Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Blaðsíða 29
HALLDÓR HERMANNSSON
29
Hotel Knickerbocker, New York.
Fimmtudag, 29. júní 1916.
Kæri vinur,
Gætirðu ekki kallað mig í talsímann: Bryant 8000 (herbergi 526)
snemma í fyrramálið, helzt ef þú getur fyrir kl. 8 að morgni. Þá getum
við talazt við, hvenær hentugast er fyrir okkur að hittast.
í von um að fá þig brátt að sjá,
Þinn einlægur
Halldór Hermannsson
28. sept. 1916.
Kæri vinur,
Það gladdi mig að heyra, að þú komst með heilu og höldnu heim til
gamla Fróns.
Ég hef pantað bókina, sem þú baðst um á bréfspjaldi þínu, en það
er langt héðan til University of Montana, bóksalinn segir mér, að það
muni taka um 10 daga að fá hana þaðan, og því tel ég næsta efasamt,
að hún komist með „Gullfossi", sem á að fara frá New York á
laugardaginn (þ. 30. þ.m.). En nú heyri ég sagt, að von sé innan
skamms á Goðafossi, og þá get ég sent þér hana með honum.
Hefði annars gaman af að heyra um ferðalag þitt, ef þú nenntir að
skrifa.
Með beztu kveðju,
þinn einl.
Halldór Hermannsson
Kæri vinur,
Nú hef ég loksins fengið skeyti frá University of Montana við-
víkjandi bókinni eftir W.F. Book, sem þú baðst mig um að útvega
þér. En hún er útseld, svo að ég hef hvergi getað fengið hana. Ef þér
væri áríðandi að fá hana seinna meir, get ég, ef þú óskar þess, haft
hana í huga, því að við og við koma slíkar bækur á boðstóla í antík-
vara katalogum.
Með beztu kveðju,
þinn einl.
H. Hermannsson