Morgunblaðið - 10.02.2001, Síða 9

Morgunblaðið - 10.02.2001, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 9 HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Barnaverndarráðs Íslands sem svipti foreldra forræði dóttur sinnar þar sem talið var að henni væri ekki óhætt á heimili þeirra. Faðir telpunnar var dæmdur fyrir kynferðislega misnotkun á henni ár- ið 1997 og tveimur árum síðar kom enn upp grunur um misnotkun hans, en þá var hann sýknaður. Í málinu kom fram að móðirin hefur ekki burði til að vernda dótturina og veita henni næga stoð innan heimilisins. Árið 1997 var faðir telpunnar sak- felldur fyrir kynferðislega misnotk- un á henni þegar hún var 6 ára göm- ul. Hæstiréttur dæmdi hann í 12 mánaða fangelsi, en refsingin var skilorðsbundin til 5 ára, með því skilorði að félagsmála- og skólayfir- völd gætu fylgst með heimilinu. Á árinu 1999 kom enn upp grunur um misnotkun mannsins á dóttur sinni, sem þá var á tíunda ári. Félagsmálaráð kærði hann til lög- reglu og ákæra var gefin út á hend- ur honum en hann sýknaður fyrir dómi. Telpan, sem hafði verið vistuð utan heimilisins frá því að grunur um misnotkun reis, var kyrrsett þar á grundvelli barnaverndarlaga með- an athugun á högum hennar færi fram. Með úrskurði barnaverndar- nefndar 25. janúar 2000 voru for- eldrarnir sviptir forsjá þar sem ekki var talið að telpunni væri óhætt á heimili þeirra. Foreldrarnir höfðuðu mál til ógildingar úrskurði barnaverndar- yfirvalda. Héraðsdómur féllst á kröfur þeirra, þar sem ekki þótti hafa verið sýnt fram á að fullreynt væri, með undangenginni meðferð- aráætlun um stuðning og eftirlit með heimilinu, að ekki mætti í sam- vinnu við þau ná fram nægilegum úrræðum til verndar hagsmunum telpunnar án þess að svipta þau forsjá hennar. Hæstiréttur taldi hins vegar lagaskilyrðum forsjár- sviptingarinnar hafa verið fullnægt og taldi jafnframt aðstæður telpunn- ar í heild bera með sér mikla áhættu fyrir sálarheill og þroska hennar væri hún tekin aftur á heimilið. Var úrskurður barnaverndarráðs látinn halda gildi sínu. Hæstiréttur staðfestir forræðissviptingu Talið að telpunni sé ekki óhætt á heimilinu HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Stykkishólmsbæ til að greiða verk- taka bætur vegna kostnaðar sem hann lagði í við þátttöku á útboði vegna lagningar hitaveitu í bænum. Verktakinn átti lægsta tilboð, en bæjaryfirvöld ákváðu að ganga til samninga við heimamenn. Auglýsing um útboð Stykkishólms vegna lagningar hitaveitu birtist í Morgunblaðinu og var um almennt útboð að ræða. Níu tilboð bárust í verkið og átti verktaki á Akureyri lægsta tilboðið. Ráðgjafi Stykkishólmsbæjar lagði til að því tilboði yrði tekið, en á fundi bæjarráðs var samþykkt að ganga til samninga við aðila sem átti tæplega 267% hærra tilboð. Um var að ræða fyrirtæki með aðsetur í Stykkis- hólmi. Sú skýring var gefin á ákvörð- uninni að mikilvægt væri að vinna við stórvirki á borð við hitaveitu væri unnin af heimamönnum. Verktakinn á Akureyri taldi ómál- efnaleg rök hafa ráðið ákvörðun bæj- arins og krafðist skaðabóta. Hæsti- réttur féllst á að framganga bæjarins við útboðið og val á verk- taka hefði verið í andstöðu við þau meginsjónarmið um samskiptaregl- ur og jafnræði milli bjóðenda, sem lög um framkvæmd útboða hvíla á. Verktakanum voru dæmdar bætur fyrir þann kostnað sem hann lagði sannanlega í vegna þátttöku í útboð- inu, alls um 300 þúsund kr. ásamt dráttarvöxtum frá desember 1998, auk 200 þúsund króna málskostnað- ar fyrir Hæstarétti. Bætur vegna vals á verktaka HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Austurlands um að hafna kröfu um gæsluvarð- hald yfir manni sem játað hefur á sig skemmdarverk að bænum Hval- nesi í Lóni og að hafa orðið valdur að bruna húss þar hinn 12. janúar sl. Sýslumaðurinn á Höfn í Horna- firði fór fram á gæsluvarðhald yfir manninum, sem er á þrítugsaldri, eftir að hann hafði ásamt tveimur öðrum brotist inn í geymslu að Hvalnesi og síðan stolið tveimur gömlum jeppum úr útihúsi. Eftir að hafa ekið bifreiðunum um tún og vegaslóða valt önnur þeirra. Mað- urinn reyndi þá ásamt öðrum að leggja eld að jeppanum. Við þessa tilraun brenndust báðir mennirnir nokkuð. Maðurinn hefur einnig ját- að að hafa í félagi við þrjá aðra vald- ið stórfelldum eignaspjöllum á íbúð- arhúsinu að Hvalnesi í desember 1999. Hann þverneitaði lengst af að- ild að því máli en játaði loks þegar hann var handtekinn grunaður um íkveikju að Hvalnesi. Tjón vegna þessara skemmdar- verka er metið á rúmlega 20 millj- ónir króna. Sýslumaðurinn krafðist gæslu- varðhalds á þeirri forsendu að það væri nauðsynlegt til að verja hags- muni eigenda Hvalness enda hefði maðurinn ítrekað sótt í að valda þar skemmdarverkum. Hagsmunir ekki varðir til frambúðar Héraðsdómur Austurlands hafn- aði kröfunni á þeirri forsendu að gæsluvarðhald í einn mánuð kæmi ekki að haldi til að verja þessa hags- muni til frambúðar. Hafa bæri í huga að hann hefði ekki alltaf verið einn á ferð og óvíst að hann væri forsprakki skemmdarverkanna. Maðurinn sem hefur játað skemmdarverk í Hvalnesi Höfnun á gæsluvarðhalds- kröfu staðfest í Hæstarétti Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00. Síðasta útsöluhelgi Verðhrun                   !"  $ "!"        Opið lau.–sun. kl. 15–18, þri.–fim. kl. 20.30–22.30 eða eftir nánara samkomulagi. Ólafur. Visa- og Euro- raðgreiðslur Eitthvert besta úrval landsins af vönduðum gömlum dönskum húsgögnum og antikhúsgögnum Gili, Kjalarnesi s. 566 8963/892 3041Antikhúsgögn Smáskór sérverslun með barnaskó í bláu húsi við Fákafen - Sími 568 3919, opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15 Enn meiri verðlækkun 30 - 70% afsláttur Síðasta vika útsölunnar undirfataverslun,1. hæð Kringlunni, sími 553 7355 BODY SLIMMERS NANCY GANS Undirkjóll m/fylltum skálum Undirkjóll án spanga NÝTTNÝTT Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin) sími 588 4545 Sigurstjarna Dúndur útsala á ekta pelsum! Allt að 75% afsláttur á meðan birgðir endast Handunnin húsgögn allt að 50% afsláttur. Mikið úrval af árshátíðardressum, samkvæmisveskjum, gjafavöru, öðruvísi ljósum o.fl. Opið virka daga frá kl. 11-18 og laugard. frá kl. 11-16.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.