Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Síða 62

Frjáls verslun - 01.04.1997, Síða 62
FLAGGSKIPTIÐ VIÐ HVERFISGÖTUNA Á GÓÐRI SIGLINGU Þjóðleikhúsið ber höfúð og herðar yfir önnur leikhús landsins. Það er rek- ið með styrk af fjárlögum sem nemur 318 milljónum á yfirstandandi ári og hækkaði úr 308 milljónum árið áður. Sjálfsaflafé leikhússins hefur undanfarin ár verið 122-124 milljónir á ári. Ahorf- endur eru taldir bæði eftir leikárum og almanaksárum en rekstur leikhússins er gerður upp á almanaksári. Síðasta leikár, sem tölur liggja fyrir um, er 1995- 1996 þegar áhorfendur urðu 94.696 en sé horft til almanaksárs þá voru gestir Þjóðleikhúss 88.535 árið 1996. Almennt miðaverð er 1.700 krónur en börn, skólanemar og ellilífeyrisþegar fá mið- ann á 1.100 krónur og korthafar fá 22% afslátt frá hefðbundnu miðaverði. Því er óhætt að reikna með meðalverði á miða u.þ.b. 1.400 krónur sem gefur Þjóðleik- húsinu tæpar 124 milljónir í sjálfsaflafé. Sé framlagi ríkisins bætt við er upphæð- in samtals 432 milljónir. Það þýðir að raunverð hvers leikhúsmiða hefur verið um 4.909 krónur og þar af koma rúmar 3.500 krónur úr ríkissjóði. Aðsókn að sýningum Þjóðleikhúss- ins hefur verið góð undanfarin ár og al- mennt mun litið svo á að á þeim bæ séu hlutirnir í góðu gengi. Þjóðleikhúsið er flaggskipið í íslensku leikhúslífi sem sýnist vera á góðri siglingu. Hvað stjórn- un þess varðar þá tók Stefán Baldurs- son, núverandi leikhússtjóri, við stjórn- REKSTUR LEIKHUSA húsinu. Áhorfendatjöldi á leiksýningar LR leikárið 1995 til 1996 var ríflega 47 þúsund manns, þ.e.a.s. að frádregnum gestum á aðrar sýningar í húsinu sem ekki voru beinlínis á vegum Leikfélags Reykjavíkur heldur skilgreindar sem samstarfsverkefni. Framlag Reykjavík- urborgar til félagsins var 140 milljónir og samkvæmt uppgjöri hefur sjálfsaflafé félagsins verið 53 milljónir króna. Það er aðgangseyrir að þeim sýningum sem LR stóð sjálft íýrir. Tekjur þess af sýn- ingum annarra leikhópa í húsinu liggja ekki fýrir. Samtals verða þetta 193 millj- ónir króna sem þýðir samkvæmt gefn- um forsendum að raunverð á leik- húsmiða á sýningum LR leikárið 1995 til 1996 var rúmlega 4.100 krónur og þar af greiddi borgarsjóður um 3.000 krónur með hverjum miða en meðalverð að- göngumiða hjá LR þetta leikár sýnist hafa verið um 1.100 krónur sem skýrist eflaust af háu hlutfalli barnamiða en Lína langsokkur dró til sín rúmlega 17.000 áhorfendur. Þegar skoðaðar eru tölur yfir aðsókn að sýningum Leikfélags Reykjavíkur á því leikári, sem nú er senn liðið undir lok, kemur svört mynd í ljós. Þegar töl- urnar voru teknar saman í byrjun maí var aðeins ein sýning á vegum félagsins enn í gangi og það var Dómínó eftir Jök- ul Jakobsson og ekki fyrirhugaðar fleiri frumsýningar. Aðrar sýningar í Borgar- leikhúsi voru samstarfsverkefni við aðra leikhópa. útleigu Borgarleikhússins til annarra leikhópa fyrir utan þetta þar sem ekki er vitað hve háar þær eru. Sú sýning á veg- um LR, sem best hefur gengið í vetur, er Dómínó sem í byijun maí var komin með 6.500 áhorfendur. Vinsælasta sýn- ing í húsinu var hins vegar söngleikur- inn Stone Free sem dró til sín rúmlega 33 þúsund áhorfendur á yfirstandandi leikári og 7.500 að auki á síðasta leikári. Það er yfirlýst stefna forráðamanna Leikfélags Reykjavíkur að óæskilegt sé að hýsa mikið af annarri leikstarfsemi í Borgarleikhúsinu og hefur Þórhildur Þorleifsdóttir ítrekað lýst því yfir. Ef staðið verður við þær yfirlýsingar er sýnt að leikfélagið missi enn meiri tekj- ur en orðið er. Svo haldið sé áfram þeim útreikning- um, sem hafa verið uppi hér ffamar, má komast að þeirri niðurstöðu að raun- verð leikhúsmiða á sýningar Leikfélags Reykjavíkur í vetur hafi verið í kringum 7.700 krónur og þar af hafi um 6.600 krónur komið úr borgarsjóði. Það er því ljóst að vandi Leikfélags Reykjavíkur er umtalsverður. Félagið hefur orðið fýrir miklu tekjutapi og hlýt- ur að þurfa að bregðast við því á ein- hvern hátt. Fyrirtæki í hefðbundnum rekstri, sem yrði fyrir áfalli líku þessu, þ.e.16% samdrætti í veltu, myndi áreið- anlega endurskipuleggja rekstur sinn verulega. Það gæti skipt um stjórnend- ur en til að mæta samdrættinum yrði það að taka lán eða selja eignir. HVERJU RAÐA GAGNRYNENDUR? Stundum eru gagnrýnendur sakaðir opinberlega um að hafa „drepið“ sýningar. Súsanna Svavarsdóttir var sögð bera ábyrgð á því að sýning Spaugstofunnar, Örfá sæti laus, gekk ekki eins vel og vonast var til fyrir nokkrum árum. Aðstandendur sýningarinnar Master Class, sem sýnd var í Reykjavík sl. haust, sögðu að aðsókn hefði dottið algerlega niður úr fullu húsi niður í núll eftir fremur neikvæða umsögn taumunum fyrir sjö árum. Þá varð nokk- ur styrr um þá ákvörðun hans að segja upp nokkrum fastráðnum leikurum og endurnýja þannig leikhópinn að hluta. Stefán stóð þá í ströngu en hélt fast við sitt og ef marka má aðsókn í dag hafa áætlanir hans borið ávöxt. KREPPA í KRINGLUMÝRI Það er hinsvegar annað uppi á ten- ingnum hjá helsta keppinautnum sem er Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleik- Jóns Viðars Jónssonar. í byijun maí voru áhorfendur 21.441 alls og því Ijóst að gríðarlegur samdrátt- ur hefur orðið milli ára. Liggur við að tala megi um hrun í þessu sambandi. Eigin tekjur Leikfélagsins af sýningum höfðu að sama skapi dregist verulega saman og sýnast í upphafi maí vera rúm- ar 22 milljónir sem er um 60% samdrátt- ur í tekjum milli ára. Þetta þýðir að sjálf- sögðu að velta Leikfélagsins dregst saman milli ára úr 193 milljónum í 162 milljónir. Enn standa tekjur félagsins af HVERÁAÐRÁÐA? Mikil átök hafa verið undanfarin ár um stjórnun Leikfélags Reykjavíkur. Þegar Sigurður Hróarsson lét af starfi leikhússtjóra fyrir rúmum tveimur árum var Viðar Eggertsson ráðinn í hans stað. Þegar ljóst var að Viðar hugð- ist grípa til ráðstafana af svipuðum toga og þær sem Stefán Baldursson beitti þegar hann tók við Þjóðleikhúsinu, þ.e. hann ætlaði að breyta samsetningu leik- arahópsins og segja einhverjum upp og 62
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.