Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 92
92
LANDSBÓKASAFNIÐ 1985
FUNDIR Undirritaður sat fyrri aðalfund NORD-
INFO í Stokkhólmi dagana 21.-22. maí
sem varamaður í stjórn.
Einar G. Pétursson deildarstjóri þjóðdeildar dvaldist á vegum
Landsbókasafns nokkra daga í Kaupmannahöfn í byrjun ágústmán-
aðar, heimsótti Konungsbókhlöðu og kynnti sér starfsemi þjóðdeildar
hennar. Dvöl þessi var í framhaldi af Fornsagnaþingi því í Helsingor,
er Einar sótti dagana 28. júlí til 2. ágúst.
STYRKUR ÚR Stjórn Þjóðhátíðarsjóðs veitti Landsbóka-
ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐI safni á' árinu 50 þús. króna styrk til
viðgerðar og varðveizlu gamalla rita.
Styrknum var að mestu varið til filmukaupa, enda filmun hvers
konar efnis, sem hætt er komið vegna vonds pappírs og slits,
vænlegasta leiðin til friðunar þess og varðveizlu.
MYNDASTOFA Með tilkomu aðstoðarmanns á mynda-
stofu, Heiðmars Jónssonar, þótt ekki sé
nema í I/2 stöðu, vinnst forstöðumanni stofunnar, Kristjáni Ólasyni,
meira svigrúm til að vinna að filmun blaða og öðrum sérverkefnum
hennar, en Heiðmar annast fyrst og fremst um ljósritun bæði fyrir
safnið og gesti þess.
Keypt var á árinu vönduð framköllunarvél, er í senn tryggir
myndgæði og aukin afköst. Aðstaða er þó erfið, þar sem myndataka
fer fram á efstu hæð, en úrvinnsla í kjallara.
SAFNAHÚSIÐ Unnið var á árinu að ýmsum endurbót-
um á Safnahúsinu. Danfors-kerfi var sett
í húsið, og hefur við það hvort tveggja unnizt, að hiti næst nú miklu
betur í þann hluta hússins, þar sem rennsli var orðið tregt, og hægara
er að halda æskilegu hitastigi, t.a.m. í bóka- og skjalageymslum. Þá er
og sýnt, að hitunarkostnaður hefur minnkað nokkuð við tilkomu
þessa kerfis.