Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1995, Síða 134

Frjáls verslun - 01.07.1995, Síða 134
FOLK VALDIMAR HAFSTEINSSON, KJÖRÍS sgerðarfyrirtækið Kjörís í Hveragerði var stofnað 1968 og hóf starfsemi 1969. Það hef- ur vaxið jafnt og þétt, engin stór skref hafa verið tekin og engar stökkbreytingar átt sér stað, enda er sígandi lukka best. Stofnendur fyrirtækisins voru fimm en 1988 eignaðist faðir minn, Hafsteinn Kristinsson, meirihlutann. Fyrirtækið er nú í eigu móður minnar og tveggja föðurbræðra en eft- ir að faðir minn lést, vorið 1993, vorum við Guðrún, systir mín, ráðin til að stjóma fyrirtækinu, segir Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Kjöríss. Valdimar er 29 ára og varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akureyri 1986. Að því loknu vann hann um tíma við verslunarstörf og í byggingarvinnu en hann hefur unnið að staðaldri hjá Kjörís frá árinu 1989, eins og hann hefur reyndar gert frá 13 ára aldri. „Árið 1990 fór ég í iðn- rekstrarfræði í Tækniskóla íslands og lauk prófi 1992. Að því loknu fór ég í fram- haldsnám í iðnaðartækni- fræði við sama skóla og lauk því 1994. Ég var því enn í námi þegar faðir minn lést og Guðrún sá meira um framkvæmdastjómina fyrst um sinn. Hún hefur nú verið í bameignafríi og ætlar að taka það rólega áfram, en hún leysir mig af þegar á þarf að halda og við styðjum hvort annað,“ segir Valdi- mar. INNFLUTNINGUR Á ÍS HEFUR ÁHRIF Fyrirtækið hefur verið staðsett í Hveragerði frá upphafi en skrifstofu- og söludeildir voru í Reykjavík til ársins 1991 þegar þær fluttu líka til Hveragerðis. Ársverk hjá fyrirtækinu voru 33 árið 1994 en á sumr- in vinna þar um 40 manns. „Breiddin í framleiðslunni hefur aukist mikið frá því á fyrstu ámnum þegar við framleiddum 7 til 8 vöm- númer en þau em nú um 130,“ segir Valdimar um vöxt fyrirtækisins. „Sam- keppnin við ísgerð Mjólk- ursamsölunnar hefur verið hörð frá upphafi á sama tíma og við emm háð því fyrir- tæki um hráefnisöflun. Með ámnum hafa þau viðskipti færst örlítið í frjálsræðisátt og munaði miklu þegar verð á smjöri lækkaði um helm- ing haustið 1993. Við það jókst vöruþróun hjá okkur. Við höfum þó alltaf lagt mikla áherslu á jurtafeiti við framleiðsluna. Með tilkomu GATT samningsins varð innflutn- ingur á ís heimill og eru vemdartollar á þeirri vöru ótrúlega lágir og ekki í sam- ræmi við tolla á annarri land- búnaðarvöru. Hins vegar verður hráefni til ísgerðar áfram á ofurtollum og ekki möguleiki að afla þess á samkeppnisfæm verði enn sem komið er. Við höfum sótt um lækkun tolla á hrá- efni til innflutnings en því hefurveriðhafnað. Innflutn- ingur á ís mun auðvitað breyta miklu fyrir okkur en á meðan við stöndumst samkeppni í verði og gæð- um óttast ég ekki framtíð- ina.“ ÍÞRÓTTASTARF Eiginkona Valdimars er Sigrún Kristjánsdóttir, hjúkr- unarfræðingur á Heilsu- gæslustöð Selfoss og eiga þau sex ára tvíburasyni. „íþróttir em mikið áhuga- mál hjá mér. Ég æfi bæði knattspyrnu og blak með íþróttafélagi Hveragerðis og er jafnframt gjaldkeri fé- lagsins. Það er nauðsynlegt að gera eitthvað til að halda sér í formi þegar maður borðar svona mikinn ís,“ segir Valdimar um áhuga- mál sín og bætir við að ís- smökkun sé auðvitað nauð- synleg við vömþróunina fyrir utan það hvað ísinn sé góður. „Öðmm frítíma reyni ég að verja með fjöl- skyldunni. Við ferðumst innanlands þegar við getum á sumrin og þá er vinsælast að fara á æskuslóðir Sigrún- ar í Öxarfjörð en hún er upp- alin á Kópaskeri," segir Valdimar. Valdimar og Guðrún, börn Hafsteins í Kjörís, tóku við framkvæmdastjóm fyrirtækisins þegar faðir þeirra lést. 134 ■■■■■■
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.