Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 36

Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 36
 FIÁbmÁi 1 rJARIVIAL SALA PÉTURS BLONDAL Á KAUPÞINGI; UM140 MILUÓNIR Haustið 1990 seldi Pétur Blöndal alþingismaður Búnaðar- bankanum meirihluta sinn í Kaupþingi á 115 milljónir króna. Þess má geta að Pétur þurfti að greiða um 35 milljónir í skat- ta af þeim hagnaði sem hann hafði út úr sölunni á meirihluta sínum í Kaupþingi. Sala Péturs vakti mikla at- hygli á sínum tíma. Hann áttí 51% í Kaupþingi á mótí 49% Sparisjóðanna þegar hann seldi. Þessi 115 milljóna króna sala Péturs til Búnað- arbankans haustíð 1990 jafngildir um 140 millj- ónum á núverandi verðlagi. SALAN Á HUSATRYGGINGUM REYKJAVIKUR; UM135 MILUONIR Ein íféttnæmustu kaup á fyrirtæki á síðasta ári voru kaup Sjóvá-Almennra á Húsatryggum Reykja- víkur á 135 milljónir króna. Seljandi var Reykjavíkurborg. NOKKRAR NÝLEGAR SAMEININGAR Þótt þessi grein fjalli ekki um sameiningar fyrirtækja er rétt aó minna á nokkrar nýlegar sameiningar fyrirtækja sem hafa verid mjög í fréttum. HLUTUR MIÐNESS VEGNA HB; UM 2 MILLJARÐAR tókst samkomulag um að sameina sjávarútvegsfyrirtækin Miðnes hf. í Sandgerði og Harald Böðvarsson á Akranesi undir nafni Haraldar Böðvarssonar hf. 1 sameiningunni fengu hluthafar í Miðnesi um 27,6% í hinu sameinaða fyrirtæki, eða 304 milljónir á nafnverði. Hluthafar í „gamla” Haraldi Böðv- arssyni fengu um 72,4% í hinu sameinaða fyrirtæki, eða um 796 milljónir. Formlega gekk sameiningin í gildi eftír aðal- fund Haraldar Böðvarssonar laugardaginn 24. maí sl. en sam- eiginlegur rekstur hófst hins vegar um síðustu áramót. Þess má geta að hlutafé í „gamla” Har- aldi Böðvarssyni var 675 milljónir króna að nafhverði fyrir aðalfundinn 24. maí sl. en út voru gefin jöfnunarhlutabréf, um 17,9%, sem hækkuðu hlutaféð í 796 milljónir að nafnverði. Eftír aðalfúnd- inn hefur gengi hlutabréfa í Haraldi Böðvarssyni verið í kring- um 6,75. Sé miðað við það gengi má segja að hluthafar í Mið- nesi hafi fengið um 2,1 milljarð í sinn hlut við að sameinast Haraldi Böðvarssyni hf. HLUTUR FISKIMJOLS 0G LYSIS VEGNA SAMHERJA; UM 1,7 MILLJARÐUR Fyrirtækið Fiskimjöl og Lýsi hf. í Grindavík sameinaðist fyrir skömmu Samherja hf. á Akureyri. Svo mikill stærðar- munur er á fyrirtækjunum að einhver kynni að líta svo á að um kaup Samheija á fyrirtækinu hafi verið að ræða. Við sam- eininguna fengu eigendur Fiskimjöls og Lýsis hlutabréf í Samhetja fyrir um 142 milljónir króna að nafhvirði. Þegar Samheiji hf. fór á hlutabréfamark- aðinn með hlutabréfaútboð var byijað að selja bréfin á genginu 9,0 en síðan hefur gengið hækkað og hefur lengst af verið í kringum 12,0. Sé miðað við það gengi má segja að eigendur Fiskimjöls og Lýsis hafi fengið um 1,7 milljarða í sinn hlut við að sameinast Samherja hf. HLUTUR HRANNAR AISAFIRÐIVEGNA SAMHERJA; UM 1,4 MILUARÐUR Hrönn hf. á ísafirði, sem gert hefur út metskipið Guð- björgina, var sameinað Samheija á Akureyri fyrir nokkrum mánuðum líkt og Fiskimjöl og Lýsi í Grindavík. Þessi samein- ing olli bæði fjaðrafoki og taugatítringi fyrir vestan. Við sam- eininguna eignuðust eigendur Hrannar hlutabréf í Samherja 1,4 fyrir um 116,7 milljónir króna að nafnvirði. Miðað við að gengi hluta- bréfa í Samherja hefur lengst af verið um 12,0 frá því fyrirtækið fór á almennan hlutabréfa- markað má segja að eigendur Hrannar hafi fengið um 1,4 milljarða fyrir fyrirtækið við að sameinast Sam- heija. HLUTUR ST0ÐVAR 3 VEGNA ST0ÐVAR 2; UM 350 MILLJ0NIR Fréttnæmustu hlutabréfakaup síðari ára voru óvænt kaup Islenska útvarpsfélagsins, Stöðvar 2, á Stöð 3 snemma á þessu ári. Þessi kaup komu eins og þruma úr heiðskíru loftí. I raun var Stöð 3 sameinuð Islenska útvarpsfélaginu og var ■i^i greitt með hlutabréfum í íslenska útvarpsfé- laginu. Söluverðið á Stöð 3 hefur ekki verið gefið upp en það mun hafa verið í kringum 350 milljónir króna. Það var það sem hluthafar í Stöð 3 fengu í sinn hlut við að sameinast ís- lenska útvarpsfélaginu. 36

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.