Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Side 81
Athugasemd
í síðustu Árbók Landsbókasafns íslands, 10. ári 1984, er á síðu 44—49
grein eftir Carl-Otto von Sydow og Finnboga Guðmundsson sem
nefnist „Af Jónsbókareintaki í Visby.“ Aftan við greinina eru með
smáletri færðar þakkir fáeinum mönnum, þar á meðal undirrituðum,
„fyrir góð ráð og bendingar.“ Ekki minnist ég annars í sambandi við
þessa grein en hafa lesið tileinkunina á Jónsbókareintakinu, en grein-
ina sjálfa las ég ekki fyrr en fullprentaða.
Á síðu 45 eru prentaðar tvær myndir af áletrunum á tvær bækur,
sem Guðbrandur Porláksson lét prenta: Sú efri er á Jónsbókareintak-
inu í Visby, en neðri áletrunin er á eintaki biblíu frá 1584 sem Guð-
brandur biskup gaf kirkjunni á Hnappstöðum. í sama hefti Árbókar
er á síðu 17 - og reyndar einnig á kápu - prentuð mynd af áletrun
Guðbrands á biblíu er hann gaf kirkjunni á Hálsi í Fnjóskadal og
skrifaði nafn sitt undir „med eigin hand“. Báðar þessar biblíuáletr-
anir eru undirritaðar af sama manni og ekki neinn vafi á, að biskup
hafí skrifað þær sjálfur.
Á síðu 44 segir svo um áletrunina á lögbókinni: „Tileinkunin sjálf
er greinilega með hendi Guðbrands biskups Þorlákssonar, og er hér
birt til samanburðar tileinkun sú, er hann skrifaði á biblíueintak það,
er hann gaf Hnappstaðakirkju í Fljótum.“ Við skulum nú bera saman
þessar áletranir á lögbókinni (L) annars vegar og biblíueintökunum
(B) hins vegar og athuga hvernig þessi fullyrðing stenst. Textinn er
að vísu fremur stuttur svo að efni til samanburðar er takmarkað.
Undir klausunni í L er fangamark Arngríms Jónssonar og er hún trú-
lega einnig með hans hendi, en gott sýnishorn afskrift Arngríms með
texta á íslensku er ekki fyrir hendi. Þess vegna verður ekki reynt að
leiða rök að því, hvort Arngrímur eða einhver tiltekinn annar maður
hafi skrifað þessa áletrun í L.
Lítið a er ekki ólíkt, en breiðara og stundum opnara að ofan í L.
Stafirnir b og d eru ólíkir: b lokast ekki í L, þ.e. drátturinn að neðan til
hægri lokar ekki stafnum, eins og alls staðar í B; d er oftast lokað að
neðan í B, en er opnara í L. Stundum er e líkt, en stafurinn er ekki