Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 88

Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 88
□ að er lykilatriði að fá menn til að vinna saman og ég lít á það sem forgangsverkefni í mínu starfi. Samstarf ólíkra aðila í ferðaþjónustu hér á Árborgar- svæðinu t.d. og í Mýrdal er lykillinn að farsæld, sagði Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri ferðaþjónustu- sviðs Kaupfélags Arnesinga, í samtali við Fijálsa verslun. Sigurður tók við þessu starfi á síðasta ári og hefur umsjón með öllum rekstri kaupfélagsins sem lýtur að ferðaþjónustu og verslun við ferðamenn sérstaklega. Ríki hans er töluvert víðfeðmt en það nær frá Kirkjubæjar- klaustri í austri, þar sem KÁ rekur bensínstöð og sölu- skála, um Vestmannaeyjar, þar sem KÁ er með bensín- stöð og söluturn, Hvolsvöll, þar sem KA rekur bensín- sölu, og heimavöllinn á Sel- fossi er KA með tvær bensín- stöðvar. Onnur þeirra er Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri hjá KA á Selfossi, hefur gaman af fólki. Ferðamál og stjórnmál eru hans líf og yndi. FV mynd: Kristin Bogadóttir. um samskipti við fólk. Kennslan byggist á samskipt- um og ferðaþjónustan gerir það líka. Það skiptir öllu máli í þessum störfum báðum að kunna þessi samskipti og hafa gaman af þeim.“ Sigurður hefur mikinn áhuga á stjórnmálum og hef- ur tekið virkan þátt í þeim en hann er oddviti sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn á Sel- fossi og situr þar sitt annað kjörtímabil og er formaður bæjarráðs. Sjálfstæðismenn á Selfossi mynda meirihluta með K-lista. „Það tekur mikinn tíma að starfa að stjórnmálum en er mjög skemmtilegt og maður kynnist öllum sviðum mann- lífsins í gegnum þetta starf. Þetta er aukastarf en fyrst og fremst auðvitað þjónusta við samfélagið að taka virkan þátt.“ Sigurður hefur alltaf haft áhuga á blaðaútgáfu og blaðamennsku og hefur ver- SIGURDUR JÓNSSON, KÁ SELFOSSI Fossnesti þar sem er rekinn söluskáli, veitingastaður og upplýsingamiðstöð. Auk þess er KÁ með Gesthús en það er klasi sumarhúsa á Sel- fossi þar sem seld er gisting og ýmis þjónusta. Ekki má gleyma að nefiia Vík í Mýrdal þar sem KA rekur bensín- stöð, söluskála, veitingastað og hótel. ,Auk þess reynum við að auglýsa alla afþreyingu á svæðinu sérstaklega ef það mætti leiða til aukningar á ferðalögum. Veturinn í vetur hefur verið góður. Fjöldi manna hefur streymt austur á Skeiðarársand til þess að skoða ummerki um stórkost- legar náttúruhamfarir þar. Við seljum þessum ferða- TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON löngum mat, þjónustu, bens- ín og gistingu einhvers stað- ar á leiðinni og höfum þannig notið góðs af. Við reiknum með aukinni umferð í sumar vegna þessa sérstaklega. Bókanir í gistingu hjá okkur, bæði í Gesthúsum og í Vík, eru ágætar fyrir sumar- ið. Okkur sýnist því stefna í ágætt sumar,“ sagði Sigurð- ur. Hann sagði að á Suður- landi öllu væri vöxtur í ferða- þjónustu og Kaupfélag Ár- nesinga tæki virkan þátt í þeirri uppbyggingu sem þar ætti sér stað. Vaxandi fjöldi ferðamanna leggur leið sína um Suðurland og aukinn íjöl- di sumarbústaða á sinn þátt í að auka umsvifin. „Þetta er vaxtarbroddur hér eins og annars staðar. Ferðamönnum íjölgar og ein- nig möguleikum í atvinnu- uppbyggingu í þjónustu við þá.“ KENNARINN SÖÐLAÐIUM Sigurður er 49 ára gamall, útskrifaðist í Kennaraskólan- um 1972 og hélt síðan til náms í Lundi í Svíþjóð og nam uppeldisfræði. Hann kenndi í 23 ár við Grunnskól- ann á Selfossi en fékkst við rekstur gististaðar yfir sum- artímann og var þannig í lif- andi sambandi við ferðaþjón- ustu. -Skyldi vera eitthvað líkt með þessum störfum? ,AHt snýst þetta auðvitað ið fréttaritari Mbl. á Selfossi árum saman og var í 10 ár formaður Okkar manna sem er félag fréttaritara Mbl. á öllu landinu. Sigurður er í skokkhóp sem æfir og hleypur í tengsl- um við líkamsræktarstöðina Styrk á Selfossi. Hann keppti í frjálsum íþróttum á sínum yngri árum og segir að öllum sé nauðsynlegt að stunda einhverja hreyfingu. Hann hefur frá upphafi verið óformlegur framkvæmda- stjóri hins árlega Brúar- hlaups á Selfossi. Sigurður er kvæntur Esther Oskarsdóttur, skrif- stofustjóra Sjúkrahúss Suð- urlands, og eiga þau 4 börn á aldrinum 12-25 ára. B!] 88

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.