Morgunblaðið - 03.03.2001, Síða 14
FRÉTTIR
14 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Vetnistilraun hleypt af
stokkunum hér á landi
Á árinu 2003 verða þrír strætisvagnar
knúnir vetni komnir inn í leiðakerfi SVR
og hafin verður framleiðsla og áfylling
vetnis við eina af bensínstöðvum
Skeljungs. Guðjón Guðmundsson sat
blaðamannafund og ráðstefnu um
Ectos-verkefnið sem hleypt var af
stokkunum í gær. Vetnisstrætó eins og verður á götum Reykjavíkur árið 2003. Ökudrægið er200–300 km, hámarkshraðinn 80 km og mengun frá honum engin.
Björn Skúlason, framkvæmdastjóri
Íslenskrar nýorku, að Ectos-verk-
efnið væri ekki komið svo langt sem
raun bæri vitni hefði ekki komið til
frumkvöðlastarf og rannsóknir pró-
fessors Braga Árnasonar við Há-
skóla Íslands og afskipti Ingimund-
ar Sigfússonar sendiherra í
Þýskalandi sem kom á samstarfi
milli íslenskra aðila í Íslenskri ný-
orku og evrópskra.
Vetni gert úr vatni
með rafgreiningu
Síðastliðin tvö ár hefur Íslensk
nýorka undirbúið verkefnið sem er
skipt upp í þrjá flokka. Í fyrsta lagi
er þar um að ræða tilraunaverkefni
um rekstur þriggja vetnisstrætis-
vagna; í öðru lagi tilraunaverkefni
um rekstur vetnisbíla og í þriðja lagi
tilraunaverkefni um rekstur skipa
sem knúin eru með vetni.
Fyrstu tvö árin fara einkum fram
ýmsar rannsóknir, s.s. mælingar á
útblæstri í borginni, margvíslegar
rannsóknir og skoðanakannanir á af-
stöðu borgarbúa til hinnar nýju
tækni en jafnframt fer þá fram
uppbygging innviða til vetnisfram-
leiðslu og dreifingu ásamt viðhalds-
stöðvar og þjálfun starfsmanna.
Seinni tvö árin verða þrír vetnis-
strætisvagnar settir inn í leiðakerfi
SVR og framleiðslu- og áfyllingar-
stöðin tekin í notkun. Hún verður við
eina af bensínstöðvum Skeljungs. Að
stöðinni verður leitt vatn og raf-
magn. Þar verður vatnið klofið í súr-
efni og vetni með rafgreiningu og
vetnið fyllt á tanka á þaki strætis-
vagnanna. Vetnið er síðan með-
höndlað af efnarafala í strætisvögn-
unum þar sem það er klofið í súrefni
og rafeind sem knýr rafmótor
vagnsins.
Jón Björn Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Íslenskrar nýorku,
sagði að þetta væri í fyrsta sinn sem
vetnisáfyllingar- og framleiðslustöð
yrði byggð inn í venjulega bensín-
stöð og með þessu yrði hægt að sýna
heimsbyggðinni fram á að hægt væri
að samþætta starfsemi venjulegrar
bensínstöðvar og vetnisstöðvar.
Strætisvagnarnir eru framleiddir
af DaimlerChrysler og taka þeir 70
farþega í 30 sæti. Ökudrægi þeirra
verður 200-300 km sem er svipað og
meðalakstur venjulegs strætisvagns
í leiðakerfi SVR á einum degi. Há-
markshraði vetnisvagnanna er 80
km á klst og þeir eru með öllu meng-
unarlausir. Út um útblástursrörið
kemur hreint vatn.
„Þegar verkefninu lýkur eftir
fjögur ár vonumst við eftir því að
geta lagt fram jákvæðar niðurstöður
og í framhaldi af því byggt upp frek-
ari innviði og fengið fleiri farartæki
til þess að nýta á Íslandi. Vonandi
getur almenningur þá farið að kaupa
vetnisbíla. Önnur verkefni sem
koma til greina er að skoða hvort út-
flutningur á vetni verði fýsilegur,“
sagði Jón Björn.
Umhverfisvernd og markaðs-
öflin haldast í hendur
Davíð Oddsson forsætisráðherra
óskaði verkefninu velfarnaðar á ráð-
stefnu sem haldin var í kjölfar blaða-
mannafundarins. Hann sagði að það
hefði þurft allnokkuð ímyndunarafl,
þekkingu og kjark til þess að láta sér
detta í hug að knýja strætisvagna á
Íslandi með vetni.
„Takist þessi tilraun verða sigur-
ECTOS er fjögurra ára tilrauna-
verkefni um framleiðslu og upp-
byggingu áfyllingarstöðvar fyrir
vetni, rekstur vetnisstrætisvagna í
Reykjavík ásamt tilraunum með
vetnisfólksbíla og vetni sem orku-
gjafa fyrir íslensk skip. Íslensk ný-
orka ehf. stýrir verkefninu en auk
þess eru níu önnur fyrirtæki þátt-
takendur í því, þ.e. DaimlerChrysl-
er, EvoBus, Norsk Hydro, Shell
Hydrogen, Háskóli Íslands, Iðn-
tæknistofnun, Skeljungur, SVR og
Swedish Agency for Innovations
Systems.
Í fyrradag voru undirritaðir
samningar milli Ectos-samstarfsað-
ilanna og framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins sem styður Ectos-
verkefnið með 2,85 milljónum evra
(um 225 milljónum króna) og er
þetta stærsti styrkur sem Evrópu-
sambandið hefur veitt til verkefnis á
Íslandi. Heildarkostnaður verkefnis-
ins er 7 milljónir evra, um 560 millj-
ónir kr., og fjármagna samstarfsaðil-
arnir afganginn, 4,15 milljónir evra,
sjálfir.
Ráðgert er að fyrstu strætisvagn-
arnir með efnarafala verði notaðir í
leiðakerfi SVR á tveimur síðari ár-
um verkefnisins sem nær til ársins
2005.
Íslensk nýorka er að 51% hluta
íVistOrku (Nýsköpunarsjóður Ís-
lands, Orkuveita Reykjavíkur,
Landsvirkjun, Hitaveita Suður-
nesja, Háskóli Íslands, Iðntækni-
stofnun, Áburðarverksmiðjan og
Aflvaki hf.) og Shell Hydrogen,
Norsk Hydro og DaimlerChrysler
eiga hvert 16,33% hlut í Íslenskri ný-
orku. Á blaðamannafundi í gær, þar
sem verkefnið var kynnt, sagði Jón
launin mikil. Verulegur efnahagsleg-
ur ávinningur virðist þá blasa við.
En að slepptum krónum og aurum,
sem eru þó oftast drifkraftur fram-
faranna, þá er ástæða til þess að
gefa fullan gaum að þeirri umhverf-
isbyltingu sem af hlytist ef reykspú-
andi olíuvagnar vikju fyrir hljóðlát-
um vetnisvögnum. Verkefnið er líka
til marks um að umhverfisvernd og
markaðsöflin haldast í hendur og
leiðast að,“ sagði Davíð.
Í máli Valgerðar Sverrisdóttur
iðnaðarráðherra kom fram að ákveð-
ið hefði verið að setja á laggirnar
vinnuhóp sérfræðinga, skipaðan af
iðnaðar-, umhverfis- og samgöngu-
ráðuneytinu, sem ynni að rannsókn
á notkun annarra orkugjafa en jarð-
efnaeldsneytis. „Það er stefna
stjórnvalda að stuðla að aukinni nýt-
ingu endurnýjanlegrar orku í um-
hverfisskyni. Þess vegna yrði fram-
leiðsla og notkun vetnis, ef slíkt
reynist fjárhagslega hagkvæmt, í
samræmi við stefnu stjórnvalda.“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri sagði að nú væri verið að
hleypta af stokkunum mikilvægu
umhverfisverkefni í Reykjavík sem
miklar vonir væru bundnar við til
framtíðar litið. Borgaryfirvöld litu
svo á að verkefnið myndi stuðla
verulega að bættu umhverfi fyrir
komandi kynslóðir. Stór hluti meng-
unar á Íslandi ætti rætur að rekja til
orkunotkunar í iðnaði en fjórðung
mengunar í andrúmslofti í Reykja-
vík mætti rekja til bíla. Hún sagði að
viðreisn gegn mengun spilaði æ
stærra hlutverk í stefnumálum
borgarinnar og því væri vetnisverk-
efnið Ectos í samræmi við markmið
Reykjavíkurborgar.
KLÚBBUR jarðvinnuverk-
taka skorar á borgaryfirvöld
að endurskoða ákvörðun sína
um að bjóða ekki út fram-
kvæmdir í Kvosinni þar sem
um er að ræða endurgerð
gatna fyrir 230 milljónir
króna.
Í ályktun frá félaginu segir
að þetta sé stærsta einstaka
jarðvinnuverk borgarinnar í
ár. Þá segir að þær röksemdir
gatnamálastjóra, að tímaskort-
ur og það að fornminjar séu á
svæðinu, séu léttvægar. Fram-
kvæmdinni hafi verið frestað
um eitt ár vegna menningar-
árs og því hafi nægur tími gef-
ist til undirbúnings. Hvað
varðar framkvæmdir í ná-
munda við fornminjar bendir
félagið á að fjöldi verktaka
hafi tekið að sér verkefni í
miðbæ Reykjavíkur á liðnum
árum.
Framkvæmdir
í Kvosinni
Jarðvinnu-
verktakar
vilja útboð
TVEIMUR íslenskum vísindarann-
sóknum í öldrunarfræðum hefur
verið veittur styrkur að upphæð
ríflega 16 milljónir króna samtals,
en styrkveitingin er lokaúhlutun
úr söfnunarátaki Lions-hreyfing-
arinnar, Rauða fjöðrin, sem fram
fór á Norðurlöndunum árið 1999.
Þá söfnuðust rúmlega 700 millj-
ónir og hefur 80% af söfnunarfénu
þegar verið úthlutað hjá hverri
þjóð fyrir sig, en 20% af fénu rann
í sameiginlegan norrænan vís-
indasjóð sem nú var úthlutað úr.
Um þessar mundir er verið að út-
hluta 140 milljónum króna á Norð-
urlöndum úr sjóðnum og eru þess-
ar 16 milljónir sú upphæð sem
úthlutað er á Íslandi.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, afhenti læknunum
Pálma V. Jónssyni og Jóni Eyjólfi
Jónssyni styrkina við athöfn í
Þjóðmenningarhúsinu í gær. Pálmi
leiðir rannsókn á Norðurlöndum,
sem fram fer við sjúkrahús í
Reykjavík, Kaupmannahöfn, Osló,
Umeå og Helsinki, ásamt Önnu
Birnu Jensdóttur og Gunnari
Ljunggren í Svíþjóð. Hlaut þessi
rannsókn styrk að upphæð rúm-
lega 9 milljónir króna. Rannsóknin
byggir á staðlaðri upplýsingaöflun
við komu aldraðra á sjúkrahús og
miðar að því að skilgreina hvaða
upplýsinga er þörf til þess að veita
bestu hugsanlegu þjónustu og
hvernig best verði staðið að öflun
þessara upplýsinga.
Við bráðainnlögn aldraðra á
sjúkrahús eru þeir oft með marga
meðvirka sjúkdóma, taka mörg lyf
og hafa oft færnitap og stundum
skerðingu á vitrænni getu, bæði
tímabundið eða varanlega. Af því
leiðir að þarfir hinna öldruðu eru
oft aðrar og meiri varðandi þjón-
ustu á sjúkrahúsum og breytilegri
en þeirra sem yngri eru. Miðar
rannsóknin að því að byggja upp
betri þjónustu við aldraða með því
að finna út hvaða lágmarksþjón-
ustu hver og einn þurfi á að halda
hverju sinni.
Jón Eyjólfur Jónsson leiðir
rannsóknina Reykjavík 80+ sem
nær til Reykvíkinga fæddra 1913,
1918 og 1923 og fer sambærileg
rannsókn jafnframt fram í Lundi í
Svíþjóð. Um er að ræða langtíma-
rannsókn sem ætlað er að bæta úr
þörf á vitneskju um áhrif aldurs á
heilsufarslega, sálræna og félags-
lega þætti. Þá er rannsókninni ætl-
að að svara því hvort heilsufarsleg
skoðun og mat á sálrænum þáttum
hafi forvarnargildi, þ.e. stuðli að
bættu heilsufari, en rannsóknir,
m.a. í Danmörku, hafa gefið vís-
bendingar um að þannig geti ver-
ið.
Söfnunin Rauð fjöður var sam-
eiginlegt átak Lions-félaga á
Norðurlöndum sem fram fór árið
1999. Löndin höfðu það sameig-
inlega markmið að bæta líf aldr-
aðra og í lok nóvember var út-
hlutað hér á landi 16 milljónum
króna í 25 innlend verkefni gegn
jafnháum mótframlögum ein-
stakra Lionsfélaga, stofnana,
sveitarfélaga og annarra aðila.
Íslenskar rannsókn-
ir hljóta 16 millj-
óna króna styrk
Morgunblaðið/Jim Smart
Frá afhendingu styrkja til rannsókna í öldrunarfræðum. Frá vinstri Hrund Hjaltadóttir, fjölumdæmisstjóri Lions
á Íslandi, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og læknarnir Pálmi V. Jónsson og Jón Eyjólfur Jónsson.
SÓKN, sem nú er hluti af stétt-
arfélaginu Eflingu, var fyrsta
stéttarfélagið sem samdi um
aukinn rétt foreldra vegna
veikinda barna. Að sögn Þór-
unnar Sveinbjörnsdóttur, vara-
formanns Eflingar, hafa félags-
menn stéttarfélagsins rétt til að
vera heima hjá börnum sínum í
75 daga vegna veikinda barna
sinna. Tapi fólk úr vinnu fái það
fasta sjúkrapeninga á dag. Það
er því ekki rétt, sem kom fram í
leiðara Morgunblaðsins á mið-
vikudag, að aðrir en félags-
menn VR þurfi að treysta á vel-
vilja atvinnurekenda við lang-
vinn veikindi barna sinna.
Réttur
foreldra vegna
langveikra barna
Mörg ár
síðan Sókn
samdi um
aukið leyfi