Morgunblaðið - 03.03.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.03.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isGríðarleg spenna í úrvalsdeildinni / B2 Þórður Guðjónsson í hópnum hjá Derby / B1 4 SÍÐUR20 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM ÞEGAR eldurinn kom upp fyrir of- an Hard Rock í Kringlunni á fimmtudag varð vegfarandi fyrstur til að gera Slökkviliðinu viðvart um kl. 17.01. Þá hafði logað inni í loft- ræstistokk veitingahússins um stund án þess að eldurinn kæmi fram á brunaboðum Kringlunnar. Að sögn Hrólfs Jónssonar, slökkvi- liðsstjóra í Reykjavík, mun ástæða þess hafa verið sú að viðvörunar- kerfi hússins fóru ekki í gang fyrr en stokkurinn fór að gefa sig. Var þá strax tilkynnt innan úr Kringlu um eldinn. Hrólfur segir bruna sem þessa oft erfiða viðfangs, þ.e. þegar eldur sé ofan við öll viðvör- unarkerfi húsa. Þess vegna verði bruna gjarnan fyrst vart utan frá án þess að nokkurn inni gruni hvað sé á seyði. Einar I. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, segir að eigið eldvarnareftirlit Kringl- unnar hefði ekki miklu breytt í brunanum sem olli milljónatuga tjóni í Kringlunni í fyrradag. Eld- varnareftirlitið krafðist fyrir ári síðan að Kringlan kæmi upp eigin eldvarnareftirliti, samkvæmt reglu- gerð frá 1994, og hefur verið unnið að undirbúningi þess í Kringlunni í vetur. „Það kviknar í útblásturskerfinu frá Hard Rock og logar í fitu innan í stokknum og ég sé ekki að það hefði verið eðlismunur á eigin eld- varnarkerfi og kerfi Eldvarnareft- irlitsins,“ segir Einar I. Halldórs- son. Viðbragðsáætlanir endurskoðaðar Fram hefur komið að erfiðlega hafi gengið að fá Kringlugesti til að yfirgefa brennandi bygginguna en aðspurður segir Einar I. Halldórs- son að ekki hefði endilega gengið betur að rýma húsið þótt bruna- æfing hefði farið fram með gestum, þar sem reynsla hefði hugsanlega getað fengist á þetta atriði. „Ástandið var ekki þannig að það væri ástæða til að rýma allt húsið. Það var engin hætta í stærstum hluta hússins.“ Aðspurður hvort samskiptum við gesti verði öðruvísi háttað í því skyni að auðvelda rým- ingu ef kviknar í aftur, segir Einar að vitaskuld verði farið yfir við- bragðsáætlanir í samvinnu við Slökkviliðið og dregnir lærdómar af því. Kringlan hefur hafið undirbún- ing að eigin eldvarnareftirliti og segir Einar að það muni einkum fela í sér formbreytingu á því eft- irliti sem nú er. Þá verði sameinuð á einni hendi annars vegar verk sem Kringlan hefur séð um varð- andi fyrirbyggjandi ráðstafanir og prófanir á kerfum og hins vegar opinbert eftirlit Eldvarnareftirlits- ins. Veitingastaðurinn Hard Rock verður lokaður næstu daga á með- an hreinsunarstarf fer fram eftir brunann og endurnýja þarf blásara í loftræstistokknum. Varahlutir eru ekki til í landinu enda mun bún- aðurinn vera sérstakrar tegundar og vandaður og jafnvel hafa komið í veg fyrir að enn verr færi. Bogi Jónsson, sem annaðist hreinsun á brunaleifunum í gær, fullyrðir að stokkurinn sem kviknaði í sé einn af örfáum stokkum hérlendis sem gerðir séu samkvæmt bandarískri brunareglugerð hvað varðar efnis- þykkt og hreinsimöguleika. Hann segir að verr hefði farið ef stokk- urinn væri sömu gerðar og þeir stokkar sem algengastir eru hér- lendis. „Um 95% allra stokka eru venju- legir þunnir blikkstokkar sem þurfa mjög lítið til að fara í sundur ef kviknar í þeim,“ segir hann. „Hitinn sem myndast við eld af þessu tagi er gífurlegur og er ekki von á góðu þegar stokkarnir eru klæddir af í timburhúsum. Með ár- unum safnast mikil fita innan í þeim og vanalega eru þeir ekki hreinsaðir fyrr en þeir stíflast. Í Bandaríkjunum er sett í reglugerð að hreinsa eigi slíka stokka allt að tvisvar á ári. Hér á landi þykir gott ef stokkarnir eru hreinsaðir einu sinni á líftíma veitingastaðanna. Stokkurinn í Hard Rock var hreinsaður síðast fyrir sjö árum.“ Að sögn Boga gera bandarískir staðlar ráð fyrir að þykkt óhrein- indanna megi ekki fara yfir einn millimetra. Hérlendis sé hins vegar ekki óalgengt að 5 sm lag af fitu og óhreinindum sé innan í stokkum, þegar kemur að því að hreinsa þá. „Í flestum fylkjum Bandaríkj- anna fæst veitingaleyfið ekki fram- lengt nema sýnt sé fram á að stokkarnir hafi verið hreinsaðir,“ segir hann. Fyrir um tveimur árum var sam- eiginlegur loftræstistokkur nokk- urra veitingastaða í Kringlunni hreinsaður og hafði stokkurinn þá ekki verið hreinsaður í sjö ár. 60 kg af fitu voru innan í stokknum. Eigið eldvarnareftirlit í Smáralind Að sögn Árna Árnasonar, sviðs- stjóra brunasviðs verkfræðistof- unnar Línuhönnunar hf., sem ann- ast brunahönnun Smáralindar, verða eigin eldvarnir í húsinu og hafa þær verið þróaðar í nánu sam- starfi við Brunamálastofnun og Eldvarnareftirlitið, sem hefur gert kröfu um að fullmótuð eldvarnar- áætlun liggi fyrir áður en bygg- ingin verði tekin í notkun. Ekki fá- ist leyfi til að opna húsið fyrr en slík áætlun liggi fyrir og samþykkt af Eldvarnareftirlitinu. „Eldvarnareftirlit í húsinu verð- ur á hendi Smáralindar og því mun Eldvarnareftirlitið ekki fara sjálft í ítarlegar skoðanir á húsinu. Að vissu leyti má því segja að verið sé að einkavæða eftirlitið í þessari stóru byggingu,“ segir Árni. Að sögn hans er ekki útilokað að brunaæfing með gestum Smára- lindar muni fara fram í tilrauna- skyni til að kanna hversu langan tíma það taki að rýma bygginguna í raunverulegum eldsvoða. Eldvörnum í verslunarhúsinu í Smáralind, sem er 90 þúsund fer- metrar, verður m.a. háttað þannig að húsinu verður skipt niður í brunahólf með því að hvert leigu- rými verður sjálfstætt brunahólf. Göngugötu innandyra milli versl- ana og þjónustustaða verður skipt niður í þrjár einingar þar sem svæðið verður hólfað af með sér- stökum reykskermum. Á bygging- unni verður reyklosunarbúnaður tengdur við viðvörunarkerfi. Í gegnum hátalarakerfi verður hægt að flytja fólki boð um hvernig eigi að yfirgefa bygginguna og ljós sett upp þar að lútandi. Þá verða settar leiðbeiningareglur um reglubundna hreinsun loftræstistokka. Slökkviliðsstjóri um bruna í loftræstistokk yfir Hard Rock í Kringlunni Erfitt þegar eldurinn er fyr- ir ofan viðvörunarkerfi húsa Morgunblaðið/Golli Bogi Jónsson, sem annast þrif á brunaleifunum í loftstokki veitingastaðarins Hard Rock, sagði að mikill hiti myndaðist við eld af því tagi sem blossað hefði upp í fyrradag. Flóttamað- ur bankaði upp á í mið- bænum ÚTLENDUR karlmaður bankaði á dyr húss í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt og bað öryggisvörð að að- stoða sig við að komast í samband við lögreglu. Við komuna á lögreglustöð sagð- ist maðurinn vera pólitískur flótta- maður og leitaði hælis hér á landi að sögn lögreglu. Maðurinn var yfir- heyrður í gær. Hann var skilríkja- laus en kvaðst vera íranskur. Hann mun dvelja í gistiheimili Rauða krossins þar til hann fær úrlausn sinna mála. Hjá útlendingadeild lögreglunnar í Reykjavík er verið að kanna upp- runa mannsins og hvernig hann komst til landsins. Hjá útlendingaeftirlitinu fengust þær upplýsingar að 24 útlendingar hefðu leitað hælis hér á landi á síð- asta ári. Það væri talsverð aukning miðað við fyrri ár. Skipstjóri Bald- urs sektaður fyrir vanrækslu HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hef- ur dæmt skipstjóra á Breiðafjarðar- ferjunni Baldri til að greiða 120.000 króna sekt fyrir að hafa með yfir- sjónum og vanrækslu orðið valdur að því að ferjan sigldi á Brimsker á Breiðafirði 30. ágúst sl. Við áreksturinn skemmdist skipið nokkuð neðan sjólínu og nokkrir skipverjar og farþegar urðu fyrir minniháttar meiðslum. Maðurinn játaði skýlaust brot sitt fyrir dómi. Tilkynnt um vopnaðan mann í Kringlunni LÖGREGLAN í Reykjavík var með talsverðan viðbúnað við versl- unarmiðstöðina Kringluna á fjórða tímanum í gær vegna tilkynningar sem barst um að maður með vopn innanklæða væri hugsanlega á leið inn í húsið. Lögreglan lét öryggismiðstöð Kringlunnar þegar vita og sendi einkennisklædda lögreglumenn og óeinkennisklædda á vettvang. Tilkynning barst um hinar grun- samlegu mannaferðir um klukkan 15. Lögreglumenn og öryggisverð- ir leituðu í húsinu en urðu ekki varir við grunsamlegar mannaferð- ir. Óttast var að viðkomandi gæti ógnað gestum eða starfsfólki. Um tíma voru sex lögreglubílar á verði við útganga og útkeyrslur hússins. Flestir lögreglubílanna fóru af vettvangi um klukkan 15:45 en allri hættu var aflýst á fimmta tím- anum eftir að bönkum hafði verið lokað. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.