Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. LEIKÁRIÐ sem nú stendur yfir er skemmtilegt fyrir margra hluta sak- ir. Það er fjölbreytt, skemmtilegt og úr nógu að velja. Það sem er þó skemmtilegast er hversu mikið er af nýjum íslenskum leikritum og fátt er ánægjulegra en að sjá ungt hæfi- leikafólk mæta til leiks. Nýjasta íslenska sýningin á fjöl- unum er Já hamingjan, eftir Krist- ján Þórð Hrafnsson, gamanleikur sem kemur virkilega á óvart. Sér- staða hans felst í þeirri djúpu alvöru sem býr á bak við slípaðan og kóm- ískan texta. Texta sem veitir leikur- unum tveimur, sem fara með hlut- verk eldri og yngri bróður, glettilega gott tækifæri til þess að skapa eft- irminnilegar persónur. Í leikritinu segir frá tveimur bræðrum sem standa frammi fyrir því að hagsmunir þeirra skarast og upphefst samtal sem er æði dæmi- gert fyrir samskipti í fjölskyldum. Það einkennist af tilraunum til beinnar og óbeinnar stjórnunar, valdatogstreitu sem oftar en ekki er byggð á veikum rökum, útúrsnún- ingum og óheiðarlegum viðbrögðum. Verkið er skrifað af merkilega miklu innsæi og skilningi á nánum mann- legum samskiptum með öllum þeim gildrum sem í þeim felast. Það er bráðskemmtilegt, vel leikið og skilur mikið eftir sig. Þetta er verk sem unnendur góðs leikhúss ættu ekki að láta framhjá sér fara. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR, blaðamaður. Já hamingjan Frá Súsönnu Svavarsdóttur: ÞAÐ sem vekur mesta athygli varð- andi dóm Hæstaréttar í öryrkjamál- inu eru viðbrögð ríkisstjórnarinnar. Í stað þess að boða forráðamenn Ör- yrkjabandalagsins strax á sinn fund og biðjast velvirðingar á að á þeim hafi verið gerð stjórnarskrár- og mannréttindabrot sl. sjö ár og óska eftir samvinnu um útfærslu á leiðrétt- ingum kjarasamninga þeirra reiðir ríkisstjórnin strax til höggs undir for- ustu forsætisráðherra og fær m.a. lögmenn úr kunningjahópi hans til að gera drög að frumvarpi og túlka nið- urstöður dóms Hæstaréttar í öryrkja- málinu. Ætli þjóðin hafi nokkurn tíma áður orðið vitni að öðru eins klúðri ríkisstjórnar sem einkenndist af hroka og yfirgangi á öryrkjum og áfram er haldið á sömu braut með frumvarpi, sem virðist áfram brjóta mannréttindi þessa fólks. Hér verður ekki tekin til umfjöllunar hin lög- fræðilega hlið þessa máls, heldur hinn siðferðilegi grundvöllur sem lýtur að sjálfræði og sjálfsvirðingu öryrkja. Ein af mikilvægustu stoðum sjálfræð- isins er virðing einstaklingsins og við- urkenning á sjálfstæði og að skoðanir hans og þarfir séu metnar til jafns við aðra þjóðfélagsþegna. Réttindum Ör- yrkjabandalagsins hefur verið ítrekað hafnað í gegnum árin vegna geðþótta- ákvarðana stjórnvalda. Frelsi öryrkja er stórlega skert til athafna og ákvarðana vegna efnahagslegs ósjálf- stæðis. Viljaskortur og lítilsvirðing Viljaskortur ríkisstjórnarinnar að leysa þessi mál í sátt og samlyndi við Öryrkjabandalagið hefur gengið fram af þjóðinni. Sama gildir um kjör ellilíf- eyrisþega og fleiri minnihlutahópa í þjóðfélaginu. Það er skoðun mín að ríkisstjórnin hafi sjálf lagt á sig þyngstu álögurnar og byrðir og þeir munu uppskera eins og til var sáð. Aðdáun og hrifning ríkisstjórnarinn- ar á auðhyggju og óheftri markaðs- hyggju sem leitt hefur yfir þjóðina einokun og fákeppni er háskabál sem vegur að almenningshagsmunum og lífskjörum. Skynsemi, dugnaður og þrautseigja Öryrkjabandalagsins á eftir að skila þeim vel áleiðis í kjara- og réttindamálum sínum og verða jafnframt öðrum sem standa höllum fæti mikill ávinningur. Þeir hafa barið lengi og fast á dyr ríkisstjórnarinnar og unnið sinn stærsta sigur, en leiðin er löng að settu marki þegar dóm- greind viðsemjandans skortir allt réttlæti. Flokkshlýðni og fylgispekt þingmanna ríkisstjórnarinnar í þessu máli undirstrikar enn og aftur að þeir greiða ekki atkvæði samkvæmt sann- færingu sinni heldur valdboði og leið- sögn forustunnar. Er það lýðræði þegar þingmenn eru dregnir í dilka eftir pólitískum eyrnamörkum gegn betri vitund? Hinar hörðu umræður um öryrkjamálin hafa náð augum og eyrum landsmanna og þeir tekið af- stöðu. Þjóðin hefur risið upp gegn of- ríki ríkisstjórnarinnar og lögbrotum gegn Öryrkjabandalaginu og vonandi nær þessi þjóðfélagsvakning til hinna fjölmennu hópa, sem búa við afar bág lífskjör, margir hverjir langt undir fá- tæktarmörkum. Það er augljóst að ríkisstjórnin óttast málefnalega af- stöðu þjóðarinnar og beitir öllum til- tækum fjölmiðlum máli sínu til fram- dráttar. Það blása kaldir vindar um ríkisstjórnina, skoðanakannanir sýna mikið fylgistap og mikill ótti er kom- inn í raðir Framsóknarflokksins. Undirgefni flokksins í samstarfi við íhaldið á eftir að verða honum mikil þrautaganga, flokksfylgið fellur til hægri og vinstri og miðjan stendur strípuð eftir. Hin taumlausa fylgi- spekt við íhaldið hefur reynst þeim dýrkeypt. KRISTJÁN PÉTURSSON, fv. deildarstjóri. Siðferði og sjálfsvirðing Frá Kristjáni Péturssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.