Morgunblaðið - 03.03.2001, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 03.03.2001, Qupperneq 56
BÍLAR 56 LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ver› a›eins í dag LEXUS kynnir nýjan sportbíl á bílasýningunni í Genf, SC430, og um leið IS300 og IS300 sem kallaður er SportCross. Þessar þrjár gerðir bætast nú við í framboð Lexus í Evrópu og þessar gerðir eru einnig væntanlegar hingað til lands. Á síðasta ári jókst sala hjá Lexus í Evrópu um 10% og voru alls seldir 18 þúsund bílar. Þrjár nýjar gerðir voru einnig kynntar í fyrra, lúxus- fólksbílarnir LS430 og GS430 og síðan sportlegi jeppinn RX300 og styrktu þessar gerðir stöðu Lexus í álfunni. Forráðamenn Lexus telja söluna síðasta ár góða þar sem nýju gerðirnar voru ekki kynntar fyrr en seint á árinu. Nýi SC430-bíllinn er byggður á hugmyndabílnum sem vakti athygli á Parísarsýningunni í fyrra. Hann er búinn 4,3 lítra og átta strokka vél sem er 283 hestöfl, er með fimm gíra sjálfskiptingu, er á 18 tommu hjól- börðum og segja Lexus-menn að bíllinn sameini þægindi og aksturs- eiginleika fyrir þá sem vilja snögga og vandaða bíla og setji nánast nýja staðla fyrir sportbíla. Þokar Lexus enn upp á við Yasushi Nakagawa, aðalhönnuður SC430, segist með þessum nýja bíl vilja þoka Lexus merkinu enn þá meira upp á við. „Þetta er ekki að- eins viðbót við Lexus-línuna heldur einn besti sportbíllinn,“ segir hann og á þar við blæjubíla, en SC430 er þó ekki blæjubíll heldur með hörðu þaki úr áli sem renna má niður í far- angursgeymsluna með rofa í mæla- borðinu. Tekur það um það bil 25 sekúndur og hreyfist þakið aðeins meðan fingri er stutt á rofann. Um leið og sleppt er stöðvast það. IS300-stallbakurinn og IS300 SportCross eru að nokkru byggðir á IS200-gerðinni sem hefur verið vin- sæl í Evrópu og seldust af henni um 13.000 bílar í fyrra. Hönnuðurinn, Nobuaki Katayama, segir nýju bílana rökrétt framhald á IS200- gerðinni. Hann segir að lúxusbíla hafi oft skorta skemmtilega akst- urseiginleika og staðhæfir að hér séu á ferðinni skemmtilegir bílar sem áhugasamir ökumenn muni skemmta sér yfir. Þessar nýju gerðir hafa þriggja lítra vél, fjögurra strokka, 16 ventla og er hún 210 hestöfl. Volkswagen sýnir hugmyndabíl- inn Microbus sem teiknaður var í miðstöð fyrirtækisins í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Nokkrar línur hans minna að ýmsu leyti á uppruna sinn, gamla „rúgbrauðið“, en er allt annar bíll að utan sem innan. Mæla- borðið er með alveg nýju sniði en aftur eru komnir hringlaga mælar og gírskiptingin er með framúr- stefnulegu sniði. Bíllinn er 4,7 m langur og 1,9 m á hæð. Hann er bú- inn 3,2 lítra og 6 strokka vél sem gefur 231 hestafl. Morgunblaðið/Jóhannes Microbus minnir að sumu leyti á gamla „rúgbrauðið“. Nýtt „rúgbrauð“ frá VW á leiðinni Á bílasýningunni í Genf er bæði stóra og litla bíla að finna og bíla fyrir hvers kyns notkun. Jóhannes Tóm- asson minnist hér á nokkra þeirra. SC430 er nýr og aflmikill sportbíll frá Lexus og með hreyfanlegu þaki sem renna má niður í farangursgeymsluna. Lexus IS300 er bæði til sem langbakur og stallbakur. Þeir sem eru af lengri gerðinni verða að beita lagni við að koma sér fyrir í minnstu bílunum og liggur við að sá sem þarna hefur sest undir stýri geti stýrt með hnjánum. Frá Chrysler mátti bæði sjá nýja Cherokee- og Wrangler-jeppa. FRÉTTIR NÝLEGA luku starfsferli tveir af reyndari vátryggingamönnum þessa lands. Það voru þeir Einar Karlsson og Jóhann E. Björnsson en báðir hófu þeir störf hjá Al- mennum tryggingum árið 1951 og störfuðu því samtals í 98 ár. Lengst af starfaði Einar Karls- son að innheimtumálum en síðar kom hann einnig að samskiptum við umboðsmenn sem og hluthafa. Hjá Almennum tryggingum hf. starfaði Jóhann E. við afgreiðslu brunatrygginga eða allt fram til ársins 1961 er hann hóf störf hjá Ábyrgð hf. tryggingafélagi bind- indismanna. Starfaði hann þar fram til ársins 1997, lengst af sem forstjóri, eða þar til að Ábyrgð hf. sameinaðist Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Við hóf í tilefni þess að starfs- mennirnir voru kvaddir þakkaði Ólafur B. Thors, framkvæmda- stjóri Sjóvá-Almennra, þeim fyrir vel unnin störf og gat þess jafn- framt að tryggð og hollusta slíkra starfsmanna væri ómetanleg öll- um fyrirtækjum, stórum sem smáum. Ólafur B. Thors framkvæmdastjóri, Einar Karlsson, Jóhann E. Björns- son og Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra. Við vátryggingar í samtals 98 ár SAMFYLKINGIN boðar til fundar um málefni útlendinga þriðjudaginn 6. mars kl. 20 í Litlu-Brekku, Banka- stræti. Dagskráin hefst með stuttri kynn- ingu á vinnu þingflokks Samfylking- arinnar í málefnum útlendinga. Að því loknu verða flutt erindin: Að vera ekki borinn og barnfæddur...: Juan Carlos Melgar, Um stefnumótun Reykjavíkurborgar í málefnum út- lendinga og um samstarf sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu um Al- þjóðahús: Snjólaug Stefánsdóttir verkefnisstjóri Reykjavíkurborgar, Að byggja brýr...: um málefni flótta- manna: Irena Guðrún Kojic kennari og Ný lagasetning: Lög um útlend- inga – hvers er að vænta, hvað er mikilvægast: Ragnar Aðalsteinsson formaður Mannréttindaskrifstofu Íslands. Fundarstjóri og stjórnandi umræðna er Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir borgarfulltrúi. Fundur um málefni útlendinga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.