Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1995, Page 32

Frjáls verslun - 01.07.1995, Page 32
Við bryggjupollann. Eyjólfur er stjórnarformaður Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi og varaformaður í stjórn rækjuverksmiðjunnar Ritur á Vest- fjörðum. irlits ríksins og Ólafur Eyjólfsson, bróðir hans, er skrifstofustjóri. Með tilkomu Eyjólfs er því kominn meiri svipur fjölskyldufyrirtækis á DV en oft hefur áður verið í 20 ára sögu blaðsins. Foreldar Auðar voru Fríða Þorgils- dóttir matráðskona og Ástvaldur Eydal en foreldrar Sveins voru Kristín Bjamadóttir bankastarfsmaður og Eyj- ólfur Sveinsson verslunarmaður. Þannig má segja um forfeður Eyjólfs að þar sé á ferðinni venjulegt alþýðufólk. HAFÐISNEMMA ÁHUGA Á STJÓRNMÁLUM Eyjólfur fór í Verslunarskólann og er mörgum skólasystkinum sínum verulega minnisstæður fyrir virka þátttöku í félagslífi skólans og meðal annars snarpar atlögur í ræðukeppn- um sem hann sýndi mikinn áhuga. Eyjólfur sýndi þá þegar mikinn áhuga á félagsmálum sem hann hefur ávallt haft mikinn metnað til. Hann var kjör- inn til Stúdentaráðs fyrir Vöku árið 1985. Þar kynntust þeir Ari Edwald sem sat í Stúdentaráði fyrir umbóta- sinnaða stúdenta og hafa verið góðir vinir síðan. Ari segir Eyjólf hafa skarpan skiln- ing á pólitík og mikið innsæi í þjóðfé- lagsmál. Margir töldu hann hafa kom- ið ár sinni talsvert vel fyrir borð þegar hann var aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra mestallt síðasta kjörtímabil. Urðu ýmsir til þess að spá Eyjólfi talsverðum póli- tískum frama og sáu jafnvel í honum ráðherraefni náinnar framtíðar. Þau vistaskipti sem nú hafa orðið þar sem Eyjólfur flytur búferlum úr hjáleigunni við Lækjargötu upp í ættaróðalið við Þverholt, er vísir til hins gagnstæða, þ.e. að Eyjólfur telur tíma sínum og orku betur varið í viðskiptalífmu en í hinni pólítísku vfglínu á launum hjá hinu opinbera. Kunnugir heimildar- menn segja að Eyjólfur hafi í raun ekki endanlega ákveðið sinn starfsvett- vang þótt hann flytji nú í Þverholtið en fullyrða jafnframt að hann hafi lítinn áhuga á pólitískum frama í hefðbundn- um skilningi. GATSÉRGOnORÐÁDVOG í AMERÍKU Þetta eru ekki fyrstu kynni Eyjólfs af starfsemi DV því á skólaárum sín- um vann hann í tvö sumur sem al- mennur blaðamaður og vann sér fljótt virðingu samstarfsmanna sinna þótt mönnum með hans bakgrunn sé jafn- an tekið með nokkurri varúð af rétt- um og sléttum blaðamönnum. Hann þótti þægilegur í umgengni, duglegur og fljótur að tileinka sér þau vinnu- brögð sem þarf. Eyjólfur hefur haft talsverð afskipti af viðskiptalífinu nú þegar. Hann er menntaður rekstrarverkfræðingur sem lærði fyrst við Háskóla íslands og síðar við Columbiaháskólann í Bandaríkjunum. Þar var einn helsti prófessor hans, Denning, sá sem hugtakið gæðastjórnun er jafnan kennt við og er fullyrt að hann hafi haft mikið dálæti á Eyjólfi og talið hann meðal sinna efnilegustu nem- enda. Eftir að námi Eyjólfs lauk við Col- umbia stofnaði hann ráðgjafarfyrir- tækið QME eða Quality Management Enterprises í Bandaríkjunum og starfaði þar með góðum árangri í tvö ár. Hann er ennþá hluthafi í því fyrir- tæki. Eyjólfur kom heim að loknu námi og starfi og tók árið 1992 þátt í að stofna fyrirtækið VSÓ-rekstrarráð- gjöf ásamt Stefáni Eggertssyni og Bjama H. Frímannssyni. Ennfremur veitti hann íslandsbanka rekstrarráð- gjöf og stuðlaði ásamt föður sínum að stofnun fyrirtækisins Fjarhönnun sem er hugbúnaðarfyrirtæki sem Gunnlaugur Jósepsson rekur en Gunnlaugur og Sveinn hafa þekkst um árabil og þeir feðgar voru fyrstir til þess aðfjárfesta í Fjarhönnun. Fyrirtækið hefur framleitt hugbúnað í svokallaða vaka, s.s. Ferðavaka og náð afar hagstæðum samningum t.d. við risafyrirtækið UNISYS. Þeir samningar voru, skv. heimildum blaðsins, fyrst og fremst verk Eyjólfs sem sýndi mikla hörku og útsjónar- semi við samningagerðina. Þá hefur Eyjólfur og tekið þátt í undirstöðuat- vinnuvegi þjóðarinnar með þeim hætti að hann er stjómarformaður Haraldar Böðvarssonar hf. á Akra- nesi sem er gamalgróið fjölskyldufyr- irtæki í fiskvinnslu og útgerð og er stærsti vinnuveitandinn á Vestur- landi. Eyjólfur tók við stjómarfor- mennsku af Magnúsi Gunnarssyni, fyrrverandi formanni VSÍ. STRATEGÍSKUR 0G AGAÐUR í VINNUBRÖGÐUM Gunnlaugur Jósefsson, fram- kvæmdastjóri Fjarhönnunar hf., hafði eftirfarandi um Eyjólf Sveinsson að segja: „Eyjólfur Sveinsson tengdist Fjar- hönnun fyrir 3 ámm sem stjómar- 32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.