Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 11
JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR
11
þar sem þar áttu fleiri í hlut en Konráð, m.a. Brynjólfur, er engar skammir hlýtur í bréfí því, er
þetta fylgdi. - Enn hvar . . . á Regentsi: í áðurnefndu bréfi, 27. nóvember, kveðst Konráð koma til
hans þremur öðrum bréfum, sem hann hafi fundið á „Regjensi“, en sökum ókunnugleika
manna um dvöl Jónasar í Sórey hefur honum verið skrifað þangað. - Jeg er harðari ... enn á
ísunum: Hér vitnar Jónas til ljóðabréfsins margnefnda, en þar þóttust félagar hans senda honum
sextán ýsur, „en sextán vantar samt uppá þær“ (Skírnisgrein Ólafs Halldórssonar, 85). - Segdu
.. . Grammatika þinni: Sennilega er átt við rit Konráðs „Um frum-parta íslenzkrar túngu í
fornöld“, er út kom árið 1846. -Jegfór . . . á díraveiðar: Pær dýraveiðar, sem hér er á minnzt,
svokallaðar fæliveiðar, fóru aðallega fram í október og nóvember. í greininni „Bráð
veiðigyðjunnar“ í bókinni „Kvæðafylgsnum, Reykjavík 1979, bls. 124, þar sem Hannes
Pétursson ritar um tildrög kvæðisins „Ved Assembléen“, vitnar hann til þessara orða Jónasar
um dýraveiðarnar. Af skiljanlegum ástæðum heldur Hannes þau vera rituð til Brynjólfs, enda
hefur hann stuðzt við ljósrit, sbr. tilvitnanaskrá, bls. 249, þar sem hver síða, sem á er ritað, er
sér á blaði, og hefur því ekki getað áttað sig á, að um er að ræða eftirskrift á bakhlið þessa
bréfkorns til Konráðs.
3. Jónas Hallgrímsson til Brynjólfs Péturssonar.
Jeg þakka þjer firir tilskrifið Brinjólfur minn góður! og skal skrifa
þjer rjett á eptir þessum Böggli, ”sem filgir eptir innihaldi“. mjer
þikjir of kalt að skrifa þjer meír í opnu brjefi í þetta sinn; orðin mín
þola það ekkji vel, sem ekkji eru tíurðugri enn svo, að þau frjósa
uppi(!) volgum kjaptinum á mjer.
14
— 44 þinn
1 JHallgr.
Strp - er firir mörgum dögum búinn að senda Lundi brennisteinsskjöl-
in sem við feíngum til láns, ef þú hefir meínt til þeirra; enn ekki það
sem við nú hofum(!) búið til.
Landsarkivet for Sjælland, Skiftedokumenter Prot. I. Nr. 147 A og B 1850-51 (Bréfasafn
Brynjólfs Péturssonar). Bréfmiði, 10.6 X 13.1 cm, ritaður í Sórey. - skrifa þjer ... eþtir innihalii:
Ekki er ljóst, hver þessi böggulsending var. - Strþ: J. Steenstrup. - Lundi: Christen Lund (1789-
1845), depúteraður í rentukammeri. - brennisteinsskjölin . .. búið til: Skjöl, er vörðuðu rannsóknir
á brennisteini á íslandi (JHRit V, CLV-CLVI). Skáletruðu orðin hér eru undirstrikuð í
bréfinu.