Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 50

Frjáls verslun - 01.04.1997, Side 50
(National Golf Founda- tion), í nýútkomnu hefti af Fortune. PENINGAR í UMFERÐ í GOLFINU Samkvæmt áætlunum NGF eyddu golfarar í Bandaríkjunum 15 billjón- um dollara á síðasta ári í að- gangseyri og áhöld til spila- mennskunnar. Fjárframlög auglýsenda hafa vaxið hröðum skrefum undanfar- in ár og námu um 30 millj- ónum dollara á síðasta ári. Stóra bandaríska mótaröð- in í golfi, sem samanstend- ur af nokkrum smærri mótaröðum, hefur velt 318 milljónum árlega síðustu ár sem er 500% aukning sam- tals á einum áratug. Af þessum tölum má ráða að miklir peningar eru á ferð í golfinu og endimörk þess vaxtar ennþá talsvert langt undan. Meðalaldur golfleikara hefur hinsvegar verið í kringum 40 ár síð- ustu árin og heldur farið hækkandi. Þetta hefur vald- ið áhyggjum en með til- komu ungrar stórstjörnu eins og Tigers eru þær áhyggjur á undanhaldi. Stóru sjónvarpsstöðv- arnar sýna golfi aukinn áhuga og FOX samsteypan keypti á síðasta ári litla sjónvarpsstöð, sem heitir Golf Channel, og CBS er sagt vera með ýmsar áætl- anir í burðarliðnum um auknar útsendingar á golfi. NIKE VEÐJAÐIÁ RÉTTAN HEST Þeir, sem fylgjast með golfi, vissu af Tiger löngu áður en hann sigraði á Masters mótinu og fýrir tæpum tveimur árum fékk Bob Reif, markaðsstjóri Nike, það verkefni að hleypa nýju lífi í framleiðslu fyrirtækisins á golffatnaði. Mörgum þótti Reif vera Tiger Woods slær tíl sigurs. Hvert högg er dýr- inætt, er eins konar „myntslátta". svalur þegar hann gerði fimm ára auglýsingasamn- ing við Tiger Woods fyrir alls 40 milljónir dollara. I dag er Nike stærsti fram- leiðandi golffatnaðar í heiminum og númer 2 í framleiðslu á skóm. Golf- deild Nike reiknar með að selja fyrir 180 milljónir doll- ara á komandi ári sem er 60% aukning frá yfirstand- andi ári. Þegar þetta er skoðað verður ekki sagt annað en að samningurinn við Woods séu hrein reyfarakaup. Þannig hefur hann reynst vera sannkall- aður gullkálfur fyrir Nike og ímynd þess þegar golf- íþróttin er annars vegar. Sé horft á heiminn utan Bandaríkjanna verður það sama uppi á teningnum. Áætlað er að 15 milljónir golfara séu í Asíu og í Japan eru til golfkylfur á 38% heimila og þessi heimili eyða 1.500 dollurum á ári í golfiðkun. Það er augljóst að undrabarn og snillingur eins og Tiger Woods sem er að hálfu asískur að upp- runa mun auka áhuga á þessum risavaxna markaði. Ahrif Tigers og frægð hans eru þegar farin að sjást í uppgjörum verslana og svo tekið sé nærtækt dæmi þá hefur hann orðið til þess að forstjóri Nike, Phil Knight, er farinn að spila golf af miklum móð. Ef reynt er að meta heildarverðmæti stjörnu eins og Tiger Woods fyrir golfíþróttina í Bandaríkj- unum þá kemst tímaritið Fortune að því að ef hon- um tækist að fjölga golfleikurum um hálfa milljón í Ameríku einni þýddi það 2% aukningu á næsta áratug. Þessi tvö prósent myndu eyða 7 milljörðum dollara í klúbb- gjöld, golfvörur og fleira á einum áratug. B!1 AUKIN VIÐSKIPTI Golfið er vinsælt og viðskiptin aukast. Golfiðkendum fjölgar ár frá ári - en eyðsla hvers og eins í þetta áhugamál vex þó enn hraðar. Fólk spilar oftar. Fjárhæoir sem fólk eyoir i golf Fjöldi golfiðkenda. Leiknir golfhringir. 50

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.