Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 62
62
BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA
NB: Pað getur verið, að ég í samráði við annan mann hér gefi út bréf
W. Morris, þau sem eru í Safni Eiríks. Hvað kostar að ljósmynda
þau? Ef þú hefur ekki gert það, að bæn þessa félaga míns, er réttast,
að þú gerir það og sendir mér myndirnar með reikningi til Johns
Hopkins University.
Pessi ameríski fræðimaður, sem vill gefa út með mér bréfm, heitir
Ney Mc Minn.
The Johns Hopkins University,
Baltimore, Maryland,
28.júní 1938.
Department of English:
Kæri vinur:
Ég sendi þér nú loksins greinina um Gunnar Gunnarsson. Pað er
eitt atriði í henni, sem ég ætla að biðja þig að auka í fyrir mig: nafn
móður Gunnars, sem ég hef gleymt og get ekki haft upp á. Ég sendi
þér líka nokkra ritdóma eða ritfregnir og vildi gjarnan biðja þig að
koma þeim í Eimreidina eða Iðunni, ef þú hefur ekki rúm í Skírni.
Mig hefði líka langað til að senda þér ritdóm um hljóðfræði Kress,
sem er góð bók, ég hef dóm um hana í Mod. Lang. Notes. Sendi þér
hann kannske seinna.
Er á förum til Ithaca, N.Y., næstu daga. Halldór er á heimleið, mig
langar að hitta hann í New York, veit ekki, hvort ég kemst. Ég hef
tafizt í vor við að flytja mig um set hér í Baltimore, því ekki er nú svo,
að maður eigi hús yfir hausinn á sér.
Ég bið kærlega að heilsa konu þinni og kunningjunum á safninu.
Með beztu kveðjum,
þinn einl.
Stefán Einarsson.
Vildi gjarnan fá 30 - 40 sérprent af henni.
pt. Cornell University Library,
Ithaca, N.Y.
24. ágúst 1939
Kæri vinur:
Meðfylgjandi línur tala sínu eigin máli, mundir þú ljá þeim rúm í
Skírni næsta árs? Ef ekki, værir þú vís að koma þeim annars staðar