Morgunblaðið - 06.03.2001, Side 30

Morgunblaðið - 06.03.2001, Side 30
NEYTENDUR 30 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR sem kaupa lífrænt ræktaðan mat gera það vegna þess að þeir telja sig vera að kaupa holla mat- vöru. Hingað til hafa rannsóknir hins vegar ekki bent til þess að lífrænt ræktuð vara sé neitt hollari en önnur. Þar á móti kemur að þeir sem kaupa lífrænt ræktað hafa að jafnaði tileink- að sér hollari lífsstíl en fólk almennt. Hver könnunin á fætur annarri hefur verið gerð þar sem hefðbundin vara er borin saman við lífræna, t.d. grænmeti. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að ekki er marktækur munur á hollustu vörunnar eða magni af óæskilegum efnum í henni. Hins vegar hafa þeir neytendur sem kaupa lífrænt ræktaðan mat að- hyllst hollari lifnaðarhætti en aðrir, að því er fram kemur í danskri rann- sókn sem gerð var á 1.500 manns. Meirihluti þeirra kaupir lífrænt rækt- aðan mat vegna þess að það telur hann vera hollari en samsvarandi rannsókn sem gerð var fyrir tíu árum leiddi í ljós að þá réðu aðrir þættir einkum vali á lífrænt ræktaðri vöru, svo sem tillit til umhverfisins. Þeim fjölgar sem kaupa lífrænt ræktaðan mat, um 15% gerir það að jafnaði og 45% stundum. Hópurinn verður æ breiðari, fyrir 10–15 árum voru það einkum þeir sem huguðu mjög að um- hverfinu sem það gerðu, nú hefur bæst við stór hópur sem hugsar eink- um og sér í lagi um eigin heilsu. Þeim sem velja lífrænt fjölgar þrátt fyrir að ekki hafi tekist að sýna fram á að það sé hollara. Læknirinn Peter Marck- mann segir það ekki breyta neinu. „Þetta er spurning um afstöðu og sið- ferði.“ Viljum við borða mat sem við vitum að eiturefnum hefur verið úðað yfir? Í rannsókn á dönsku hveiti sem gerð var árið 1999 kom í ljós að í 64 af 77 hefðbundum tegundum voru leifar af efnum sem draga úr vexti. Slíkar leifar eða eiturefni er sjaldan að finna í lífrænt ræktuðu hveiti. Vísindamenn hafa hingað til sagt að það breyti engu, þótt eiturefni finnist í mat séu þau í svo litlum mæli að þau valdi eng- um skaða. Engu að síður hafa margir sérfræðingar ráðlagt fólki að halda áfram að borða lífrænt. „Þrátt fyrir að sagt sé að maturinn sé hættulaus kann fólk engu að síður að hafa á til- finningunni að það sé rangt að hafa t.d. aukefni í mat,“ segir Lotte Holm sem starfar hjá Rannsóknarmiðstöð manneldis í Danmörku. „Hafir þú alltaf á tilfinningunni að vafi leiki á um ágæti þess sem þú ert að borða veldur það óþægilegri til- finningu og það er ekki hollt. Jafnvel þótt ekki sé hægt að mæla þessa óþægindatilfinningu í blóði eða blóð- þrýstingi hefur hún áhrif á vellíðan okkar. Þegar fólk borðar lífrænt ræktaðan mat finnst því að maturinn sé „hreinn“.“ Lífrænn matur og hollari lífshættir fara saman Morgunblaðið/Árni Sæberg Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Betra að borða lífrænt þótt ekki sé sannað að slík vara sé heilsusamlegri ÞEGAR Samkeppnisstofnun kann- aði verðmerkingar í 490 sýningar- gluggum verslana á höfuðborgar- svæðinu nýlega voru 55% verslana með óaðfinnanlegar verðmerkingar. Í 22% tilvika var verðmerkingum áfátt og í 23% tilvika voru vörur í gluggum verslana óverðmerktar með öllu. Ef skoðað er sérstaklega hvernig fyrirtæki við Laugaveg standa sig kemur í ljós að 53% verslana eru með óaðfinnanlegar verðmerkingar í gluggum og 54% verslana í Kringl- unni. Að sögn Kristínar Færseth deild- arstjóra hjá Samkeppnisstofnun eru þessar niðurstöður betri en undan- farin ár en þó segir hún þær engan veginn viðunandi fyrir neytendur. Kristín segir Samkeppnisstofnun hvetja neytendur til að fylgjast með verðmerkingum því samkvæmt lög- um ber verslunareigendum að verð- merkja vörur hvort sem þær eru inni í verslunum eða í sýningar- gluggum.    !"  #$ $ '          % %%'      (  )     **  Verslunareigendum ber að hafa verð á vörum í sýningargluggum Rúmlega helming- ur með verð- merkingar í lagi Morgunblaðið/Árni Sæberg mætrar eintakagerðar til einka- nota. Dæmi um slíka eintakagerð er afritun af geisladiski í því skyni að hafa bæði eintak heima og í bílnum. Það væri hinsvegar ólög- legt að afrita geisladiskinn og gefa eintakið.“ Í yfirlýsingu sem Neytendasam- tökin sendu frá sér í gær kemur fram að samtökin viðurkenni rétt höfunda til bóta fyrir tjón vegna eintakagerðar til einkanota svp framarlega sem ákveðin skilyrði eru uppfyllt.„ Í fyrsta lagi þarf að meta nákvæmlega hvert sé mark- aðstap höfunda vegna eintakagerð- ar til einkanota. Valdi heimil ein- takagerð til einkanota höfundum tjóni telja Neytendasamtökin rétt- lætanlegt að þeir fái greiddar bæt- ur vegna þess. Í öðru lagi telja Neytendasam- NEYTENDASAMTÖKUNUM berst um þessar mundir fjöldi fyr- irspurna um innheimtu höfundar- réttargjalda. Að sögn Ólafar Emblu Einarsdóttur lögfræðings Neytendasamtakanna virðist sem nokkurs misskilnings gæti um inn- heimtu höfundarréttargjalda. „Inn í umræðuna um höfundarréttar- gjöldin hefur blandast umræða um ólöglega afritun. Margir hafa skilið málflutning höfunda sem svo að verið sé að bæta þeim tjón vegna „sjóræningjaútgáfa“ en svo er ekki. Það tjón sem gjöldin eiga að bæta er tjón höfunda vegna lög- tökin að sönnun tjóns eigi að hvíla á höfundum og samtökum þeirra. Takist ekki að færa sönnur á tjón- ið telja samtökin ekki forsvaran- legt að gjaldtakan fari fram. Í þriðja lagi telja Neytendasam- tökin að vandlega verði að gæta þess að bætur vegna eintakagerð- ar til einkanota séu ekki ofmetnar. Ströng skilyrði verði því að vera um samhengi milli tapaðrar sölu og bóta. Neytendasamtökin hafa ekki séð þess nein merki að reglu- gerð nr. 125/2001 uppfylli fram- angreind skilyrði og telja af þeirri ástæðu að umrædd gjaldtaka sé ekki forsvaranleg. Óviðunandi er að neytendur greiði bætur fyrir að valda höfundum tjóni með eintaka- gerð til einkanota ef hvorki er búið að sanna að tjón eigi sér stað né sýna fram á umfang þess.“ Viðurkenna gjaldtöku að skilyrðum uppfylltum NS fá fjölda fyrirspurna um höfundarréttargjöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.