Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Síða 82

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1987, Síða 82
82 ATHUGASEMD sérkennilegur. í L koma f og p aðeins fyrir sem upphafsstafir og eiga sér ekki samsvörun í B. g er ekki mjög ólíkt, en neðri hluti stafsins þó meiri vaxtar í L; h er ólíkt, tvöfaldur hægri leggurinn í L, en einfaldur í B. í L endar langleggurinn á k beinn niðri í línu, en í B sveigist hann til hægri og lokar stafnum að neðan. í B virðist einvörðungu notað r- rotunda, en í L er einnig venjulegt r haft. j og ss eru mjög ólík, í L er hátt r ávalt að ofan — nema í línu 1 þar sem strik er beint upp — en hátt j- kemur í odd í B. Einnig er einkennandi fyrir L hvernig st í miðmynd- arendingum er dregið, en það er ólíkt B. Einkennandi fyrir þ í B er hallandi dráttur til vinstri út frá langleggnum efst, en slíkur dráttur er óverulegri eða enginn í L. Yfir stöfum eru í báðum klausum nefhljóðs- strik og eru þau ólík, einkum þegar þau eru yfir síðasta staf í orði; þá lyftir Guðbrandur ekki penna, heldur dregur hann í stórum sveig til vinstri yfir stafmn og endar með láréttu striki til hægri, en í L er dregið eitt lárétt strik laust frá stafnum. Loks er að nefna, að merkið fyrir og, sem oft er mjög einkennandi fyrir skrifara, er án nokkurrar líkingar í þessum klausum, venjulegt íslenskt og-band í B, líkt z', en et- band latínuskriftar í L. Þeir stafir eða skriftareinkenni, sem ekki hafa verið nefnd, eru svo einkennalítil að ályktanir verða ekki af þeim dregnar um skrifara. Það eru ekki sameiginlegu einkennin, sem skera úr um, hvort um sama skrifara er að ræða, heldur eru það einkennin sem eru sérkennileg fyrir hvern skrifara, sem segja til um hvort sami maður hafi skrifað tiltekna texta eða ekki. Af þessu sem að ofan hafa verið leidd rök að, tel ég augljóst, að ekki eigi við rök að styðjast að þessar áletranir í B og L séu skrifaðar með sömu hendi. Einar G. Pétursson. Örstutt svar Vegna athugasemdarinnar hér að ofan vil ég biðja menn, er hafa Árbók 1984 við höndina, að líta á umrædda texta og minnast þá fyrst þeirrar staðreyndar, að Guðbrandur sendi sr. Þorsteini Illugasyni 5 eintök Lögbókarinnar, fól honum að selja 4, en gaf honum eitt, eins og fram kemur í Minnis- og reikningabók biskups.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.