Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1997, Síða 90

Frjáls verslun - 01.04.1997, Síða 90
Bryndís Torfadóttir, yfirmaður SAS á Islandi á tvö barnabörn, og finnst gaman að bjóða þeim í kaffi á Hótel Borg. FV mynd: Kristín Bogadóttir. Bryndís ferðast mjög mik- ið vegna starfsins. Hennar næsti yfirmaður er í London og skrifstofa SAS á Islandi til- heyrir svæði sem nær einnig yfir Bretland og Irland. LÆRÐIAF STARFINU Þótt Bryndís hafi langan og fjölbreyttan starfsferil að baki í ferðabransanum hefur hún ekki sérmenntun á því sviði. „Það tíðkaðist ekki þá. Menn lærðu fagið í starfinu. Eg var bara með próf úr Kvennaskólanum og það var gott veganesti til að fá skrif- stofuvinnu.“ Bryndís er alin upp norð- ur á Húsavík og þangað sæk- ir hún enn á vit skyldmenna, vina og ættingja þá sjaldan að frístundir gefast. Hún á sér eitt stórt áhugamál um þess- BRYNDÍS TORFADÓTTIR, SAS Á ÍSLANDI □ að hafa orðið miklar breytingar á starf- seminni í gegnum árin þegar hún hefur smátt og smátt verið aðlöguð að- stæðum hveiju sinni. Nú hef- ur SAS verið með flug til ís- lands í um 10 ár samfleytt en gegnum árin hefur stundum verið flogið hingað og stund- um ekki,“ sagði Bryndís Torfadóttir framkvæmda- stjóri SAS á íslandi, í samtali við Frjálsa verslun. Bryndís hóf störf hjá SAS hjá Islandi fyrst 1970 og hef- ur starfað á ýmsum sviðum fyrirtækisins, bæði hér heima og í Danmörku, en hefur verið yfirmaður SAS á íslandi síðan í júlí 1995. Það fyrirkomulag, sem ríkir á skrifstofu SAS, er dálítið sér- stakt því fyrir skömmu var skipuritið endurskipulagt og nú starfar þar svokallað TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON „multifunctional team“ sem þýða mætti á íslensku sem alhliða lið. Þetta var gert í kjölfar þess að mannabreyt- ingar og fækkun starfsfólks áttu sér stað. Bryndís er í rauninni eini yfirmaðurinn, allir aðrir geta gengið í hvaða starf sem er á vinnu- staðnum. „Það er samt aðeins hægt að dreifa vinnunni en ábyrgð- in er jafii mikil og áður. Þetta gerir þær kröfur til yfir- manns að hann þekki starfs- svið allra starfsmanna til hlít- ar.“ AÐEINS KONUR Annað, sem er sérstakt, er að hjá SAS vinna aðeins kon- ur. Bryndís segir að það sé fremur tilviljun en meðvituð stefna en staðhæfir að þar sem konur vinni saman sé auðveldara að reka stjórnun- arkerfi eins og það sem not- að er hjá SAS. „Við erum að vissu leyti módel fyrir aðrar skrifstofur að þessu leyti og þetta fýrir- komulag hentar augljóslega best á frekar litlum vinnu- stöðum. Mér finnst konur eiga betra með að vinna sam- an og almennt vera sam- viskusamari en karlar. Hægt var að hækka laun þeirra sem starfa hér því yfirmönn- um fækkaði. Það fannst mér afar jákvæð þróun.“ SAS hefur notað þetta fyr- irkomulag talsvert eftir því sem félagið hefur verið að færa út kvíarnar í Austur-Evr- ópu. Þar verða til litlir vinnu- staðir þar sem nauðsynlegt er að allir starfsmenn geti gengið í öll störf. Þar, eins og hér, er jafnan einn yfirmaður sem er ábyrgur og hefur langa starfsreynslu hjá SAS. ar mundir sem er skíðaiðk- un. „Eg reyni að komast á hveiju ári í skíðaferð til Lech í Austurríki. Islensk náttúra heillar mig alltaf jafn mikið og návistin við hana gefur mér mikinn kraft. Að vera úti í íslenskri sumarbirtu á Jjöll- um og fást við veiðar er himnaríki í mínum huga.“ Bryndís er ekki ijöl- skyldumanneskja í þeim skilningi að hún býr ein en á tvö uppkomin börn, son og dóttur, sem bæði eru í sam- búð og eiga hvort sitt barn. „Eg á mér afskaplega kær- ar stundir með börnunum mínum. Þegar frístundir gef- ast finnst mér óskaplega notalegt að fá barnabörnin tvö í heimsókn. Þau gista hjá ömmu og svo býður amma þeim niður á Hótel Borg dag- inn eftir." 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.