Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 17

Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 17
LETTMETI Gott slagorð Pólska flugfélagið LOT valdi slagorðið „Hálf öld í loftinu” á 50 ára afmæli sínu. Gárungarnir útskýrðu slagorðið þannig að það sýndi ná- kvæmlega þann tíma sem það tæki að komast eitthvað með flugfélag- inu á áfangastað. Á læknastofu Maður einn kom inn á lækna- stofu og var með þeim ósköpum gerður að önd óx upp úr höfðinu á honum. Læknirinn starði í for- undran á manninn og spurði: „Hvað gengur að þér?” „Það er einhver einkennilegur vöxtur neðan á fætinum mínum,” svaraði öndin. í Pentagon Veggjakrot í Pentagon: Gaktu í herinn, kynnstu skemmtilegu og spennandi fólki og dreptu það! í ráðuneytinu Veggjakrot á klósetti í fjármála- ráðuneytinu: A þessari stundu ertu eini mað- urinn hér í ráðuneytinu sem veist hvað þú ert að gera. Uppi í Háskóla Veggjakrot uppi í Háskóla: Guð er dauður - Nietzsche Nietzsche er dauður - Guð Rockefeller Rockefeller fór á gamalsaldri til tannlæknis til að láta taka úr sér tönn. Hann spurði tannlækninn, sem ekki vissi hver maðurinn var, hvað það myndi kosta. Tannlækn- irinn svaraði: „30 dollara.” Það fussaði í Rockefeller sem þó dró að lokum upp 10 dollara seðil og sagði við lækninn: „Hérna eru 10 dollarar. Losaðu aðeins um hana, vinur.” Á kaffihúsi „Attarðu þig á því,” sagði maður á kaffihúsi við ókunnugan mann sem sat hinum megin borðsins, „að þú ert að lesa blaðið á hvolfi?” „Enn ekki hvað,” svaraði hinn. „Heldurðu að það sé auðvelt?” Ansas ári óheppinn Tveir bræður, eineggja tvíburar, fóru oft saman að veiða. Annar þeirra hafði heppnina alltaf með sér - en hinn veiddi aldrei neitt. Þeir gátu staðið hlið við hlið og annar dró inn fisk eftir fisk á meðan hinn varð ekki var. Dag einn ákvað sá óhepp- ni að grípa til örþrifaráða. Um miðja nótt vaknaði hann og fór í föt bróður síns. Hann tók einnig veiðistöngina hans og fór loks á staðinn þar sem bróðir hans hafði veitt þrjátíu og Ijóra silunga daginn áður. Þarna stóð hann í þijá tíma og ekkert gerðist. Loksins fóru vonir hans að glæðast - hann sá stóran silung synda í átt til sín. Fiskurinn skeytti engu um beituna en stökk upp úr vatninu og kallaði til hans: „Sæll félagi, hvar er bróðir þinn?” Rétta stöðin? Ferðamaður, sem var að koma frá Wales, sagði frá því að þegar lestarnar stoppuðu í Llan- fechpwllgogerych hrópuðu lestarverðirnir einfaldlega, „Ef einhver ætlar út hér, þá er þetta stöðin.” Fyrir vestan I henni Ameríku henda menn ekki rusli, þeir búa til sjónvarpsefni úr því! ÆWÆMÆMÆ Þú nærð forskoti þegar tæknin vinnur með þér CS - PRO tæknin í Ijósritunarválum er framtíðarlausn fyrir þá sem vilja bætt afköst í betra umhverfi. Aukið öryggi í rekstri Endurupptaka pappírs Sjálfvirkt eftirlitskerfi Sjálfvirk endurræsing Nýr hreinsibúnaður 1 MINOLTA CS-PfíO Ijósritunarvélar Skrefi á undan inn I framtíöina KJARAN SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SföUMÚLI 14, 108 REYKJAVlK, SlMI 5813022 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.