Morgunblaðið - 06.03.2001, Síða 6

Morgunblaðið - 06.03.2001, Síða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ TÍU ára dreng frá Blönduósi, Brynjari Árna Stefánssyni, var bjargað úr snjóflóði í brekkunni skammt fyrir ofan efstu íbúðar- hús á Heiðarbraut á Blönduósi á sunnudag. Ekki mátti miklu muna að illa færi því háræðar drengsins voru farnar að springa en það ber vott um að súrefni hafi verið farið að skorta. Þarna voru saman fjór- ir drengir en þeir eru auk Brynj- ars, bróðir hans Daníel Valgeir 12 ára og bræðurnir Andri Þorleifs- son 12 ára og Svanur Ingi Björns- son 9 ára. Andra segist svo frá að skyndi- lega hafi stór snjófleki runnið af stað með hann og og ýtt Svan bróður hans á undan sér og ein- ungis höfuð og fætur hans hafi staðið upp úr snjónum. Þegar snjóflekinn hafi stöðvast byrjaði hann strax að reyna að grafa bróður sinn upp og þurfti að berja með krepptum hnefa ofan á snjó- flekann til að losa um Svan. Með- an hann var að þessu birtist Dan- íel Valgeir nánast eins og af himnum ofan út úr kófinu. Þegar þeir voru búnir að losa Svan átt- uðu þeir sig á því að Brynjar var hvergi að sjá. Eftir stutta stund rak Daníel augun í fót bróður síns í snjónum og þeir byrjuðu strax að grafa. Andri, sem var með farsíma, hringdi er hér var komið sögu í móður sína og síðan í Neyðarlín- una. Eftir það gerðust hlutirnir hratt. Feður drengjanna ásamt íbúum í nærliggjandi húsum komu strax á vettvang og telja menn að Brynjar hafir náðst upp úr flóðinu eftir 10 mínútna vist. Í samtali við Morgunblaðið sögðu þeir félagar að þeir bræður Brynjar og Daníel hafi verið komnir upp á brekku- brún og staðið á snjóhengju fyrir ofan þá bræður Andra og Svan. Þegar flekinn fór af stað með Andra gaf snjóhengjan sig sem þeir bræður stóðu á og þeir hurfu inn í kófið en aðeins Daníel birtist út úr því eins og fyrr greinir. Þegar þeir komu auga á fót Brynjars heyrðu þeir hann kalla á hjálp og fundu að hann hreyfði fótinn. Sjálfur segist Brynjar ekki muna mikið eftir vistinni í snjón- um en þó man hann eftir röddum sem smátt og smátt fjöruðu út. Háræðar farnar að springa Að sögn foreldra Brynjars mátti litlu muna að illa færi því læknir sem annaðist Brynjar á Heilbrigðisstofnunni á Blönduósi sagði að háræðar hefðu verið farnar að springa en það ber vott um að súrefni hafi verið farið að skorta. Brynjar, sem gisti á sjúkrahúsinu í fyrrinótt, var nokkuð hress eftir þessa hrakn- inga en hann kvartaði undan eymslum vegna tognunar. Fyrr um morguninn hafði verið töluverð hríð á Blönduósi en veð- ur var heldur farið að ganga nið- ur þegar þeir félagar fóru út að leika sér. Móðir Andra hvatti hann til að hafa með sér GSM- síma því henni leist ekki á veðrið. Þessi sími kom svo sannarlega að góðum notum og það er samdóma álit allra þeirra sem við er rætt að drengirnir hafi brugðist hárrétt við aðstæðum og barið kjarkinn hver í annan þegar kraftar voru að þrjóta við að grafa Brynjar upp. Þeir félagar voru nokkuð vissir um það að þeim hefði ekki tekist hjálparlaust að grafa Brynjar úr flóðinu. Bjargað úr snjóflóði í brekku fyrir ofan efstu íbúðarhús á Heiðarbraut á Blönduósi Komu auga á fót drengsins upp úr snjónum Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Strákarnir voru brattir að fengnum farsælum endi, frá vinstri: Svanur Ingi Björnsson, Andri Þorleifsson, Daníel Valgeir Stefánsson og Brynjar Árni Stefánsson. Blönduósi. Morgunblaðið. ÖKUMAÐUR og þrír farþegar jeppa sluppu furðuvel eftir 100 metra langa bílveltu á Ennis- hálsi milli Bitrufjarðar og Kollafjarðar á laugar- dagsmorgun. Kona sem ók bifreiðinni og sonur hennar sem sat í framsæt- inu voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala – háskóla- sjúkrahús í Fossvogi, en tveir piltar sem sátu í aft- ursætum bifreiðarinnar sluppu ómeiddir og hlupu eftir hjálp á bæinn Skrið- insenni. Að sögn piltanna tveggja var nánast enginn aðdragandi að slysinu og voru þeir sammála um að tíminn hefði verið óralengi að líða meðan bifreiðin valt niður brattann. Allir voru með bílbeltin spennt og telur lögreglan á Hólmavík það hafa átt stóran þátt í að bjarga mannslíf- um. Konan var útskrifuð af spítala á sunnudag en sonur hennar, Konráð Úlfarsson, liggur enn á barnadeild Landspítalans, þó ekki alvarlega slas- aður. Líðan hans er eftir atvikum góð, að sögn foreldra hans. Valt fram af hömrum Slysið varð með þeim hætti að bíl- stjórinn missti stjórn á jeppa sínum þegar hann ók niður Ennisháls að sunnanverðu með þeim afleiðingum að jeppinn valt út af veginum niður á sléttan bala. Þaðan valt hann síðan fram af hömrum og hafnaði loks á hjólunum í móum neðan við hamrana. Talið er að jeppinn hafi oltið um 100 metra langa vegalengd niður 30 metra lóðrétta fallhæð. Að sögn lög- reglunnar á Hólmavík fór jeppinn 5 til 8 veltur og er gjörónýtur. Lögreglu- varðstjóri sagði aðkomuna hafa verið mjög ljóta og gat þess að á lögreglu- mannsferli sínum hefði hann séð fólk fara verr út úr slysum þar sem bif- reiðar hafa ekki skemmst eins mikið og jeppi fólksins. Skriðu út um afturgluggann Piltarnir tveir sem sátu í aftursæt- um jeppans, þeir Sigurður Kristjáns- son, 13 ára, og Kolbeinn Skagfjörð Jó- steinsson, 14 ára, sluppu ómeiddir úr slysinu og tókst þeim að skríða út um afturgluggann og tilkynna slysið á bænum Skriðinsenni skammt frá slysstað. „Bíllinn var um hálfa mínútu að velta niður af vegin- um en mér fannst það taka hundrað ár,“ sagði Sigurður. „Ég lokaði augunum meðan bíllinn var að velta og beið eftir að þessu færi að ljúka. Ég reyndi að passa mig á því að fá ekki glerbrot framan í mig og skall nokkrum sinnum með höfuðið upp í þak. Beltin hafa örugglega bjargað okkur enda fannst mér ég vera mjög öruggur.“ Strákarnir voru skot- fljótir að koma sér út úr bílflakinu eftir að hann staðnæmdist loks neðan við hamrana. „Við sáum að bíllinn var alveg í klessu svo það var ekki mikið að sjá,“ sagði Sigurður. Þeir Kolbeinn fóru síðan eftir bendingu bílstjórans heim að bænum. „Við vorum fimm mínútur að hlaupa heim að bænum og höfðum engan tíma til að hugsa um neitt á leiðinni. Þegar við komum að bænum héldum við fyrst að enginn væri heima, því enginn kom til dyra þegar við bönkuðum. Þá bönkuðum við aftur og þá var svarað. Viðbrögð fólks á bænum voru mjög þægileg og það gerði allt rétt, hringdi strax í Neyð- arlínuna og við erum heimilisfólki rosalega þakklátir.“ Sætisfélagi Sig- urðar, Kolbeinn Skagfjörð Jósteins- son, kaus eins og vinur hans að hafa augun lokuð á meðan bíllinn valt nið- ur af veginum og reyndi að hugsa um eitthvað annað en það sem var að ger- ast. „Mér fannst þetta taka heila eilífð og ég vonaði að þetta tæki enda sem fyrst,“ sagði hann. „Það kom mér á óvart að ég skyldi ekki vera slasaður þegar út úr flakinu kom. Bílbeltin hafa bjargað lífi mínu,“ bætti hann við með áherslu. Foreldrar Konráðs Úlfarssonar vildu koma á framfæri þakklæti til Sigurðar og Kolbeins sem og heim- ilisfólks á Skriðinsenni og sjúkra- flutningafólks. Farþegi í bíl sem valt ofan í fjöru 100 metra frá veginum Hálf mínúta varð sem hundrað ár Morgunblaðið/Magnús H. Magnússon Þeir Kolbeinn Skagfjörð Jósteinsson (t.h.) og Sigurður Kristjánsson sluppu vel úr bílveltunni.                          # $%    & '' (       *          *' + %            #  !" # %%              TALIÐ er að snarræði og reyk- skynjari hafi bjargað fertugum manni og þriggja ára dóttur hans er eldur kom upp í íbúðarhúsi þeirra á bænum Brimnesi í Fáskrúðsfirði í gærmorgun. Faðirinn vaknaði þeg- ar skynjari í svefnherberginu fór í gang. Hann stökk út úr rúminu og ætlaði fram í svefnherbergisálmu en sá að það þýddi ekki því allt var orð- ið fullt af reyk. Hann var með slökkvitæki í herberginu sínu og notaði það til að brjóta rúðu í her- berginu, tók dóttur sína sem svaf í sama herbergi í fangið og stökk út um gluggann. „Þetta mátti ekki tæpara standa og þau geta þakkað reykskynjaran- um björgunina,“ sagði Eiríkur Guð- mundsson, faðir mannsins sem bjargaðist og býr í næsta húsi. Þrí- býli er í Brimnesi, en nú búið á tveimur bæjum. Eiríkur sagði að húsið hefði fuðr- að upp á mjög skömmum tíma, lík- lega um hálftíma. Mjög hvasst var og eldmatur mikill í timburhúsinu, sem var á einni hæð og byggt 1987. Hann sagði að sonur sinn hefði kom- ist í buxur áður en hann stökk út um gluggann með dóttur sína í fanginu. Hann var með kuldagalla í bíl sínum sem stóð fyrir utan húsið og gat klætt sig þar áður en hann hljóp yfir til foreldra sinna til að láta vita. Bærinn Brimnes er um 5 km fyrir utan Fáskrúðsfjörð, í norðanverðum firðinum. Slökkviliðið fljótt á vettvang Eiríkur sagði að slökkviliðið hafi komið ótrúlega fljótt á staðinn, en það varð ekki við neitt ráðið. „Húsið er algjörlega ónýtt og allt sem inni í því var. Þetta var ógurlegt bál. Það er allt brunnið sem brunnið gat,“ sagði hann. Tilkynning um eldinn barst á fimmta tímanum í gærmorgun í gegnum Neyðarlínuna. Slökkvilið, lögregla og björgunarsveitarmenn frá Fáskrúðsfirði voru komin á vett- vang klukkan 05:12. Nokkur ófærð var í Fáskrúðsfirði vegna hvassviðr- is og snjókomu og gerði það slökkvi- liðsmönnum erfitt fyrir. Feðginin sluppu ómeidd. Ekki er vitað um eldsupptök. Morgunblaðið/Albert Kemp Nánast ekkert stendur eftir af húsinu eftir brunann. „Geta þakkað reykskynjara björgunina“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.