Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 71

Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 71
Daniel Niddam sölumaður og Guðrún Helgadóttír gjaldkeri fá sér hressingu í matstofunni. Þar er ævinlega heitt á könnunni. Takið sérstaklega eftir því hvað flísarnar, sem eru ítalskar, renna mjúklega saman við parketíð. Flísarnar eru frá Vídd. A veggnum er listaverk eftír sænska listamanninn Bengt Berglund og er það emalérað á „málmflísar”. * * og verkfræðihönnun og annaðist dag- lega verkstjórn. Byggingastjóri var Þor- kell Erlingsson. IS-menn gáfu arkitekt- um frjálsar hendur um fyrirkomulag og skipulagningu hússins sem byggðist á því hvaða starfsemi átti að fara þarna fram. Kristinn Lund, formaður bygging- arnefndar, segir að menn hafi fylgst með og skoðað tillögur arkitektanna og tekið afstöðu til þeirra á fundum sem haldnir voru vikulega. Að öðru leyti unnu arkitektarnir nokkuð sjálfstætt að verkinu án íhlutunar ÍS-manna. Húsið í Sigtúni er 2.500 fermetrar að flatarmáli. Það er tvær, tveggja hæða álmur með tengibyggingu. Undir hús- inu er 500 fermetra kjallari. Gengið er inn í tengibygginguna þar sem móttaka er á fyrstu hæð og rúmgóður matsalur. Fegrunarviðurkenning Umhverfismálaráðs „Viðurkenning fyrir vandaðan og skjótan frágang á fyrirtœkjalóð. Til fyrirmyndar er hversu fljótt hefur verið gengið frá lóðinni eftir að húsið byggðist án þess að hendi hafi verið til þess kastað. Vel hejúr verið vandað til hönnunar á lóðinni þannig að falleg heildarmynd skaþast af umhverf- inu án þess að einfalt yfirbragð hússins sé yfirgnæft. Efnisval er vandað og frágangur á lóðinni allur til fyrirmyndar. Jafnframt er viðurkenningarvert það tillit sem tekið hefur verið til nálægs umhverfis við hönnun lóðarinn- ar. Sérstaklega er útfœrslan á mörkum lóða milli ÍS og Asmundarsafns skemmtileg þannig að náttúrulegar línur gróðursvæða á báðum lóðum ráða forminu frekar en skarþar línur lóðamarka. “ 71

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.