Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 49

Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 49
Tiger er orðinn stórt fyrirtæki. Tekjurnar eru orðnar um 1 milljarður á ári. Tiger íjölda titla í golfi í flokki ung- linga og sem áhugamaður. Athygli Hughes Norton, umboðsmanns hjá International Management Group, sem nú er umboðsmaður Tigers, var vakin þegar pilturinn vann þt'já titla í röð um það leyti sem hann var að ljúka námi. Tiger útskrifaðist frá Stan- ford háskólanum og hann sem golfleikari er rekinn sem fyrirtækið ETW Inc. en það er skammstöfun fyr- ir Earl og Tiger Woods hf. Tiger er framkvæmdastjóri og karl faðir hans er stjórnarformaður. ETW Inc. er sæmilega stætt fyrir- tæki því aldrei í sögunni hefur svo ungur golfleikari gert aðra eins aug- lýsingasamninga í upphafi ferils síns eins og Tiger hefur gert við fyrirtæki eins og Nike og Titleist. A lista yfir þá íþróttamenn, sem hvað mest hafa í auglýsingatekjur, er Tiger kominn í fimmta efsta sæti. Fyr- ir ofan hann eru Andre Agassi, Arnold Palmer, Shaquille O’Neal og Michael Jordan. FJÖRTÍU OG FJÓRAR MILLJÓNIR ÁHORFENDA Fjörutíu og ijórar milljónir Banda- ríkjamanna fylgdust með Tiger í sjón- varpsútsendingum frá Masters keppn- inni og hefur aldrei annar eins fjöl- di sýnt þessu móti slíkan áhuga. Nike greiðir Tiger 8 milljónir dollara árlega (568 m. ísl. kr.) fyrir að klæðast fatn- aði frá Nike. Titleist fyrir- tækið greiðir honum 4 milljónir dollara á ári (284 m.ísl.kr.) fyrir að nota kylfur, kúlur og búnað þeirra. Titleist hefur þegar í undirbúningi að framleiða sérstakar Tiger kylfur í tilefni af sigri Tiger. Auk þessa hefur Tiger umtalsverðar tekjur af tveimur bók- um, sem hafa verið skrifaðar um hann, eða 2.2 milljónir dollara (156 m.ísl.kr.) og síðast en ekki síst verð- launafé sem hefur hækkað verulega að undanförnu og getur auðveldlega numið milljónum dollara. Tiger hefur gert samning upp á sjö milljónir doll- ara við All Star Café sem rekur veit- ingahúsakeðju og er dótturfyrirtæki Planet Hollywood. Þannig hefur ETW Inc. tryggt sér rúmlega einn milljarð íslenskra króna í árstekjur. Ekki er yf- irbygging fyrirtækisins að sliga það eða útgjöld í rekstri svo framtíðin sýn- ist vera nokkuð björt. UNDRABARNIÐ TIGER Og hver er svo ástæðan fyrir því að allir vilja eignast hlut í snilligáfu Ti- gers? Hún er sú að Tiger er talinn geta haft gífurleg áhrif á golfíþróttina og aukið vinsældir hennar margfalt frá því sem nú er. Hann er sannkallað undrabarn frá tæknilegu sjónarmiði því hann spilar betra golf en nokkur hefur sést gera áður á hans aldri, að því er virðist án fyrirhafnar. Hann er þeldökkur og getur því höfðað til Tiger Woods og faðir lians, Earl, faðmast eftír sigur Tigers í Masters mótínu. Saman reka þeir fyrirtækið Tiger hf. eða ETW Inc. sem hefúr um milljarð ísl. króna i árstekjur. stöðugt stærri hóps sem hingað til hefur verið litinn hornauga innan vé- banda íhaldsamra amerískra golf- klúbba. Síðast en ekki síst er hann kornungur og breytir með meist- aratitli sínum þeirri ímynd golfsins að það sé eingöngu fyrir miðaldra og eldri. Hörundslitur Tigers hefur alveg sérstaka þýðingu í þessu samhengi því svartir golfarar eru fáir í hópi meistara og reyndar hefur golfheim- urinn verið svo íhaldssamur í þessum efnum að það var ekki fyrr en 1961 sem svertingjum var leyft að keppa í PGA mótaröðinni. Yíða eimir enn eftir af því að golf sé íþrótt fyrir hvíta og því er talið að Tiger muni breyta ímynd golfsins verulega á þessu sviði. Síðast en ekki síst hefur hann góða kímnigáfu, svarar vel fyrir sig í fjöl- miðlum, hefur ómælda persónutöfra og er laus við alla stjörnustæla. Golf hefur í hugum margra verið letingjasport fyrir miðaldra og roskið yfirstéttarfólk og íþróttin allt of hæg og óspennandi til þess að ná almannahylli í líkingu við körfubolta eða fótbolta. Undanfarin ár hefur þetta verið að breytast í Banda- ríkjunum eftir því sem stöðugt fleiri frægar persón- ur úr hópi leikara og annarra íþróttamanna hafa lagt sig eftir því að stunda það. Nægir að nefna Kevin Costner og Adam Sandler leik- ara, Darius Rucker og Alice Cooper tónlistarmenn og Michael Jordan körfuboltahetju. Bjartsýnir forystumenn gofiíþrótt- arinnar í Bandaríkjunum sjá fyrir sér að stjörnur eins og Tiger Woods geti laðað allt að milljón nýja golfleikara að íþróttinni sem annars hefðu aldrei axl- að kylfurnar og reimað á sig gadda- skóna. Þessari skoðun lýsir meðal annars Joe Beditz, forseti NGF 49

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.