Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 90

Frjáls verslun - 01.04.1997, Page 90
Bryndís Torfadóttir, yfirmaður SAS á Islandi á tvö barnabörn, og finnst gaman að bjóða þeim í kaffi á Hótel Borg. FV mynd: Kristín Bogadóttir. Bryndís ferðast mjög mik- ið vegna starfsins. Hennar næsti yfirmaður er í London og skrifstofa SAS á Islandi til- heyrir svæði sem nær einnig yfir Bretland og Irland. LÆRÐIAF STARFINU Þótt Bryndís hafi langan og fjölbreyttan starfsferil að baki í ferðabransanum hefur hún ekki sérmenntun á því sviði. „Það tíðkaðist ekki þá. Menn lærðu fagið í starfinu. Eg var bara með próf úr Kvennaskólanum og það var gott veganesti til að fá skrif- stofuvinnu.“ Bryndís er alin upp norð- ur á Húsavík og þangað sæk- ir hún enn á vit skyldmenna, vina og ættingja þá sjaldan að frístundir gefast. Hún á sér eitt stórt áhugamál um þess- BRYNDÍS TORFADÓTTIR, SAS Á ÍSLANDI □ að hafa orðið miklar breytingar á starf- seminni í gegnum árin þegar hún hefur smátt og smátt verið aðlöguð að- stæðum hveiju sinni. Nú hef- ur SAS verið með flug til ís- lands í um 10 ár samfleytt en gegnum árin hefur stundum verið flogið hingað og stund- um ekki,“ sagði Bryndís Torfadóttir framkvæmda- stjóri SAS á íslandi, í samtali við Frjálsa verslun. Bryndís hóf störf hjá SAS hjá Islandi fyrst 1970 og hef- ur starfað á ýmsum sviðum fyrirtækisins, bæði hér heima og í Danmörku, en hefur verið yfirmaður SAS á íslandi síðan í júlí 1995. Það fyrirkomulag, sem ríkir á skrifstofu SAS, er dálítið sér- stakt því fyrir skömmu var skipuritið endurskipulagt og nú starfar þar svokallað TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON „multifunctional team“ sem þýða mætti á íslensku sem alhliða lið. Þetta var gert í kjölfar þess að mannabreyt- ingar og fækkun starfsfólks áttu sér stað. Bryndís er í rauninni eini yfirmaðurinn, allir aðrir geta gengið í hvaða starf sem er á vinnu- staðnum. „Það er samt aðeins hægt að dreifa vinnunni en ábyrgð- in er jafii mikil og áður. Þetta gerir þær kröfur til yfir- manns að hann þekki starfs- svið allra starfsmanna til hlít- ar.“ AÐEINS KONUR Annað, sem er sérstakt, er að hjá SAS vinna aðeins kon- ur. Bryndís segir að það sé fremur tilviljun en meðvituð stefna en staðhæfir að þar sem konur vinni saman sé auðveldara að reka stjórnun- arkerfi eins og það sem not- að er hjá SAS. „Við erum að vissu leyti módel fyrir aðrar skrifstofur að þessu leyti og þetta fýrir- komulag hentar augljóslega best á frekar litlum vinnu- stöðum. Mér finnst konur eiga betra með að vinna sam- an og almennt vera sam- viskusamari en karlar. Hægt var að hækka laun þeirra sem starfa hér því yfirmönn- um fækkaði. Það fannst mér afar jákvæð þróun.“ SAS hefur notað þetta fyr- irkomulag talsvert eftir því sem félagið hefur verið að færa út kvíarnar í Austur-Evr- ópu. Þar verða til litlir vinnu- staðir þar sem nauðsynlegt er að allir starfsmenn geti gengið í öll störf. Þar, eins og hér, er jafnan einn yfirmaður sem er ábyrgur og hefur langa starfsreynslu hjá SAS. ar mundir sem er skíðaiðk- un. „Eg reyni að komast á hveiju ári í skíðaferð til Lech í Austurríki. Islensk náttúra heillar mig alltaf jafn mikið og návistin við hana gefur mér mikinn kraft. Að vera úti í íslenskri sumarbirtu á Jjöll- um og fást við veiðar er himnaríki í mínum huga.“ Bryndís er ekki ijöl- skyldumanneskja í þeim skilningi að hún býr ein en á tvö uppkomin börn, son og dóttur, sem bæði eru í sam- búð og eiga hvort sitt barn. „Eg á mér afskaplega kær- ar stundir með börnunum mínum. Þegar frístundir gef- ast finnst mér óskaplega notalegt að fá barnabörnin tvö í heimsókn. Þau gista hjá ömmu og svo býður amma þeim niður á Hótel Borg dag- inn eftir." 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.