Morgunblaðið - 03.03.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.03.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK fyrir frábærar ferðir Suður-Afríka HEIMSREISA FYRIR SÓLARLANDAVERÐ! Ætlarðu að missa af? Páskar 2001 – 8.-16. apríl – aðeins 3 vinnudagar. Pöntunarsími 56 20 400 Síðustu forvöð! grafar en Karl Hallbjörnsson, Jak- ob Bjarnason, Björgvin Herjólfs- son, Reimar Pétursson, Valva Pét- ursdóttir, Frosti Pétursson, Ingólfur Björnsson og Gunnar ÚTFÖR Björgvins Vilmundarson- ar, fyrrverandi bankastjóra Lands- banka Íslands, fór fram frá Frí- kirkjunni í gær. Fjöldi fólks fylgdi Björgvin til Björnsson báru kistuna. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson frí- kirkjuprestur þjónaði fyrir altari og einsöng annaðist Ólafur Kjartan Sigurðarson. Morgunblaðið/Golli Útför Björgvins Vilmundarsonar TOLLGÆSLAN mun herða eftir- lit með farþegum og varningi sem kemur frá Bretlandi vegna gin- og klaufaveikifaraldurs sem þar geis- ar. Þá stendur til að hengja upp veggspjöld í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar til að minna fólk á smithætt- una. Ríkisstjórnin ákvað í gær að verja þremur milljónum króna til að efla varnir gegn því að sjúkdóm- urinn berist hingað til lands. Halldór Runólfsson yfirdýra- læknir sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að hugsanlegt væri að ferðamönnum sem koma frá Bret- landi verði gert að ganga yfir e.k. sótthreinsimottu við komuna til landsins. Þetta væri þó ekki einfalt í framkvæmd enda hafi slíkt ekki áður verið gert hér á landi. Hann segir að um leið og gin- og klaufaveikifaraldur greinist í öðr- um löndum en Bretlandi verði gripið til svipaðra ráðstafana vegna ferðamanna þaðan. Halldór segir erfitt að meta hversu lengi þessar varúðarráðstafanir muni standa. Það fari eftir framvindu mála í Evrópu. Í Morgunblaðinu í gær var aug- lýsing frá yfirdýralækni þar sem kemur fram að embættið muni ekki veita undanþágur fyrir inn- flutningi á hráu kjöti frá Bretlandi né öðrum óunnum landbúnaðar- vörum. Eiga helst við þá sem fara um landbúnaðarhéruð Halldór segir ljóst að berist gin- og klaufaveiki til landsins hafi það í för með sér verulegan kostnað fyr- ir ríkissjóð. Sýkt dýr eru umsvifa- laust felld og skrokkum þeirra eytt. Ríkissjóður er skuldbundinn til að greiða bændum bætur komi til slíks. Yfirdýralæknir hefur sent frá sér ráðleggingar um smitvarnir vegna gin- og klaufaveikisfarald- urs í Bretlandi. Þar segir að farald- urinn virðist ekki vera í rénun og eigi menn erindi til Bretlands sé mikilvægt að gæta fyllstu varúðar við heimsóknir þangað, til að eiga ekki á hættu að bera með sér smit hingað heim. Halldór segir að þessar leiðbein- ingar eigi helst við þá sem fara um landbúnaðarhéruð Bretlands. Minni hætta sé á að þeir sem ein- ungis ferðast um borgir beri með sér smit. Engu að síður fer yfir- dýralæknir fram á það við alla þá sem koma til landsins frá Bretlandi að þeir skipti um skó og föt fyrir komuna. Halldór segist bjartsýnn á að ferðamenn fari eftir þessum til- mælum, enda miklir hagsmunir í húfi. Í leiðbeiningum yfirdýralæknis segir að menn skuli forðast snert- ingu við dýr, sérstaklega klaufdýr. Halldór telur þó litla hættu á að smitefnið berist í fíkniefnaleitar- hunda á Keflavíkurflugvelli. Þá er vakin athygli á því að ferðamenn mega alls ekki taka með sér hrá matvæli til landsins. Sem stendur sé þó skynsamlegra að sleppa því alveg að taka með sér soðið kjöt eða unnar kjötvörur. Að- spurður um innflutning á unnum kjötvörum frá Bretlandi segir Halldór að ekki sé ástæða til að ótt- ast að smit berist með þeim hætti. Engin áform séu uppi um að banna slíkan innflutning. Halldór bætir við að dýralæknar um allt land hafi verið beðnir um að vera á varðbergi gagnvart sjúk- dómnum og ræða við bændur um varnir. „Við erum í viðbragðs- stöðu,“ sagði Halldór. Berst með fólki og fatnaði Í ráðleggingunum yfirdýralækn- isins segir enn fremur: „Smitefnið dreifist auðveldlega með lifandi dýrum, afurðum þeirra, fólki og fatnaði. Smithætta er því veruleg samfara heimsóknum í héruð þar sem sjúkdómurinn hefur komið upp, en einnig getur verið hætta á smiti í þeim héruðum þar sem sjúkdómurinn hefur ekki enn verið greindur, því sýkt dýr skilja út veiruna sem veldur sjúkdómnum áður en sjúkdómseinkennin koma í ljós.“ Yfirdýralæknir hvetur ferða- menn sem eiga erindi til Bretlands að hafa hrein föt og skó í plastpoka til að fara í við heimferð. Öll föt sem notuð hafa verið í Bretlandi skal setja í plastpoka strax eftir notkun. Sama gildir um skófatnað. Notuðu fötin frá Bretlandi þarf að þvo eða fatahreinsa strax eftir heimkomu. Skó þarf að hreinsa og sótthreinsa með t.d. Virkon S, eða öðru sambærilegu efni, sem unnt er að fá hjá dýralæknum, eða versl- unum sem selja vörur til landbún- aðarins. Skóna ætti ekki að nota í fimm daga eftir sótthreinsun. Yfirdýralæknir biður ferðamenn að forðast ferðalög um landbúnað- arsvæði og fara alls ekki í heim- sóknir á sveitabæi. Tollgæslan hyggst herða eftirlit með far- þegum frá Bretlandi Yfirdýralæknir hvetur þá sem ferðast um Bretland til að sýna varúð ALLHARÐUR árekstur varð á Hafnargötu í Keflavík um klukk- an 16 í gær og urðu talsverðar skemmdir á bílum. Minniháttar meiðsl urðu þó á fólki og segir lögreglan bílbeltum að þakka að þau urðu ekki meiri. Um aftaná- keyrslu var að ræða. Tveir sjúkrabílar fluttu fólk sem var í bílunum undir læknis- hendur á sjúkrahús til aðhlynn- ingar. Að sögn lögreglunnar í Kefla- vík urðu nokkrir árekstrar í Reykjanesbæ í dag, m.a. á Fitjum. Fólk hefur þó lítið meiðst í þess- um árekstrum en nokkurt tjón varð á bifreiðum. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Tveir sjúkrabílar og margir lögreglubílar voru sendir á vettvang. Allharður árekstur í Keflavík RÚMLEGA 77% landsmanna telja að landsmenn eigi að fá að greiða atkvæði um framtíð Reykjavíkur- flugvallar en ekki aðeins Reykvík- ingar. Er þetta meðal niðurstaðna í skoðanakönnun sem Hollvinir Reykjavíkurflugvallar fengu Price- waterhouseCoopers til að annast síðustu dagana í febrúar. Atkvæða- greiðslan á að fara fram 17. mars næstkomandi. Spurningin sem lögð var fyrir 1.200 manns um land allt á aldr- inum 18-75 ára hljóðaði þannig: Eiga Reykvíkingar einir að ráða því hvort miðstöð innanlandsflugs verður áfram í höfuðborginni eða telurðu að allir landsmenn eigi að fá að greiða atkvæði um flugvall- armálið? Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 77,7% að allir landsmenn ættu að fá að greiða atkvæði en 22,3% töldu Reykvíkinga eina að fá að greiða atkvæði. Sé litið á íbúa á landsbyggðinni sérstaklega er hlutfall þeirra sem telja að allir landsmenn eigi að fá að taka þátt 86,3% en 13,7% telja að Reykvík- ingar einir ættu að greiða atkvæði. Meðal höfuðborgarbúa eingöngu er hlutfall þeirra sem telja málið varða alla landsmenn 68,9% en 31,1% telja að Reykvíkingar einir geti tekið þátt. Styður sjónarmið Hollvina Friðrik Pálsson, formaður Holl- vina Reykjavíkurflugvallar, segir að samtökin telji mikilvægt að vita um afstöðu allra landsmanna til þess hverjir ættu að fá að ráða framtíð flugvallarins. „Við vildum vita hvort þetta væri skoðun landsmanna og ekki síður hvort þetta er skoðun Reyk- víkinga. Okkur fannst við verða mikið vör við mikinn áhuga og skilning meðal Reykvíkinga að þetta væri ekki eingöngu mál þeirra,“ sagði Friðik og kvað það enda koma í ljós í niðurstöðum könnunarinnar. „Okkur finnst þetta sláandi nið- urstaða og hún styður þessi sjón- armið okkar að fleiri en höfuðborg- arbúar eigi að fá að segja álit sitt.“ Hollvinir Reykjavíkurflugvallar kanna afstöðu til atkvæðagreiðslu Yfir 77% telja flug- vallarmálið snerta alla landsmenn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.