Frjáls verslun - 01.07.1995, Page 141
■
ar, allar í fjórlit og birtum þær sama
daginn á blaðsíðum þrjú, fimm og sjö í
Morgunblaðinu. í þessum auglýsing-
um sem birtust einungis í þetta eina
skipti, tíunduðum við samanburðinn á
þvottaduftunum, verðmuninn og að
öfugt við samkeppnisaðilana væri
Maraþon íslenskt þvottaduft. Við
birtum einnig einnig „gömlu“ sjón-
varpsauglýsinguna okkar og vorum
með samlesnar auglýsingar í útvarpi
þar sem við hömruðum á sömu
áhersluatriðunum og í blaðaauglýs-
ingunum.“
Og árangurinn lét ekki á sér
standa. „Fólk tók eftir auglýsingun-
um og meðtók skilaboðin. Verslanir
skynjuðu að við vorum að gera at-
hyglisverða hluti og gáfu vörunni
meira rými en áður og verslanir sem
ekki buðu Maraþon sóttust nú eftir
því að fá þvottaduftið til sölu. Og salan
jókst töluvert, reyndar áttfaldaðist
hún, okkur til mikillar ánægju. Margt
athyglisvert gerðist í kjölfar þessarar
auglýsingaherferðar. Við fórum til að
mynda að fá viðbrögð neytenda við
vörunni og þau voru öll á einn veg,
fólk var ánægt með Maraþon þvotta-
duftið, en það allra athyglisverðara
var að samkeppnisaðilinn, Procter &
Gamble, framleiðandi Ariel, lét ekk-
ert í sér heyra. Til þessa hefur það
fyrirtæki ekki látið það afskiptalaust
Þorsteinn Gunnarsson, sölustjóri hjá Nathan og Olsen.
MARKAÐSHERFERÐIN Á MARAÞON EXTRA
141