Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1995, Side 138

Frjáls verslun - 01.07.1995, Side 138
BÆKUR Bókin VirgingKing: BRANSON ER OFTAST KALLAÐUR KING MIDAS Bráðskemmtileg bók um Richard Branson, mestu goðsögnina í breska viðskiþtaheiminum. Er hann sambland afjóni Olafssyni ogDavíð Scheving? Heiti bókar: Virgin King — Insi- de Richard Branson’s Empire Höfundur: Tim Jackson Útgefandi og ár: Harper Collins Publishers — 1995 Lengd bókar: 405 bls. Hvar fengin: Erlendis Einkunn: Skemmtilegogupplýs- andi bók um ævintýramanninn og goðsögnina í breska við- skiptaheiminum í dag VIÐFANGSEFNIÐ Richard Branson er mesta goð- sögnin í breska viðskiptaheiminum og hefur svo verið um margra ára skeið. Hann er stofnandi og aðaleigandi að fyrirtækjum sem öll hafa forskeytið Virgin, s.s. hljómplötuhúsin Virgin Megastores (m.a. 2 slíkar á Oxford- stræti Lundúna), síðan kom Virgin Atlantic flugfélagið, Virgin bókaút- gáfa, Virgin útvarpsstöð og nú síðast Virgin Cola. En hann hefur komið ná- lægt mörgu fleiru. í bókinni eru rakt- ar allar hugdettur hans, bæði þeim sem hleypt hefur verið af stokkunum og ekki síst frá hinum sem aldrei urðu að veruleika. Honum hefur dottið svo margt ókkt í hug að það má segja að ekkert hafi verið honum óviðkom- andi í fyrirtækjarekstri. Þekktastur er Branson fyrir uppátæki sín til að vekja athygli á sjálfum sér og fyrirtækjum sínum. Þykir hann manna færastur í al- mannatengslum og hefur tekist að gera starfsemi sína að jákvæðum fjölmiðlamat úr nánast öllu, sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Hann er afburðasnjall að virkja starfs- fólk og fá fólk til að starfa með sér en þó sérstaklega fyrir sig. HVER ER MAÐURINN? Fullt nafn hans er ákaflega virðu- legt og enskt en það er Richard Char- les Nicholas Branson og fæddist hann árið 1950. Þar sem hann var kominn af góðri lögmannaætt, en afi hans var „Sir“ og hæstaréttardómari og faðir hans hæstaréttarlögmaður, var búist við því að hann fetaði í fótspor feðr- anna og lærði lög. En þvert gegn væntingum þeirra þá hætti hann námi eftir skylduna. Hann auðgaðist á hljómplötuútgáfu og hefur síðan verið að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur með því að fara í dómsmál gegn stórveldinu British Airways fyrir óheiðarlega viðskiptahætti og nú síðast réðist hann gegn stórveldunum Coca-Cola og Pepsi-Cola með nýjum kóladrykk. Hann er dáður af yngri kynslóðinni í Bretlandi og nýtur sér- staklega mikillar almenningshylli og trausts í skoðanakönnunum þar í landi. HRÖÐ ÞRÓUN Virgin er stofnað í kringum 1970, þegar Branson er aðeins 20 ára. Þá einbeitir hann sér að popp-„bransan- um“ og rekur hljómplötuverslun og gefur út plötur. Grunnurinn að vel- gengninni hefst 1973 með útgáfu plöt- unnar Tubular Bells með Mike Old- field. Næstu ár á eftir bætast fleiri þekktir popplistamenn í hóp Virgin útgáfunar og 10 árum síðar, eða 1983, þegar fyrirtækið hafði verið í lægð í smátíma sló Boy George í gegn (en útsendarar Virgin uppgötvuðu hann) og fyrirtækið fór að mala gull á nýjan leik. Þá varð til Virgin Games, sem framleiðir tölvuleiki, og verður það til á hárréttum tíma eða í upphafi þeirrar bylgju tölvuleikja sem fylgdi á eftir. Stofnun flugfélagsins kemur síðan í kjölfarið, árið 1985, og Branson þá aðeins 35 ára. Þá er fyrirtækinu breytt í almenningshlutafélag og til að vekja athygli fjölmiðla á því (og sjálf- um sér) þá reynir hann að setja hraða- met yfir Atlantshafið á skútunni Chal- lenger og tekst það. Örfáum árum síðar kaupir hann aftur fyrirtækið og það breytist í hans einkafyrirtæki á ný. Á árunum 1990 til 1992 selur hann síðan hluti í plötufyrirtækinu og í verslununum og áherslan er lögð á Virgin Atlantic, sem stækkar óðfluga. Síðan rekur hver nýjungin aðra. Árið 1993 er það Virgin útvar- psstöðin sem hefur starfsemi sína. Árið 1994 býðst hann til að reka lottó Breta og greiða út allan hagn- að í vinninga en er hafnað af yfir- völdum og þá snýr hann sér að því að setja á markað gosdrykkinn Virgin Cola. í ársbyrjun þessa árs BJón Snorri Snorrason, aðstobarframkvæmda- stjóri Lýsingar og stundakennari við Háskóla íslands, skrifar reglulega um viðskiþta- bækur t Frjálsa verslun. 138
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.