Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 80
80
BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA
vikublaðinu hér vestra, þegar mér vinnst tími til. Barst mér bókin
nokkru eftir, að ég fékk yðar góða og kærkomna bréf.
Annars hafa bréfaskriftir orðið mjög útundan hjá mér undanfarið,
fyrst og fremst vegna þess, að ég hefi haft mjög mikla aukakennslu
með höndum undanfarið (hermannakennslu), og svo mikil aukastörf
og ferðalög í sambandi við 25 ára afmæli og ársþing Pjóðræknisfélags-
ins og komu hins mikilsvirta og ágæta gests heiman af íslandi,
Sigurgeirs biskups Sigurðssonar. Hefir hann farið hina mestu sigurför
hingað vestur, hvarvetna aflað sér og íslandi vina með glæsimennsku
sinni, málsnilld og elskulegri framkomu. Hefir mér persónulega verið
bæði hin mesta ánægja og gróði að því að kynnast biskupinum. Hann
sat hér í Grand Forks fund í Rotary-klúbbi borgarinnar og flutti þar
kveðjur frá Rotary-klúbbunum á íslandi, er var ágætlega tekið. Segi
ég yður frá því vegna þess, að þér eruð félagi í Rotary-klúbbi Reykja-
víkur. Pá flutti biskup prýðilega ræðu hér á háskólasamkomu, og
sæmdi háskóli Norður Dakota hann þá heiðursdoktorsnafnbótinni
„Doctor of Humanities“ (L.H.D.), á latínunni „Litterarum Humani-
orum Doctor“, sem háskólar hér sæma aðeins menningarfrömuði og
andans menn. Pótti mér mjög vænt um, að biskupi var þessi sómi
sýndur; var það mitt ánægjulega hlutskipti að útnefna hann til
doktorskjörs, og sendi ég yður að gamni mínu ávarp það, er ég flutti
við það tækifæri.
Ég hlakka mjög til að sjá í Skírni, sem enn er ókominn, ritfregnir
yðar um Almanakid og Icelandic Poems and Stories: Pykir mér vænt um
að geta sagt, að hin síðarnefnda heldur áfram að vekja athygli og fá
vinsamlega dóma, t.d. í janúarhefti tímaritsins The Modern Language
Review, sem Cambridge háskólinn í Englandi stendur að. Aðalatriði
er, að bókin sýnist verða íslandi að einhverju gagni.
Með innilegri kveðju og beztu óskum.
Yðar einlægur
Richard Beck
10. apríl áður en ég kom þessu bréfi í póstinn, bárust mér Bókmenntafélagsbækurnar fyrir 1943.
Pakka hjartanlega drengileg ummæli yðar um Almanakið og þýðingasafnið.
R. Beck