Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 44
44
BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA
aftur. Miklar þakkir áttu skilið fyrir hana bæði af mér og öðrum
samlöndum okkar. Menningarsjóður gerði vel að gefa hana út, enda
má það telja beztu bókina, sem hann hefur gefið út. Annars hefur
bókaútgáfa hans, að því er mér virðist, verið ljósasti vottur þess, á
hvaða gelgjuskeiði við erum í menningarlegu tilliti.
Síðasta heftið af Islandica var ekki fullprentað fyrr en ég var farinn
austur um haf í fyrra sumar, og get ég ekki fundið, að þér hafi verið
sent eintak, því set ég það nú á póstinn. Það vakti talsverða athygli í
Danmörku eins og þú kannske hefur frétt, og nú mun nefnd vera
þar að athuga tillögur mínar, en ég tel harla ólíklegt, að nokkuð
verði gert, sem verði viðunanlegt fyrir okkur íslendinga. En nú er
bezt að bíða átektanna.
Með þakklæti fyrir bókina, og með kærum kveðjum,
þinn einlægur
H. Hermannsson
Síðasta heftið af Islandica: þ.e. heftið 1933, Old Icelandic Literature, A Bibliographical
Essay. Halldór íjallar fyrst um iðkun fræðanna í ýmsum löndum, en varpar síðan
fram mjög athyglisverðum hugmyndum um nýjar leiðir í rannsókn og útgáfu
íslenzkra fornrita.
The Fiske Icelandic Collection,
Cornell University Library
Ithaca, N.Y. 13. marz 1934.
Kæri vinur,
Þú hefur kannske tekið eftir, að í Islandica síðustu gat ég um finnska
útgáfu af Gunnlaugs sögu ormstungu, sem ég þó ekki hef getað náð í
eintak af. Nú vildi ég gjarna spyrja þig, hvort Landsbókasafnið eigi
eintak af henni, og ef svo er, að þú vildir gera svo vel og gefa mér
nákvæman titil hennar og lýsingu af henni. Ég hef ekki getað fundið
hana í finnskum bókalistum, en þeir eru ekki sem fullkomnastir.
Með beztu kveðjum,
þinn einlægur
H. Hermannsson