Morgunblaðið - 10.02.2001, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 73
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert réttsýnn og ráðagóð-
ur og þess vegna sækja svo
margir í þig, að þú þarft
að læra að verja þig.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Nú er rétt að taka aftur til
við verk, sem þú slóst á frest
fyrir nokkru. Með réttu
verklagi kemstu hjá mistök-
um og klárar þig af þessu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Gættu þess að gefa ekki
neitt það í skyn sem þú getur
ekki eða vilt ekki standa við.
Blekkingar geta dregið ljót-
an og leiðan dilk á eftir sér.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Takist þér ekki að koma mál-
stað þínum til skila undan-
bragðalaust áttu á hættu að
allt fari út um þúfur. Temdu
þér því skýran málflutning.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Því fylgir alltaf nokkur
spenna, þegar takast þarf á
við nýja og óvænta hluti. En
þú hefur ekkert að óttast því
menntun þín bjargar þér.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Í fjármálum er nauðsynlegt
að reyna að sjá sem lengst
fram í tímann; reyna að gera
sér grein fyrir því hvernig
landið liggur í meginatrið-
um.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þeir sem hafa skilning til
kunna vel að meta framlag
þitt. Ef þú vilt sannfæra hina
líka þarftu að grípa til sér-
stakra ráðstafana.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Vertu óhræddur við að
standa upp og krefjast rétt-
ar þíns. Ef þú sýnir sann-
girni munu aðrir verða fljót-
ir til að fallast á málflutning
þinn.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Stundum verður þú að sætta
þig við að aðrir stjórni ferð-
inni. Vertu þá samstarfsfús
ef þú á annað borð getur
hugsað þér þetta verklag.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Það er alltaf best að horfast í
augu við raunveruleikann og
haga orðum og gerðum í
samræmi við hann. Annað
kallar bara á tóm vandræði.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Fyrst aðrir eiga auðvelt með
að fella sig við forystu þína,
skaltu veita þeim þá leiðsögn
sem þú veist sannasta og
besta. Virðing þín mun
aukast.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þeir sem hvörfluðu frá þér,
koma nú aftur, þegar þú hef-
ur staðið við þitt og stendur
með pálmann í höndunum.
Taktu þeim af auðmýkt og
lítillæti.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Reiknaðu ekki með að aðrir
leggi allt upp í hendurnar á
þér. Þú verður að hafa fyrir
hlutunum sjálfur og munt
svo uppskera eins og þú sáir.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
KANTAR er ekki alls varn-
að! Hér er dæmi úr bók hans
Advanced Bridge Defense
þar sem hann stenst ekki
mátið að leiða fram mikil-
væga varnarreglu. Hún er
þessi: Þegar kóng er spilað
út gegn samningum á
fimmta þrepi eða ofar er
makker beðinn um að sýna
lengd í litnum – ekki kalla
eða vísa frá. Þú ert í vestur:
Austur gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ DG863
♥ 10843
♦ KD5
♣ 7
Vestur
♠ ÁK975
♥ KG7
♦ 42
♣ G63
Vestur Norður Austur Suður
-- -- 3 lauf 3 tíglar
4 lauf 4 tíglar Pass 5 tíglar
Pass Pass Pass
Þú vilt vita lengd makkers
í spaða og kemur því út með
kónginn. Makker lætur
tvistinn (sem er stök tala
samkvæmt hinni gamaldags
hefð) og suður fylgir með
fimmu. Hvað nú?
Bersýnilega má taka ann-
an slag á spaða og ef makker
á laufásinn fer spilið beint
niður. En ef ekki er hjarta-
kóngurinn mikill vonarpen-
ingur. En það verður að bíða
eftir þeim slag og Kantar
kemur vel orðum að vanda
vesturs þegar hann segir:
„Kill the spades before they
kill you!“
Norður
♠ DG863
♥ 10843
♦ KD5
♣ 7
Vestur Austur
♠ ÁK975 ♠ 2
♥ KG7 ♥ 9652
♦ 42 ♦ 9
♣ G63 ♣
KD109542
Suður
♠ 104
♥ ÁD
♦ ÁG108763
♣Á8
Dreptu spaðalitinn áður
en hann drepur þig, og það
er gert með því að spila
smáum spaða í slag númer
tvö og láta makker trompa.
Að öðrum kosti geturðu
kvatt hjartakónginn – „hann
gæti fengið slag í öðru spili
en ekki þessu!“
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
SAMHLIÐA Corus ofur-
stórmeistaramótinu í Wijk
aan Zee fór fram svokallað
B-mót sem var í 10. styrk-
leikaflokki. Fyrirkomulag
skákhátíðarinnar í Wijk
aan Zee er þannig að sá
sem vinnur B-flokkinn fær
að ári að taka þátt í ofur-
stórmeistaramótinu. Stað-
an kom upp í móti þessu á
milli hollenska stórmeist-
arans Friso Nijboer (2578)
og Nico Vink (2335). Stór-
meistarinn hafði hvítt og
valdi fallega leið til
sigurs. 36. Dxf6!
36. Bxf6 hefði einn-
ig leitt til vinnings
en textaleikurinn
er áferðafallegri.
36...Ha7 Svartur
yrði mát eftir 36...
gxf6 37. Bxf6#. 37.
De6 Dxe6 38. Bxe6
og svartur gafst
upp. Lokastaða
mótsins varð þessi:
1. Mikhail Gure-
vich (2694) 8 vinn-
inga af 11 mögulegum. 2.
Teimour Radjabov (2483) 7
½ v. 3.-4. Thomas Luther
(2544) og Friso Nijboer
(2578) 7 v. 5. P Harikr-
ishna (2514) 6 ½ v. 6. Karel
Van der Weide (2463) 6 v.
7.-8. Boris F. Gulko (2622)
og Dennis De Vreugt
(2452) 5 ½ v. 9. Manuel
Bosboom (2439) 5 v. 10.
Yge Visser (2442) 4 v. 11.
Nico Vink (2335) 2 ½ v. 12.
Erik Hoeksema (2382) 1 ½
v. Úrslitum atskákmóts Ís-
lands verður framhaldið í
dag og fer keppnin fram í
húsakynnum Taflfélags
Reykjavíkur. Áhorfendur
eru velkomnir.
SKÁK
Umsjón Helgi
Áss Grétarsson
Hvítur á leik.
Árnað heilla
LJÓÐABROT
ANDLÁTSORÐ
Heyr, himna smiðr!
hvers skáldit biðr;
komi mjúk til mín
miskunnin þín;
því heit ek á þik,
þú hefr skaptan mik;
ek em þrællinn þinn,
þú ert dróttinn minn.
Guð! heit ek á þik,
at þú græðir mik;
minnsktu, mildingr! mín,
mest þurfum þín;
ryð þú, röðla gramr
ríklundr ok framr!
hölðs hverri sorg
ór hjarta borg.
Gæt, mildingr! mín,
mjök þurfum þín,
helzt hverja stund
á hölða grund,
sendu, meyjar mögr!
málsefnin fögr
(öll er hjálp af þér)
í hjarta mér.
Kolbeinn Tumason.
BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 16. september sl. í Stórólfs-
hvolskirkju á Hvolsvelli, af sr. Sigurði Jónssyni í Odda, Guð-
rún B. Ægisdóttir og Kjartan Jóhannsson. Heimili þeirra er
í Lambastekk 11, Reykjavík.
Hlutavelta
Þessir duglegu krakkar héldu tombólu til styrktar Rauða
krossi Íslands og söfnuðu 1.835 kr. Þau heita Kristbjörg
Þöll Sívertsen, Þorkell Ingi Eiríksson, Hjörleifur Sívertsen,
Stefanía Karen Eiríksdóttir og Vilborg Pála Eiríksdóttir.
Morgunblaðið/Kristinn
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara
virka daga og þriggja
daga fyrirvara fyrir
sunnudagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt
í síma 569-1100, sent í
bréfsíma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is. Einnig er hægt
að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103 Rvk
Og þetta er bara
komið með 45.000
flugtíma.
FRÉTTIR
KIWANISKLÚBBURINN Setberg í Garðabæ stóð nýlega fyrir þorrablóti
aldraðra Garðbæinga. Góð þátttaka var í þorrablótinu og voru gestir rúm-
lega 150.
Bragi Hlíðberg spilaði á harmonikku undir fjöldasöng og dansi og tóku
gestir virkan þátt í dansinum, en margur maðurinn var eins og hann væri
að dansa á réttarballi, þvílíkt var fjörið. Ingrid Hlíðberg las skemmtisögur
og flutti brandara við mikinn fögnuð viðstaddra. Kiwanismenn ásamt
Sinawikkonum mættu vel við undirbúning og þátttöku blótsins. Aldraðir
Garðbæingar voru ánægðir og þökkuðu vel fyrir sig.
Þorrablót eldri
borgara í Garðabæ
Þór Ingólfsson stjórnar hátíðinni við undirleik Braga Hlíðberg.
Útsala!
10—50% afsláttur
Úlpur
Kápur
Jakkar
Pelskápur
líta út sem ekta
Opið laugardaga
frá kl. 10—16
Mörkinni 6,
sími 588 5518
NÁMSKEIÐ Í BAK- OG ANDLITSNUDDI
helgina 17-18 febrúar frá kl. 14-18 báða dagana
Slökunarnudd með ilmolíum (andlit, háls, herðar, handleggir,
hendur og bak), þrýstipunkta- og svæðanudd.
Verð kr. 14.000 og 400 kr. afsláttur fyrir pör.
Sérmenntaður kennari með 15 ára reynslu.
Upplýsingar og innritun í símum 552 1850
og 896 9653 frá kl. 10.30 til 11.30 virka daga
og í síma 562 4745 milli kl. 18 og 19 virka daga.
HAFÐU HRAÐAN Á!
VERSLUNINNI SÓLHOFINU LOKAÐ
Einstakt handverk og gjafavörur með afslætti
Opið alla helgina
Sólhofið, Laugavegi 28, s. 552 1800
Skammdegisþunglyndi
Orsök - afleiðing - úrræði
Fyrirlestrar - umræður og fyrirspurnir frá
málþingi NLFÍ 30. jan. sl. um skammdeg-
isþunglyndi má finna á heimasíðu okkar:
www.heilsuvernd.is
Berum
ábyrgð á
eigin heilsu