Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Qupperneq 29

Frjáls verslun - 01.04.1997, Qupperneq 29
FORSIÐUEFNI notkun á síðasta ári. Einar segir upplýsingakerfið Fjölni gera það að verkum að brátt verði hægt að fá upplýsingar um fyrirtækið á mun skipulagaðri og fljótlegri hátt en áður sem nýtist til daglegrar stjórnunar. „Þetta verður algjör bylting í upplýsingastreymi og viðbragðsflýti félagsins, bæði hvað varðar upplýsingar um reksturinn sjálfan og ekki síður að því er lýtur að viðskiptavinum og hvað betur megi fara í samskiptum við þá.” Auk þessa halda stjórnendur Olís uppi reglubundnum skoðanakönnunum á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði til að vita hvar fyrirtækið stendur hverju sinni. „Oft er erfið- ara að ná beinum tengslum við einstaklingsmarkaðinn en við heyrum þó reglulega frá okkar viðskiptavinum og telj- um okkur hafa náð miklum árangri í því að viðhalda og bæta ímynd félagsins út á við.” Sem lið í því hefur Olís markað sér þá stefnu að veita landgræðslu- og mannúðar- málum stuðning. Eins og flestir landsmenn vita hefur „Landgræðsluátakið” vakið mikla athygli og hlotið al- menna viðurkenningu, en félagið hlaut m.a. ÍMARK-verð- laun fyrir átakið. Þetta hefur, að sögn Einars, skilað sér í já- kvæðu viðhorfi almennings til félagsins og sfyrkt ímyndar- uppbyggingu þess. „Það, sem e.t.v. kom mér mest á óvart þegar ég kom hér inn, var hvað olíufélögin máttu oft þola óvægna gagnrýni í almennri umræðu án þess að hlustað væri á sanngjarnar og málefnanlegar skýringar. En ástæðan rann mjög fljót- lega upp fyrir mér. Þessi félög eru ofan í vösum almenn- ings einu sinni í viku og því eðlilegt að starfsemin sé litin gagnrýnum augum. Við verðum bara að lifa við það og reyna sífellt að gera betur til að mæta kröfum okkar viðskipta- vina. Eg hef því lagt áherslu á að rækta það viðhorf, jafnt innan- dyra sem utan, að við séum þjón- ustufyrirtæki sem starfar í þágu almennings.” SÓKN ER BESTA VÖRNIN „Þótt það hafi e.t.v. ekki verið ósk þeirra, sem stóðu frammi fyr- ir því á hverjum tíma, er það ekki vafamál að það andstreymi, sem þetta félag hefur mætt í gegnum tíðina, hefur orðið til þess að end- urnýjunin og endurskoðun á stöðunni hefur neytt menn til þess að takast á við framtíðina á nýjum forsendum. Erfiðleikarnir hafa neytt menn til að finna nýjar leiðir til lausnar sem auðvitað hefur best verið gert með nýrri sókn. Það byggist m.a. á mikilli reynslu og þekkingu starfsfólks. Félagið hefur aldrei á sínum 70 ára ferli selt eins mikið elds- neyti og síðastliðin tvö ár auk þess sem það hefur stóraukið sölu á allskyns nýjum vöruflokk- um, bæði á þjónustustöðvunum og til stærri viðskiptavina. Við munum því í framtíðinni leggja meiri áherslu á sölu vara og þjónustu á öðrurn sviðum en í hefðbundinni elds- neytissölu því þar eru vaxtarmöguleikarnir. I dag skilgrein- um við okkur ekki sem olíufélag heldur sem verslunar- og þjónustufyrirtæki sem ætlar að vera leiðandi á því sviði sem það starfar á og bjóða góðar og samkeppnishæfar vör- ur og þjónustu á hverjum tíma.” ÓSANNGJÖRN UMRÆÐA Aðspurður um fullyrðingar um mistök við stjórnun fyr- irtækja hérlendis á undanförnum árum sagði hann tímana m.a. hafa breyst. „Nú búa stjórnendur við meiri menntun og fagþekkingu en áður og oft má rekja góðan árangur fyrirtækja í dag til þess. Það er liðin tíð að menn reki fyrir- tæki á greiðsluflæði og telji sig hagnast þegar þeir eigi inn- stæðu á reikningi. Auðvitað eru þó ijölmörg dæmi um að inenn missi fótanna og sofni á verðinum eða horfi ekki nógu langt fram í tímann. Ég held þó að umræðan á íslandi á síðustu misserum hafi oft verið ósanngjörn í þessu sam- bandi og á misskilningi byggð. Við búum í veiðimannasam- félagi þar sem oft er ekki hægt að sjá ytri aðstæður fyrir og okkur hefur, að mínu mati, tekist að aðlagast breyttum að- stæðum á undraverðan hátt. Hver skyldi t.d. hafa trúað að okkur tækist á nokkrum árum að vinna okkur út úr þeirri gífurlegu skerðingu þjóðartekna sem fólst í minnkun þorskveiða um ríflega 60% á einum áratug. Aðrar þjóðir hafa orðið fyrir mun minni áföllum en gengið erfiðlega að vinna sig út úr þeim.” QZJ 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.