Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Page 28
28
BRÉF NOKKURRA FRÆÐIMANNA
Cornell University Library,
Ithaca N.Y., 21. júní 1916.
Kæri vinur,
Ég fékk bréf þitt í morgun, og gladdi það mig að sjá línu frá þér. Ég
hafði séð í blöðunum um vesturför þína, en vissi ekki, hvar hægt væri
að ná í þig. Mjög gaman þætti mér að sjá þig, og ef þú ert á leið til
New York, væri það enginn krókur fyrir þig að koma hér. Þá tækir þú
Lehigh Valley Railroad frá Buffalo, og það fer hér um, og leyfist far-
þegum að standa hér við nokkra daga, ef þeir vilja. Hins vegar væri
dálítill krókur fyrir þig að koma hér, ef þú værir á leið til Boston, en
mikill er hann nú ekki. Næstu viku er ársfundur American Library
Association í Asbury Park, ekki langt frá New York. Ég hafði hálf-
partinn hugsað mér að fara þangað, líklega á miðvikudagskveldið þ.
28. þ.m. Ef þú nú skyldir koma hingað í byrjun vikunnar næstu og þú
værir á leið til New York, þá gætir þú verið hér í nokkra daga, og svo
gætum við orðið samferða til New York. Það væri mikið gaman, efvið
gætum komið því í kring. Mér væri sannarlega skemmtun að því, að
fá að sjá þig hérna, og vildi ég óska, að ekkert þyrfti að standa í vegi,
að þú gætir komið því við. íslendingar eru hér svo sjaldgæfir gestir,
að ekki vil ég fara þeirra á mis, ef hægt er.
Viltu nú gera svo vel og láta mig vita sem allra fyrst, hvort þú getur
komið og hvenær helzt væri von á þér. Það er engin brýn nauðsyn
fyrir mig að fara til Asbury Park, svo að ég get breytt áætlun minni
um það. En í öllu falli, gætir þú einhverra orsaka vegna ekki komið
hingað, gætum við kannske hitzt í New York, því þar verð ég nokkra
daga, ef ég á annað borð fer til Asbury Park.
Með von um að fá að sjá þig og með beztu óskum,
þinn einlægur,
Halldór Hermannsson
P.S. Það er galli hér í landi, að maður fær engan póst á sunnudögum;
ef nú bæri bráðan að með komu þína, gætir þú kannske sent mér sím-
skeyti um daginn, sem þú býst við að koma. H.H.
Guðmundur var, þegar hér er komið, á heimleið úr fyrirlestraferð um byggðir
Vestur-íslendinga.