Morgunblaðið - 06.03.2001, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.03.2001, Qupperneq 25
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 25 Aðalfundur Olís 2001 Aðalfundur Olíuverzlunar Íslands hf. vegna starfs- ársins 2000 verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu föstudaginn 9. mars nk. og hefst kl. 16:00. Dagskrá fundarins er þessi: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 13. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins: - Tillaga um að fækka í varastjórn. - Tillaga um orðalagsbreytingar vegna rafrænnar skráningar á hlutum í félaginu. 3. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem löglega hafa verið upp borin. Ársreikningur félagsins ásamt skýrslu stjórnar og endurskoðenda mun liggja frammi á skrifstofu félagsins í Sundagörðum 2, hluthöfum til sýnis, 7 dögum fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent við upphaf fundar. Að loknum aðalfundarstörfum verður hluthöfum boðið upp á léttar veitingar. Stjórn Olíuverzlunar Íslands hf. Aðalfundur Bakkavör Group hf. vegna starfsársins 2000 verður haldinn á Radisson SAS Hótel Sögu, fundarsal A, v/Hagatorg, Reykjavík, miðvikudaginn 7. mars og hefst hann kl. 16.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til kaupa félagsins á eigin hlutum allt að 10% samkvæmt 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Tillaga um breytingar á samþykktum: Heimild til stjórnar félagsins að auka hlutafé félagsins um allt að 200 milljónir króna að nafnverði og að hluthafar falli frá forkaupsrétti sínum sbr. 3. mgr. 34. gr. laga um hlutafélög. 4. Önnur mál löglega upp borin. Ársreikningur félagsins ásamt skýrslu stjórnar og endurskoðenda mun liggja frammi á skrifstofu félagsins í Hamraborg 10, 200 Kópavogi, 7 dögum fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent við upphaf fundar. Atkvæðaréttur hluthafa miðast við stöðu hluthafaskrár að morgni 7. mars 2001. Að loknum aðalfundarstörfum verður hluthöfum boðið upp á léttar veitingar. Stjórn Bakkavör Group hf. Aðalfundur Bakkavör Group hf. 2001 HAGNAÐUR Héðins-samstæðunn- ar dróst saman um 81% á síðasta ári en hann nam 7 milljónum króna árið 2000 en var 37 milljónir króna árið 1999. Samkvæmt upplýsingum frá Héðni skýrist minnkun hagnaðar einkum af minnkandi fjárfestingum í fiskimjölsiðnaði ásamt hækkunum á innlendum kostnaðarliðum, þar með talinni launaþróun ársins. Eigið fé í lok ársins 2000 nam 411 milljónum króna að meðtöldu hlutafé að nafnvirði 100 milljónir króna og hefur eigið fé aukist um 3,5% á einu ári. „Afkoma Héðins hf. á árinu 2000 er í samræmi við það sem gerist í málmiðnaði og endurspeglast af starfsumhverfi í fiskveiðum og fisk- vinnslu. Fjárfestingar í fiskimjöls- iðnaði hafa legið niðri. Ekki er gert ráð fyrir að breyting verði hér á árið 2001,“ kemur fram í tilkynningu frá Héðni til Verðbréfaþings Íslands. Tap af rekstri Peders Halvorsen AS Á árinu keypti Héðinn hf. 73% hlutafjár í norska félaginu Peder Halvorsen AS sem byggir starfsemi sína á framleiðslu vatns- og gufu- katla, svo og þjónustu við norska ol- íuiðnaðinn. Tap varð á rekstri þessa dótturfélags á árinu 2000 og er tekið tillit til þessa í samstæðureikningi. Gert er ráð fyrir að endurskipulagn- ing félagsins skili hagnaði á árinu 2001. Aðalfundur Héðins verður haldinn 16. mars og mun stjórn félagsins leggja fram tillögu á honum um að sækja um afskráningu hlutabréfa félagsins af vaxtarlista Verðbréfa- þings Íslands. Jafnframt mun stjórn leggja til að greiddur verði út 10% arður til hluthafa. Stjórnin mun leggja fram tillögu um að Halldór Lárusson, Jakob Möller og Sverrir Sveinsson verði kjörnir í stjórn félagsins en Björn Ástmundsson og Markús Möller til vara. Hagnaður Héðins dregst saman um 81% á milli ára Sótt um afskráningu af Verðbréfaþingi      7    8 8         7  #'       9                 *' '  '   (        :  ('        ;    *' <     :     9          #$  #   !! $  !   % &% ./,  /-4  ,. . " ),  ,4 !-/  /! !0 /02,= "2= ! "##! $ "!  "$ "$% "$! "$! "$!  $!  "! $      &  ' (( ' (( ' ((     & !'$' !'$'      &  JACK Stahl, aðstoðarframkvæmda- stjóri Cola-Cola drykkjarvörufram- leiðandans, hefur ákveðið að hætta hjá fyrirtækinu. Stahl hefur starfað fyrir félagið í tuttugu ár og var næstráðandi á eftir aðalfram- kvæmdastjóra þess, Douglas Daft. Brotthvarf Stahl kemur í kjölfar gagngerrar endurskipulagningar á stjórnskipulagi fyrirtækisins. Breytingarnar fela meðal annars í sér að fyrirtækinu verður skipt upp í þrjú svið byggð á landfræðilegri skiptingu, Ameríku, Asíu og Evr- ópu/Afríku. Fjórða sviðið mun sjá um að þróa ný viðskiptatækifæri fyrir félagið. Nýverið hefur félagið tilkynnt um samvinnu við Walt Disney-fyrirtækið um markaðs- setningu á ávaxtasöfum undir merkjum Walt Disney. Ætlunin er að höfða sérstaklega til barna með slíkum drykkjum. Einnig hefur fyr- irtækið tilkynnt um samvinnu milli þess og stórfyrirtækisins Proctor & Gamble um stofnun nýs fyrirtækis sem framleiðir ávaxtasafa og nasl vörur. Douglas Daft aðalframkvæmda- stjóri segir að þar sem fyrirtækið sé að hefja nýtt vaxtarskeið á nýrri öld sé þetta nýja skipulag einmitt það sem fyrirtækið þarfnist. Coca- Cola hefur á undanförnum árum verið að missa markaðshlutdeild yf- ir til Pepsi Cola. Einnig hafa nýir drykkir eins og alls kyns íþrótta- drykkir aukið markaðshlutdeild sína verulega, sérstaklega á Banda- ríkjamarkaði. Aðstoðarframkvæmda- stjóri Coca-Cola hættir BRESKA blaðið Financial Times mun bjóða upp á farsímaáskrift og þjónustu frá og með vormánuðum. Undir nafninu FT Mobile er ætlunin að selja venjulega farsímaáskrift en einnig að selja notendum upplýsing- ar úr blaðinu og gagnasafni þess. Samstarfsaðilar blaðsins eru BT Cellnet og Carphone warehouse sem selur farsíma á Bretlandseyjum og er um að ræða samstarf Carphone og FT Carphone mun sjá um sölu á símum og áskrift að FT Mobile. Þjónustan mun notast við farsíma- kerfi BT Cellnet. Með auknum möguleikum á að færa gögn og upp- lýsingar í gegnum farsímakerfi treystir FT á að fréttir úr blaðinu og gagnasafni þess verði eftirsótt vara. Ljóst er að fyrirtæki eins og Pear- son sem auk þess að eiga Financial Times group á einnig sjónvarps- og útvarpsstöðvar og The Economist vill verða virkur þátttakandi á mark- aði sem meira og meira snýst um upplýsingar. Það hafi sýnt sig að það sé mögulegt að ná auknum tekjum af farsímanotendum í gegnum þeirra áskrift með því að bjóða upp á alls kyns þjónustu. Financial Times býður upp á far- símaþjónustu Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.