Morgunblaðið - 03.03.2001, Síða 33

Morgunblaðið - 03.03.2001, Síða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 33 Á MÚLANUM, 2. hæð í Húsi málarans, leikur kvartettinn Öij- en/Qvick Conspiracy frumsamið efni og útsetningar á þekktum ópusum úr djassfunkgeiranum á sunnudagskvöld kl. 21. Kvartettinn er skipaður Jo- han Öijen gítar, Erik Qvick trommur, Ólafi Jónssyni tenór sax, David Þór Jónssyni hljóm- borð og Jóhanni Ásmundssyni bassa. Johan Öijen, f. 1966, tók mast- erspróf frá Ingesund tónlistar- skólanum 1994 og fluttist síðan til Stokkhólms þar sem hann vinnur nú við lausaspila- mennsku. Johan vinnur líka við Kulturama tónlistaskólann og Mellansels lýðháskólann. Hann kemur fram með eigin hljóm- sveit, Sub5, og með Hipbop Con- stellation sveit Lasse Lindgrens um gjörvalla Svíþjóð. Hann hef- ur leikið og hljóðritað m.a. með Deborah Brown, Edward Neg- ussie, Philip Harper, Bohuslæn Big Band og Lina Nyberg. Erik Qvick, f. 1973, hitti Johan fyrst er hann stundaði nám við Ingesund tónlistarháskólann. Erik nam einnig við tónlistar- skóla FÍH sem skiptinemi vet- urinn 1996. Eftir útskrift fluttist Erik til Gautaborgar þar sem hann vann jöfnum höndum við spilamennsku og kennslu. Hann leikur með eigin tríói, Tic!, og með Hipbop constellation sveit Lasse Lindgrens. Um þessar mundir starfar Erik við kennslu hjá tónlistarskóla FÍH. Aðgangseyrir er kr. 1.200 en 600 fyrir nema og eldri borgara. Djassfunk á Múlanum Uppboðsfyrirtækið Svarthamar heldur listaverkauppboð í Listamiðstöðinni Straumi á morgun, sunnudag, kl. 16. Boðin verða upp 90 verk eftir íslenska listamenn, gömlu meistarana jafnt sem yngri höfunda. Af þessu tilefni verða þeir listamenn sem nú starfa í Straumi með vinnustof- ur sínar opnar gestum og gangandi. Opið er í dag kl. 13–18 og á morg- un, sunnudag, kl. 13–15. Þeir sem nú starfa í vinnustofunum eru leirlistarkonurn- ar Ingibjörg Klemenzdóttir og Helga Unnarsdóttir, málararnir Jónas Við- ar og Pétur Þór Gunnarsson, ljós- myndarinn Marissa Navarro Arason og rithöfundurinn Jón Arason. Ásgrímur, Kjarval, Scheving og Blöndal „Á uppboðinu eru verk eftir Krist- ján Davíðsson, m.a. ein andlitsmynd, stórglæsileg vatnslitamynd eftir Ás- grím Jónsson af Strúti og Eiríksjökli, mynd af Hrafnabjörgum eftir Jó- hannes Kjarval og ýmsar smámyndir eftir Scheving og Blöndal,“ segir Bárður G. Halldórsson, listaverkasali hjá Svarthamri, þegar hann er beðinn um að nefna nokkur verkanna sem hann hyggst bjóða upp. Þá nefnir hann styttu af Jóhanni Sigurjónssyni eftir Gerði Helgadóttur. Þetta mun vera frummyndin en Bárður segir að eina afsteypa hennar sem hann viti um sé í eigu Þjóðleikhússins. Einnig tiltekur Bárður litla olíu- mynd eftir Jón Helgason biskup, olíumynd eftir Svavar Guðnason og verk eftir Alfreð Flóka. Þá verða boðin upp allmörg verk eftir núlif- andi listamenn og nefnir Bárður sem dæmi Jónas Viðar, Pétur Þór, Elías B. Halldórsson, Temmu Bell, Hallgrím Helgason, Kristján Guðmundsson og Tryggva Ólafsson. Uppboðinu stjórnar Haraldur Blöndal. „Ég hef ekki haft upp- boð í nokkur ár, eða síð- an 1997, en mér finnst eðlilegt að það sé einhver samkeppni á þessum lista- markaði. Eftir að Gallerí Borg lagði upp laupana og Guðmundur Axelsson hætti sínum uppboðum hefur Gallerí Fold setið ein að listaverkauppboð- um. Þannig að nú er ég að fara út í þá samkeppni. Undanfarin ár hefur ver- ið mikil umræða um listaverkafalsan- ir en ég held að hún sé nú að réna. Menn eru að átta sig á því að falsanir eru ekki eins algengar og af hefur verið látið, þó að það sé náttúrulega alltaf eitthvað um þær,“ segir Bárð- ur. Antíkuppboð í haust Spurður um framhald á listaver- kauppboðum á vegum Svarthamars segir hann að fyrirhugað sé að efna til næsta uppboðs í maí og svo aftur í haust. „Einnig er áformað uppboð í haust á mjög vandaðri franskri antík sem kemur frá þekktum antíksala í Frakklandi,“ segir Bárður. Býður upp 90 listaverk Bárður G. Halldórsson ÓLAFUR H. Torfason heldur fyr- irlestur í Skálholtsskóla á morgun, sunnudag, kl. 14 um kross kristninn- ar á Íslandi. Fyrirlesturinn nefnist Krossmörkin íslensku, kirkjugripir og útikrossar frá landnámi til sam- tímans og er í tengslum við sýningu Þorgerðar Sigurðardóttur og Önnu Torfadóttur sem nú eru staðarlista- menn Skálholts. Fyrirlesturinn byggist m.a. á örnefnakortum og er í tengslum við myndröð Þorgerðar sem unnin er á síðasta ári í tilefni 2000 ára kristni í heiminum. Á fyr- irlestrinum verða einnig sýnd mynd- dæmi. Í tengslum við sýninguna var í vik- unni helgiathöfn við tveggja og hálfs metra háan kross við Þorláksbúð, norðaustur af kirkjunni. Frá athöfn við Þorláksbúð í Skálholti. Fyrirlestur um krossinn SÓLRISUHÁTÍÐ Ísfirðinga stendur nú yfir og verður fjölbreytt dagskrá fram til sunnudagsins 11. mars. M.a. frumsýnir Leikfélag MÍ leikritið Land míns föður í sal MÍ annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30. Bók- menntakvöld verður á morgun, mánudag, kl. 20.30. Þar munu rithöf- undarnir Kristín Marja Baldursdóttir og Arnaldur Indriðason lesa úr verk- um sínum. Þriðjudaginn 6. mars leika Blásarakvintett Reykjavíkur og píanóleikarinn Philip Jenkins í sal MÍ kl. 12. Þeir munu einnig koma fram í Hömrum um kvöldið, kl. 20, á Sólrisu- tónleikum og miðnætursýningu á Land míns föður. Felix Bergsson sýn- ir brot úr verki sínu Hinn fullkomni jafningi í sal MÍ á miðvikudag kl. 12 og stýrir umræðum. Kl. 20.30 stýrir Egill Helgason þáttarstjórnandi um- ræðum meðal fulltrúa vefritanna um „stjórnmálaviðhorfið“ á Hótel Ísa- firði. Víkingur Ólafsson leikur á píanó í sal MÍ kl. 12 og kl. 20.30 í Hömrum á fimmtudag og leikfélag MÍ sýnir kl. 20.30. Söngkeppni Menntaskólans á Ísafirði verður í Alþýðuhúsinu kl. 23 á föstudag. Sólrisudansleikur verður í Sjallanum og hefst hann kl. 23 á laug- ardagskvöld. Dagskránni lýkur með lokasýningu leikfélags MÍ kl. 20.30. Sólrisuhátíð Ísfirðinga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.