Morgunblaðið - 06.03.2001, Síða 29

Morgunblaðið - 06.03.2001, Síða 29
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 29 stjórnmálaskóli samfylkingarinnar Innritun: Í síma 551-1660, á netfang: samfylking@samfylking.is eða á heimasíðu flokksins: Samfylking.is Austurstræti 14, 4. hæð 15.-18. mars Fimmtudagurinn 15. mars 19.00-19.30 Setning Stjórnmálaskólans. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar setur skólann og fer yfir stefnuna og framtíðina. 19.45-22.00 Ræðumennska og tjáning. Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar og Kristín Á. Ólafsdóttir, leikari. Föstudagurinn 16. mars 17.00-19.00 Kvenfrelsið og framtíðarborgin. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri. 19.30-22.00 Greina- og fréttaskrif, netið og stjórnmálin. Stefán Jón Hafstein, fjölmiðlafræðingur og Hreinn Hreinsson, ritstjóri. Laugardagurinn 17. mars 12.00-13.00 Almannatengsl. Einar Karl Haraldsson, ritstjóri. 13.15.-15.00 Að mála bæinn rauðan. Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður og Ingvar Sverrisson, framkvæmdastjóri. 15.30 –18.00 Framkoma í fjölmiðlum. Mörður Árnason, íslenskufræðingur, Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður. 18.00-19.00 Þingstörfin. Alþingi heimsótt. Margrét Frímannsdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar. 19.00 Léttar veitingar í boði formanns Samfylkingarinnar. dagskrá Sunnudagurinn 18. mars 12.00-13.00 Flokksstarfið - ungliðahreyfingin. Katrín Júlíusdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna og Björgvin G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. 13.30-14.30 Hugtök og heiti í fjármálum og hagfræði. Ágúst Einarsson, prófessor og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. 14.45-16.00 Lýðræðissamfélag framtíðar. Bryndís Hlöðversdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. 16.15-19.00 Lokaverkefni. FJÖLMÖRG mál er varða íslenskan sjávarútveg voru á dagskrá fundar fiskinefndar Matvæla- og landbúnað- arstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, er lauk á föstudag. Þar á meðal var ný skýrsla sérfræðingahóps FAO um ríkisstyrki í sjávarútvegi, en ís- lensk stjórnvöld hafa unnið markvisst að því, m.a. á vettvangi Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar, FAO og OECD, að gert verði alþjóðlegt sam- komulag um afnám ríkisstyrkja í sjávarútvegi. Meginniðurstöður skýrslunnar eru þær að þrátt fyrir að sterk rök séu fyrir því að ríkisstyrkir hafi áhrif á viðskipti með sjávarafurðir og ýti undir aukna sóknargetu og rányrkju þá liggi ekki fyrir fullnægjandi upp- lýsingar þessu til staðfestingar. Afla þurfi frekari upplýsinga og svara þurfi fjölmörgum spurningum. Nið- urstaða sérfræðinganna vakti von- brigði á fundinum og var skýrsla þeirra harðlega gagnrýnd fyrir of fræðilega nálgun viðfangsefnisins. Að tillögu Íslands, sem studd var m.a. af Argentínu, Ástralíu, Bandaríkj- unum, Chile, Namibíu, Nýja-Sjálandi, Noregi og Perú samþykkti nefndin að vinnu sérfræðinganna yrði haldið áfram og að leitað verði svara við þeim spurningum sem þeir létu ósvarað. Jafnframt var ákveðið að gefa aðild- arríkjunum kost á að tefla fram sínum sérfræðingum og upplýsingum um áhrif ríkisstyrkja á viðgang fiskistofna og viðskipti með sjávarafurðir. Auk þessa var FAO falið að safna saman og samræma upplýsingar um ríkisstyrki í sjávarútvegi sem liggja fyrir hjá öðr- um alþjóðastofnunum. Sendinefnd Íslands kynnti á fund- inum hvernig norrænu ríkin vilja að unnið sé að umhverfismerkingum sjávarafurða. Mælt var með því að FAO fengi það hlutverk að þróa leið- beinandi reglur og viðmið fyrir slíkar merkingar til að koma í veg fyrir að umhverfismerkingar sjávarafurða verði að tæknilegum viðskiptahindrun- um og villi um fyrir neytendum. Þá var á fundinum samþykkt valfrjáls alþjóð- leg framkvæmdaáætlun um ólöglegar, óskráðar og ótilkynntar fiskveiðar. Auk þessara mála voru til umfjöll- unar mörg mál er varða hagsmuni ís- lensks sjávarútvegs eins og hvort CITES-samningurinn um viðskipti með dýr og plöntur í útrýmingar- hættu eigi að taka til viðskipta með fiskafurðir. Í málflutningi íslensku sendinefndarinnar var einnig lögð sérstök áhersla á að hrint verði í framkvæmd samstarfsverkefni Al- þjóðabankans og FAO um aðstoð við þróunarríkin við að byggja upp ábyrga og sjálfbæra fiskveiðistjórn- un. Íslensk stjórnvöld áttu verulegan þátt í að móta þetta brýna verkefni, enda hefur Ísland verið leiðandi í þró- unaraðstoð á sviði sjávarútvegs. Mörg þróunarríki eiga auðug fiskimið og rúmlega 50% af fiskafurðum á al- þjóðamörkuðum koma frá þróunar- ríkjunum. Mörg þessara ríkja hafa hins vegar enga eða litla fiskveiði- stjórnun og mörg þeirra eru ber- skjölduð fyrir rányrkju erlendra fiskiskipa. Fiskinefndin kemur saman annað hvert ár í Róm og sækja fundina fulltrúar ríflega 100 aðildarríkja FAO. Formaður íslensku sendinefnd- arinnar á fundi nefndarinnar var Kol- beinn Árnason, sjávarútvegsráðu- neyti. Rætt um ríkisstyrki og umhverfismerkingar Skýrsla starfshóps sérfræðinga FAO gagnrýnd RÍFLEGA 550.000 tonnum af loðnu hefur nú verið landað af íslenzkum skipum á vertíðinni frá því í sumar samkvæmt upplýsingum Samtaka fiskvinnslustöðva. Eftir standa þá um 265.000 tonn af leyfilegum heildarkvóta íslenzku skipanna. Auk þess hefur á þessu tímabili ver- ið landað rúmlega 16.000 tonnum af loðnu af erlendum fiskiskipum. Frá fimmtudegi og til gærdagsins var alls landað um 57.000 tonnum af loðnu, en bræla var um helgina og víða er löndunarbið eða löng sigling frá miðum til hafna, sem geta tekið á móti loðnu. Í gær voru skipin eins og áður við veiðarnar á Faxaflóa, en ekkert veiðist fyrir austan. Mestu af loðnu hefur nú verið landað á Eskifirði, 51.400 tonnum, og næst- mestu í Neskaupstað, 44.700 tonn- um. 550.000 tonn á land SKELVERTÍÐ lauk í Stykkishólmi seinni hluta febrúar. Vertíðin hófst um 10 ágúst og stóð því í 6 mánuði. Alls var landað í Stykkishólmi á ver- tíðinni um 6.600 tonnum af hörpu- diski. Veiðarnar stunduðu 6 bátar, 4 bátar yfir 100 tonn og 2 minni bátar. Aflahæsti báturinn var Grettir SH 104 sem landaði um 1.340 tonnum. Í byrjun vertíðar störfuðu 3 skel- vinnslur. Í skelvinnslu Sigurðar Ágústssonar ehf. var tekið á móti um 3.200 tonnum af skel og hjá hinum tveimur um 3.400 tonnum. Síðastliðið sumar keypti Þórsnes ehf. skel- vinnslu Rækjuness og voru fyrirtæk- in sameinuð um áramótin. Eru þá eft- ir tvær skelvinnslur í Hólminum og við það fækkar störfum í landvinnslu sem munar um. Skelveiðar eru einnig stundaðar frá Grundarfirði, þar sem tvær vinnslur voru til staðar, en fækkar um helming á næstu vertíð. Mikið magn af skel safnast fyrir á landi eftir hverja vertíð. Ef gert er ráð fyrir að innmaturinn í hörpudisk- num sé 15% af þyngd hennar er hér um að ræða 5.600 tonn af skel á ári. Er það óhemju magn og reynist erfitt að farga úrgangi svo að ekki verði áberandi í umhverfinu. Það er slæmt að geta ekki nýtt skelina því hún er yfir 90% kalk. Er hér tækifæri fyrir hugmyndaríkan einstakling að vinna verðmæti úr henni, hráefnið er ókeypis. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Mikið magn af skel safnast fyrir eftir hverja skelvertíð í Stykkishólmi. Magnið er um 5.600 tonn af ári. Hér er um að ræða ódýrt hráefni til að vinna kalk úr, sem mundi nýtast til að mynda bændum við túnræktun. Skelvertíð lokið í Stykkishólmi Stykkishólmi. Morgunblaðið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.