Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 77

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 77
RICHARD BECK 77 The University of North Dakota Grand Forks, 23. jan. 1943 Heiðraði vin, Beztu þökk fyrir vinsamlegt og kærkomið bréf yðar frá 4. septem- ber, er mér barst fyrir nokkru síðan. Var sem mig grunaði, að þér hefðuð ekki fengið Almanakið, og mun það því hafa glatazt á leiðinni. En árgangur þess fyrir 1942 er nú nærri fullprentaður, og sendi ég yður hann því dálítið síðar og síðasta árgang um leið til væntanlegrar umsagnar. Einnig vonast ég til að geta sent yður samhliða eintak af nýrri bók eftir mig, safni af enskum þýðingum íslenzkra kvæða og smásagna, sem ég hefi safnað til og Amerian-Scandinavian Found- ation gefur út. Ég verð í Winnipeg nokkra daga í sambandi við Þjóðræknisþingið seinni partinn í febrúar, og skal ég þá eiga tal við Geir Thorgeirsson með útvegun íslenzkra bóka hér vestra fyrir Landsbókasafnið. Með ánægju skal ég hafa næsta Skírni í huga með umgetningar um bækur, er ísland snerta og út koma vestan hafs. Hefi ég þegar nokkrar í huga. Þá hefi ég grein í smíðum, sem ég skal reyna að senda yður í tæka tíð. Svo er mál með vexti, að Guttormur J. Guttormsson skáld er 65 ára núna á komandi hausti; er ég því að semja allýtarlega ritgerð um hann og skáldskap hans, sem ég hefi um nokkurt skeið verið að safna til, og þykir mér sæma, að hún komi í Skírni. Vanda ég sem bezt til hennar. Bókmenntafélagsbækurnar fyrir 1941 fékk ég með góðum skilum og ritaði um þær í Lögbergi, eins og þér sjáið af hjálagðri umsögn. Vona ég, að yður falli hún í geð. Ég átti einnig hlut að því, að prentað var upp í sama blaði hið prýðilega kvæði Jóns Magnússonar um Snorra Sturluson. Með beztu kveðjum og velfarnaðaróskum. Yðar einlægur Richard Beck The University of North Dakota Grand Forks, 6. apríl 1943 Department of Scandinavian Languages Heiðraði vinur, Eins og ég mun hafa getið um í síðasta bréfi mínu til yðar, þá hefi ég haft í smíðum undanfarið allýtarlega ritgerð um Guttorm J. Guttormsson skáld í tilefni af því, að hann verður 65 ára gamall seint á þessu ári. Er grein þessi sérstaklega rituð fyrir Skírni, og mun ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.