Morgunblaðið - 10.02.2001, Síða 31

Morgunblaðið - 10.02.2001, Síða 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 31 KJALLARAR VATÍKANSINS mun vera annað skáldverk franska nóbelshöfundarins André Gide sem þýtt er á íslensku en 1995 kom út þýðing Sigurlaugar Bjarnadóttur á skáldsögu hans Pastoralsymfóní- unni. Gide (1869-1951) er kynntur sem „svartur sauður“ frönsku borg- arastéttarinnar í ágætum eftirmála Gérard Lemarquis að þýðingu Þor- varðar Helgasonar á Kjöllurum Vat- íkansins. Hann var „virkur hommi“ […] virkur í pólitík, hallur undir kommúnisma […] og brennandi and- stæðingur nýlendustefnunnar, segir í eftirmálanum, og aflaði þetta hon- um jafnt fylgismanna sem haturs- manna í Frakklandi meðan hann lifði. Kjallarar Vatíkansins hefur und- irtitilinn „dárasaga“ og í sögunni fer Gide á miklum kostum í hárbeittri ádeilu sinni á þjóna kaþólsku kirkj- unnar jafnt sem skynsemishyggju- menn innan frímúrarareglunnar sem yfirleitt standa utan kirkju, eins og þeir gerðu á tíma sögunnar sem gerist á síðasta áratug 19. aldarinn- ar. Sagan segir frá útsmognum bragðarefum og blekkingameistur- um sem telja auðtrúa fórnarlömbum sínum úr röðum góðborgaranna trú um að í gangi sé viðamikið samsæri frímúrara sem rænt hafi páfanum og sett lepp sinn í stól hans. Í miðju frásagnarinnar eru svil- arnir Aþímus Armand-Dubois, frí- múrari og vísindamaður sem stund- ar pyntingar á smádýrum í þágu vísindanna og er hálflamaður vegna gigtarsjúkdóms, og Júlíus de Bar- aglioul, rithöfundur sem þráir að vera tekinn inn í Akademíuna. Við sögu koma einnig ýmsir meðlimir fjölskyldna þeirra; eiginkonur; dæt- ur; systir Júlíusar, Valentína de Saint-Prix (sem lætur blekkjast til að gefa mikið fé í herförina gegn ræningjum páfans); hálfbróðir þeirra, Lafcadíó og ýmsir kunningj- ar hans úr lægri stéttum þjóðfélags- ins: skækjan Caróla og hrappurinn Prótos. Gide tekst á meistaralegan hátt að draga upp mynd af ólíkum persónuleikum með stuttum en hnit- miðuðum lýsingum sem oft á tíðum leiftra af háði. Margréti, eiginkonu Júlíusar, er t.a.m. lýst á eftirfarandi hátt: „Sál Margrétar er sniðin úr því dásamlega efni sem guð gerir úr píslarvotta sína. Hún veit það og væntir þess að þjást. Því miður hef- ur líf hennar til þessa ekki verið henni þungbært. Þar sem hún hefur gnægtir alls hefur hæfni hennar til að bera byrðar orðið að leita útrásar í smááreitni. Hún leitar eftir árekstrum, sem valda smáóþægind- um af minnsta tilefni.“ (24) Einna kostulegust þó lýsingin á vinunum Amadeusi Fleurissoire og Gaston Blafaphas sem tengst hafa vináttuböndum í barnæsku og virð- ist vináttan helst byggð á því að báð- um var stöðugt strítt og „fyrir hvorn um sig var vináttan einasta skjólið, vinin í tillitslausri eyðimörk lífsins.“ (89). Vinirnir tveir verða ástfangnir af sömu stúlkunni, Arníku, sem eftir miklar vangaveltur um hvort eftir- nafna þeirra fari betur við nafn sitt velur að giftast Amadeusi. Til þess að sanna fyrir vini sínum að ástin taki vináttu þeirra ekki fram „og til þess að þurfa ekki að horfa upp á Gaston þjást af afbrýði, lofaði hann honum í nafni gæfu sinnar að neyta aldrei hjúskaparréttar síns.“ (91). Amadeus verður síðan fyrir ein- feldni sína óvænt fórnarlamb þeirrar fléttu sem drífur frásögnina áfram. Í áðurnefndum eftirmála Gérard Lemarquis segir að André Gide sé viðurkenndur „sem brautryðjandi ritverks í sköpun, þar sem fleiri sögumenn syngja mismunandi radd- ir og lesandinn sjálfur verður annað hvort virkur eða lætur draga sig inn í spéspeglasal.“ (207). Kjallarar Vatíkansins er dæmi um slíka margradda skáldsögu, flétta verksins er fjölbreytileg og henni vindur áfram í fimm köflum þar sem sífellt bætast við ný sjónarhorn ólíkra persóna á þann söguþráð sem unnið er með. Frásögnin fer hægt af stað en þegar á líður færist spenna í textann eftir því sem atburðarásin tekur sífellt óvæntari og ærsla- fengnari stefnu. Söguhöfundurinn gefur sig fram á nokkrum stöðum í textanum og kemur með athuga- semdir á borð við þessa: „En leynd- ardómurinn sem ábótinn bjó sig undir að trúa greifafrúnni fyrir sýn- ist mér enn þann dag í dag vera of kvíðvænlegur, of fráleitur til þess að ég geti sagt frá því hér án meiri und- irbúnings.“ (77). Slíkar athugsemdir eru líka gott dæmi um þann sýnileika sköpunar sem Lemarquis getur um og vitnað var í hér að ofan. Þýðing Þorvarðar Helgasonar á texta Gide er á vönduðu máli og virð- ist mér hún vel unnin í alla staði. Gaman væri ef Þorvarður héldi verkinu áfram og þýddi fyrir ís- lenska lesendur eitt athyglisverð- asta skáldverk Gide, Peningafalsar- ana, þar sem kveður við enn nýstárlegri tón en áður í frásagn- arhætti og margröddun. BÓKMENNTIR S k á l d s a g a Höfundur: André Gide. Íslensk þýð- ing: Þorvarður Helgason. Ormstunga 2000, 208 bls. KJALLARAR VATÍKANSINS Samsæri í páfagarði Soff ía Auður Birgisdótt ir „Sainte Françoise Romaine“ var málað árið 1657 og var í áratugi talið hafa farið forgörðum uns það fannst á flóamarkaði í Frakklandi árið 1997. Verkið hefur nú verið hreinsað og gert upp og því fund- inn staður í sölum safnsins. MARC Fumaroli, safnvörður við Louvre safnið í París lýsir hér með miklum tilþrifum sögu verksins á myndinni. Verkið, heitir „Sainte Françoise Romaine“ og er eftir 17. aldar listamanninn Nicolas Pouss- in. Poussin finnst AP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.