Morgunblaðið - 06.03.2001, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.03.2001, Qupperneq 14
FRÉTTIR 14 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMBAND íslenskra sveitarfélaga hefur óskað þess að gildistöku laga um félagsþjónustu sveitarfélaga verði frestað um eitt ár og taki gildi 1. janúar 2003 en til stóð að lögin tækju gildi um næstu áramót. Félagsmálaráðherra flutti frum- varp um málið á Alþingi síðastliðið haust en um það eru skiptar skoð- anir meðal umsagnaraðila. Frum- varpið gerir ráð fyrir flutningi mál- efna fatlaðra frá ríki til sveitar- félaga. Að fjárhagslegu umfangi er þessi tilflutningur tæplega helm- ingi minni en þegar sveitarfélögin tóku við grunnskólunum af ríkinu. Þá fylgdu því tekjustofnar til sveit- arfélaganna sem nema á núvirði um 10,5 milljörðum kr. en rætt er um að nýir tekjustofnar sveitar- félaganna vegna yfirtöku á mál- efnum fatlaðra verði á bilinu 4,2– 4,7 milljarðar kr. Umræða um flutninginn hófst upp úr 1990 og mörkuðu sveit- arfélögin sér stefnu um þetta 1994. Gert var ráð fyrir því að ný lög um þetta tækju gildi 1999 en Reykja- víkurborg bað þá um frest. Kostn- aðarmatsnefnd félagsmálaráðu- neytisins metur kostnaðinn af þessari þjónustu 4,2 milljarða kr. á ári en Samband íslenskra sveit- arfélaga telur hann vera 4,7 millj- arða kr. Öryrkjabandalagið er al- farið á móti breytingunni og þar óttast menn um hag sinna félaga þegar farið verði að kostnaðar- greina einstaklinga í litlum sam- félögum úti á landi. Vinnumálastofnun yfirtaki vinnumarkaðsmál fatlaðra Arnbjörg Sveinsdóttir, formað- ur félagsmálanefndar, segir að það felist í frumvarpinu að gild- andi félagsþjónustulög og lög um málefni fatlaðra verði samþætt. Þrjú önnur frumvörp tengjast flutningi málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, þ.e. frumvarp um réttindagæslu fatlaðra, breyt- ing á lögum um vinnumarkaðs- aðgerðir, sem gerir m.a. ráð fyrir að Vinnumálastofnun yfirtaki vinnumarkaðsmál fatlaðra, þ.m.t. verndaða vinnustaði, og frum- varp um greiningar- og ráðgjaf- arstöð ríkisins. Laganefnd á vegum félags- málaráðuneytis samdi frumvörp- in. Kostnaðarmatsnefnd hefur skilað sinni niðurstöðu og einnig hafa landshlutanefndir á vegum sveitarfélaganna verið að störf- um. Á fjórum stöðum á landinu hef- ur þessi málaflokkur verið í höndum sveitafélaga í tilrauna- skyni um nokkurt skeið, þ.e.a.s. á Akureyri, í Þingeyjarsýslum, á Hornafirði og í Vestmannaeyjum. Arnbjörg segir að reynslan af þessu hafi verið góð og sýnt þyk- ir að sveitarfélögin geti sinnt þessu verkefni. Arnbjörg segir að meginhryggurinn í frumvarpi um félagsþjónustu sveitarfélaga sé sá að sinna eigi öllum, jafnt öldruðum, fötluðum og óháð kyni og litarhætti. Fram að þessu hafa fatlaðir fengið þjónustu að hluta til hjá ríkinu og að hluta til hjá sveitarfélögunum. Það sé því verið að veita félagsþjónustu til fatlaðra á tveimur stjórnsýslu- stigum. Hún segir að flestir séu því sammála að þetta verkefni eigi að vera að fullu hjá sveitar- félögunum og samkvæmt frum- varpinu verða svæðisskrifstofurnar átta, þar sem lagt er mat á þjón- ustuþörf einstaklinga, lagðar niður. „Menn hræðast hins vegar það sem kallað er erfið tilvik, sem eru einstaklingar sem þurfa mikla þjónustu og eru mjög dýrir. Spurn- ingin snýst ekki um það hvort veita eigi þjónustuna heldur hvernig menn fái fjármagn til þess. Hjá sveitarfélögunum er mikil þekking á ýmsum þáttum sem snýr að þess- um einstaklingum en hjá svæðis- skrifstofunum er önnur þekking sem lýtur að allra erfiðustu ein- staklingunum. Það er því mikill kostur að samþættingunni svo fólk þurfi ekki að leita til margra sér- fræðinga til þess að fá úrskurð um hvaða þjónustu það eigi að fá,“ seg- ir Arnbjörg. Gert ráð fyrir kostnaðaraukningu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður Sambands íslenskra sveit- arfélaga, segir að þessi mál hafi verið meira eða minna til skoðunar síðastliðin sex ár. Gerð hafi verið mikil úttekt á öllum þáttum máls- ins. Umfang þessa málaflokks sé á bilinu 4,5–5 milljarðar. Vilhjálmur segir að óskað hafi verið eftir frest- un á gildistökunni til 1. janúar 2003 svo tími gæfist til að skoða þau ít- arlegu gögn sem fyrir liggi í mál- inu. „Við þurfum að skoða gaum- gæfilega hvernig nýir tekjustofnar eiga að berast til sveitarfélaga til þess að sinna þessu verkefni og hvernig þeim yrði útdeilt til sveit- arfélaga sem hafa þetta verkefni með höndum,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að gert sé ráð fyrir kostnaðaraukningu við þennan málaflokk vegna aukinnar þjón- ustu. Í kostnaðarnefndinni var m.a. fjallað um það hvernig fjármagni yrði beint til sveitarfélaganna tækju þau yfir þennan málaflokk. Ein hugmyndin gengur út á það að fjármagninu verði veitt í sameig- inlegan sjóð og deilt úr honum til þeirra sveitarfélaga sem sinna þessari þjónustu í takt við þau verkefni sem þau hafa með hönd- um. Þess má geta að á bilinu 70–80 sveitarfélög hafa ekki haft þessi verkefni á sinni hendi. Vilhjálmur segir að það sé mat sveitarfélag- anna að það vanti 500 milljónir kr. inn í kostnaðarmatið. Hann gerir ráð fyrir því að breytingar eigi eft- ir að verða á frumvarpinu og segir að sveitarstjórnarmenn séu ekki fyllilega sáttir við frumvarpið eins og það liggur fyrir. Betur þurfi að skilgreina hverjar skyldur sveitar- félaganna verði í þessum efnum. Frumvarp um flutning á félagsþjónustu frá ríki til sveitarfélaga Sveitarfélögin vilja frestun til 2003 Þroskahjálp vill að þeir sem fötlunar sinnar vegna þekkja ekki rétt sinn geti kallað til persónulegan talsmann til þess að leiðbeina sér í gegnum kerfið. Myndin er tekin af barni að leik í skammtímavistun í Álfalandi. Flutt hefur verið á Alþingi frumvarp um flutning á félagsþjón- ustu frá ríki til sveit- arfélaga. Kostnaður vegna þessarar þjón- ustu er metinn á 4,2–4,7 milljarða kr. Guðjón Guðmundsson kynnti sér málið og afstöðu hagsmunasamtaka. LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp eru hlynnt frumvarpinu en hafa engu að síður gert athugasemdir við það. Öryrkjabandalag Íslands og Sólheimar leggjast hins vegar alfarið gegn frumvarpinu. ÖBÍ kýs að málaflokkurinn verði áfram undir handarjaðri ríkisins en Sól- heimar kjósa að félög og samtök taki við málaflokknum. Halldór Gunnarsson, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, segir samtökin hafa haft flutning á félagsþjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga á stefnuskrá sinni frá því 1992. Engu að síður geri þau nokkrar athugasemdir við fyr- irliggjandi frumvarp. Þau vilja að íhlutunarréttur þeirra og Ör- yrkjabandalags Íslands verði tryggður í nýju lögunum eins og hann er í núgildandi lögum um málefni fatlaðra. Einnig eru gerð- ar athugasemdir við fyrirvara- lausa gjaldtöku og þau eru ósátt við að markmiðsgrein laganna um málefni fatlaðra er felld út í frum- varpinu, en hún hafi m.a. verið notuð í rökstuðningi varðandi dómsmál sem hafa unnist. Sam- tökin leggja til að greinin verði sett inn í nýtt réttindagæslu- frumvarp. „Kostirnir við tilflutn- inginn verða þeir að þá njóta fatl- aðir og ófatlaðir félagsþjónustu frá sama stað og er það í samræmi við stefnu samtakanna um blöndun fatlaðra og ófatlaðra. Þetta ein- faldar auk þess alla þjónustu. Nú fá fatlaðir ákveðna þætti í gegnum svæðisskrifstofur, t.d. stuðnings- fjölskyldur eða frekari liðveislu. Aðra þætti fá þeir frá félagsþjón- ustunni, t.d. liðveislu eða heim- ilishjálp. Það geta því komið 3–4 manneskjur inn á heimili hins fatl- aða. Nú er hægt að steypa þessu saman í eitt þannig að þjónustan verður mun einfaldari. Það verður jafnframt styttra að sækja þjón- ustuna og við teljum það af hinu góða. Nándin þýðir það að vanda- málið er persónulegt en ekki strik í súluriti. Einnig auðveldar það uppbyggingu heildstæðrar þjón- ustu fyrir hvern og einn þegar verkefnið er á sömu hendi en sveit- arfélögin sjá nú þegar fötluðum fyrir akstri, námi og íþrótta- og tómstundastarfi,“ segir Halldór. Samtökin telja að ekki sé gengið nægilega langt í réttindagæslu- frumvarpinu þar sem gert er ráð fyrir einum réttindagæslumanni yfir landinu öllu og einum trún- aðarmanni á hverju svæði. Sam- tökin vilja að þeir sem fötlunar sinnar vegna þekkja ekki rétt sinn eða hvert þeir eiga að sækja hann, geti kallað til persónulegan tals- mann sem hagsmunasamtökin út- vegi til þess að leiðbeina sér í gegnum kerfið. Leggjast gegn frumvarpinu Öryrkjabandalag Íslands og Vistheimilið Sólheimar hafa lagst gegn frumvarpinu. Öryrkjabanda- lagið vill að málaflokkurinn verði áfram í höndum ríkisins en Sól- heimar vilja að verkefnið flytjist til félaga og samtaka en ekki sveit- arfélaga. Í umsögn Öryrkjabanda- lagsins segir að miklar efasemdir séu uppi um réttmæti þess að flytja málefni fatlaðra frá ríki til sveit- arfélaga. ÖBÍ hvetur stjórnvöld til að falla frá frumvarpinu þótt í því og fylgifrumvörpum þess sé margt jákvætt sem með góðum vilja megi fella að gildandi lögum um málefni fatlaðra og tengdum lögum. Í um- sögninni segir að margvíslegar hættur, þversagnir og vandamál séu innbyggð í lýðræðið sem boð- berar þess að færa flestalla mála- flokka til smærri stjórnsýsluein- inga, vanmeti. Sú hætta sé augljósust að meirihlutinn misbeiti valdinu í sína þágu og taki ekki nægt tillit til minnihlutans, að ekki sé talað um þegar ákvörðun varð- ar heill og hamingju jafn lítils minnihluta og þeirra sem fatlaðir eru. Vikið er að því að návígi í hin- um fámennari samfélögum geti oft orðið kalt og grimmt. „Staðreynd er að á þeim stöðum þar sem dugnaður og starfsorka eru talin æðst og mest allra mann- legra dyggða líður okkar fólk oft hreinar sálarkvalir, jafnvel gagn- vart sínum eigin ættingjum og venslafólki. Kenningar okkar um „nærsamfélag“ og „nærþjónustu“ eru gjarnan til þess eins fallnar að vekja þessum félögum okkar hroll sem snúist getur upp í hreina mar- tröð ef sú hugmynd gengur eftir að vega og meta hvern þeirra í krónum og aurum svo sveitung- arnir viti nú örugglega hvað „ómaginn“ kostar,“ segir m.a. í umsögninni. Guðmundur Ármann Pétursson hjá Sólheimum segir frumvarpið ganga þvert á ríkjandi stefnu um málefni fatlaðra í veröldinni að því leyti að það gefi fötluðum ekki val- kost um hvar þeir kaupi sína þjón- ustu. Það gangi einnig gegn ríkjandi stefnu að heimila sveitarfélögum að semja við félög og sjálfseign- arstofnanir um þjónustu við fatl- aða fyrir hönd viðkomandi sveit- arfélags því þar með eru félög og samtök orðin undirverktakar sveitarfélaga og misræmi getur orðið frá einu sveitarfélagi til ann- ars. Sjálfseignarstofnanir og félög sitji því ekki við sama borð og sveitarfélögin. Guðmundur Ár- mann kveðst hlynntur því að ríkið annist ekki sjálft þjónustu við fatl- aða en segir forsendurnar í frum- varpinu rangar. „Ein meginfor- sendan fyrir þessu frumvarpi er sögð svokölluð „nærþjónusta og samþætting“. Fyrir því er löng reynsla erlendis að nærþjónusta er hvað best þar sem félög og samtök annast þessa þjónustu, en ekki sveitarfélög. Rökin fyrir breyting- unni hér eru því nokkuð brosleg. Ef litið er til þeirra þjóða þar sem þjónusta þykir hvað best, njóta 9 af hverjum 10 þjónustu félaga og sjálfseignarstofnana en ekki sveitarfélaga. Það eitt ætti að vera nægjanlegt umhugsunarefni,“ segir Guðmundur Ármann. ÖBÍ og Sólheimar leggj- ast gegn frumvarpinu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.