Morgunblaðið - 03.03.2001, Page 32

Morgunblaðið - 03.03.2001, Page 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÁSHILDUR Haraldsdóttir og Margrét Stefánsdóttur flautuleik- arar og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari koma fram á tónleikum í Neskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Á efnisskrá verða verk fyrir tvær flautur og tvær flautur og píanó frá öllum tímabilum flautubókmennt- anna. Dagskráin samanstendur af sjö verkum: Fyrir hlé verður fluttur Konsert í G-dúr eftir Cimarosa, Dúó fyrir flautur eftir Robert Muczynski og Dúett nr. 4 í F-dúr eftir W.F. Bach. Á seinni hluta tónleikanna flytja þær Tríósónötu í G-dúr BWV 1039 eftir Johann Sebastian Bach, Þríhyrnu eftir Atla Ingólfsson, Masque eftir Toru Takemitsu og Rigoletto-Fantaisie op. 83 eftir Franz og Karl Doppler. Áshildur kemur reglulega fram sem einleikari með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. Margrét hefur komið fram sem einleikari víða og spilað með hljóm- sveitum í Bandaríkjunum, Þýska- landi og á Íslandi. Hún er flautu- kennari við Tónlistarskóla Kópa- vogs. Nína Margrét hefur um árabil verið í fremstu röð íslenskra hljóð- færaleikara. Hún hefur komið fram á fjölda einleiks- og kammertónleika á Íslandi, Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Hún hljóðritaði píanóverk dr. Páls Ísólfssonar á síðasta ári fyr- ir BIS Gramophone, og verk Mend- elssohns fyrir fiðlu og píanó ásamt Nicholas Milton fyrir Naxos-útgáf- una árið 1998 og er sá diskur vænt- anlegur á markað í apríl 2001. Flautubókmenntir í Neskirkju Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Margrét Stefánsdóttir og Áshildur Haraldsdóttir flautuleikarar. Í bak- grunni er píanóleikarinn Nína Margrét Grímsdóttir. GUNNÞÓR Guðmundsson, heimspeking- ur, rithöfund- ur, skáld og listmálari á Hvamms- tanga, er þessa dagana að setja upp málverkasýn- ingu í Eden í Hveragerði. Gunnþór lærði að mála á níræðisaldri, en hann er fæddur árið 1916 í Lækjakoti í Víðidal í Vestur-Húnavatns- sýslu og uppalinn þar líka. „Ég hélt málverkasýningu í félagsheimilinu á Hvamms- tanga í fyrrahaust í tengslum við sameiginlega skemmtun starfsfólks og vistfólks þar sem safnað var fyrir píanói fyrir sjúkrahúsið. Ég var með um 50 myndir þá. Þetta verður önnur einkasýning mín og nú verða myndirnar eitthvað fleiri, eða 70–80,“ sagði Gunn- þór í samtali við Morgunblaðið í gær. Myndirnar eru ýmist gerðar með litakrít eða akrýl- litum. Þetta er sölusýning og verður hún opnuð upp úr há- degi í dag og mun standa út mánuðinn. Kveðst listamaður- inn reikna með því að dvelja sjálfur í Hveragerði allan þann tíma. Með sýn- ingu í Eden 85 ára gamall Gunnþór Guð- mundsson INGUNN Eydal opnar sýningu á glerverkum í sýningarsal Man, Skólavörðustíg 14, í dag, laugar- dag, kl. 15. Ingunn var valin borgarlista- maður árið 1983 og hefur fengið viðurkenningar á stórum erlend- um samsýningum. Hún hefur hald- ið fjórtán einkasýningar, þar af átta erlendis, með grafík, málverk og nú síðast glerlist. Síðustu ár hefur hún aðallega sinnt gler- verkum. Sýningin er opin kl. 10–18 virka daga, laugardaga og sunnudaga kl. 15–18, og lýkur 18. mars. Morgunblaðið/Jim Smart Ingunn Eydal glerlistarmaður með nokkur af verkum sínum. Glerverk í Man

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.