsson P.S. Það er galli hér í landi, að maður fær engan póst á sunnudögum; ef nú bæri bráðan að með komu þína, gætir þú kannske sent mér sím- skeyti um daginn, sem þú býst við að koma. H.H. Guðmundur var, þegar hér er komið, á heimleið úr fyrirlestraferð um byggðir Vestur-íslendinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.