Morgunblaðið - 06.03.2001, Side 42

Morgunblaðið - 06.03.2001, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STUÐNINGUR VIÐ ÞJÓÐMINJASAFNIÐ FYRSTU SKREF Í ÁTT TIL VETNISSAMFÉLAGS Í samstarfi ýmissa íslenzkra aðilaog öflugra alþjóðlegra fyrir-tækja, þar á meðal Daimler- Chrysler, Norsk Hydro og Shell Hydrogen, hefur um nokkurt skeið verið unnið að því að kanna möguleika á að gera Ísland að fyrsta vetnissam- félagi heims. Það þýddi að Ísland yrði þjóðfélag þar sem vetni, sem fram- leitt er úr vatni með endurnýjanlegri orku, yrði notað til að knýja farartæki í stað jarðefnaeldsneytis á borð við benzín og olíu. Þannig gæti Ísland jafnvel orðið sjálfu sér nægt um orku – nú þegar vega endurnýjanlegir orkugjafar á borð við jarðhita og raf- magn mun þyngra í orkunotkun hér en víðast í iðnríkjunum – og þar með óháð olíu. Því fylgja ýmsir kostir, bæði fyrir umhverfi og efnahag. Við- skiptahalli myndi minnka og íslenzka hagkerfið yrði óháð sveiflum í olíu- verði. Ekki skiptir minna máli að notkun vetnis í vélum bíla og skipa myndi orsaka miklu minni mengun en verður til í dag vegna brennslu olíu og benzíns. Þannig myndi útbreiðsla vetnisvéla draga stórlega úr út- blæstri gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Aukinheldur eru vetnisvélar því sem næst hljóðlausar og myndu draga verulega úr hávaðamengun. Þá gæti sú tækniþekking, sem hér verð- ur til við uppbyggingu vetnissam- félags, orðið útflutningsvara og jafn- vel gæti komið til vetnisútflutnings. Tvær nýlegar fréttir benda til að við séum nú að stíga fyrstu skrefin í átt til vetnissamfélags. Annars vegar var í síðustu viku hleypt af stokkun- um tilraunaverkefninu Ectos, sem felur í sér að reknir verða þrír vetn- isknúnir strætisvagnar í Reykjavík, byggð vetnisáfyllingarstöð í borginni og gerðar tilraunir með vetnisknúna bíla og skip. Evrópusambandið styrk- ir verkefnið um 225 milljónir króna og hefur sambandið aldrei áður styrkt íslenzkt rannsóknar- og tilraunaverk- efni með svo hárri upphæð. Hins veg- ar var um helgina greint frá því að bandaríska fyrirtækið DCH Techno- logy hefði samið við Skeljung hf. um að fyrirtækið annaðist könnun á markaði fyrir litla efnarafala, knúna vetni. Bæði þessi verkefni tengjast áformum Íslenzkrar nýorku um að stuðla að almennri notkun vetnis á Ís- landi. Þá eru þeir í samræmi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Ljóst er að vetnistæknin er ennþá dýr, eins og öll tækni sem er á þróun- ar- og tilraunastigi. Beri þær tilraun- ir, sem nú eru að hefjast, góðan ár- angur færist sá möguleiki hins vegar nær að hægt verði að taka hana til daglegra nota – að almenningur geti keypt sér vetnisknúna bíla eða notað efnarafala til að hlaða farsímana sína. Talsmenn vetnissamfélags á Íslandi telja að það geti orðið að raunveru- leika á árabilinu 2030–2040. Miklir möguleikar geta falizt í nýt- ingu vetnistækninnar. Þó ber að hyggja að hugsanlegum neikvæðum afleiðingum hennar. Til dæmis má spyrja hvort Íslendingar myndu sætta sig við að framleiðsla vetnis til útflutnings yrði svo mikil, að hún kall- aði á byggingu nýrra stórvirkjana. Líklega dettur þó fáum í hug að leysa umhverfisvanda með því að búa til nýjan. Síðastliðinn föstudag var undirrit-aður samstarfssamningur til þriggja ára milli Þjóðminjasafns Ís- lands og Landsvirkjunar. Samning- urinn er metinn á um 50 milljónir króna en með honum gerist Lands- virkjun svonefndur bakhjarl Þjóð- minjasafnsins bæði með stuðningi við einstök verkefni og markaðssetn- ingu í því skyni að efla starfsemi safnsins þannig að ímynd beggja njóti góðs af. Af þessum samningi má ráða að fyrirtæki eru í vaxandi mæli farin að nýta sér þau tækifæri sem gefast með samstarfi við menningu og listir í því skyni að byggja upp já- kvæða ímynd í þjóðfélaginu og er það vel. Þannig virðast forráðamenn fyr- irtækja hafa áttað sig á því að menn- ingarleg ímynd er eftirsóknarverð auk þess sem stuðningur þeirra við menninguna hefur ótvírætt gildi fyr- ir samfélagið í heild. Samningur á borð við þennan hefur því marg- þætta þýðingu, en hann er líklega sá stærsti sem fyrirtæki hefur gert við menningarstofnun hér á landi. Þjóðminjasafn Íslands stendur á tímamótum um þessar mundir þar sem miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á húsnæði safnsins við Suður- götu, en húsið er nú nánast fokhelt. Framundan er því þýðingarmikið tímabil uppbyggingar og áríðandi að safninu takist að skapa sér nútíma- lega ímynd og kynna starfsemi sína og þær þjóðminjar sem þar eru varð- veittar. Með því fé sem samningur- inn tryggir verður m.a. staðið að kynningu og kostun á nýrri grunn- sýningu safnsins sem opnuð verður í árslok 2002. Einnig felst í samningn- um að kallaður verður saman hópur valinna forystumanna atvinnulífsins sem eru reiðubúnir til að gerast verndarar Þjóðminjasafns Íslands og þjóðminjavörslunnar. Slíkur hóp- ur hlýtur að vera safninu mikilvægur bakhjarl þegar að því kemur að móta nýjar áherslur í takti við samtímann í endurnýjuðum húsakynnum. Hér er því um að ræða athyglisvert for- dæmi til að byggja á í samþættingu íslensks atvinnu- og menningarlífs, en erlendis er algengt að menning- arstofnanir eigi sér slíka verndara úr atvinnulífinu. Með þessum hætti gefst atvinnulífinu tækifæri til að veita þeirri þekkingu sem það býr yf- ir, t.d. á sviði markaðssetningar, rekstrar og stjórnunar, inn í menn- ingarstofnanir og þiggja í staðinn þá skapandi þekkingu sem menningar- lífið býr yfir og tengist arfleifð og sjálfsmynd hvers samfélags. Þjóðminjasafnið gegnir afar mik- ilvægu hlutverki í samfélagi okkar þar sem mörg verkefni blasa við á sviði fornleifarannsókna hér á landi þrátt fyrir ötult starf um áratuga skeið. Það er því ánægjulegt þegar nýjar leiðir opnast til að styrkja inn- viði slíkrar starfsemi og auka veg hennar í samfélaginu. Á KYNNINGUNNI getanemendur, sem hafaáhuga á að fara í meist-ara-, doktors- eða viðbót- arnám við Háskóla Íslands, kynnt sér hvernig slíku námi er háttað á um það bil 50 námsleiðum við skól- ann. Boðið er upp á þessar náms- leiðir í öllum deildum skólans og öll- um grunnnámsgreinum að því undanskildu að doktorsnám er ekki í boði í hjúkrunardeild. „Það er mjög löng hefð fyrir námi til meistaraprófs eða sambærilegu í heimspekideild,“ segir Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri rann- sóknasviðs Háskóla Íslands. „Ég held að fyrsti einstaklingurinn með meistarapróf hafi útskrifast úr heimspekideild árið 1923.“ Hann segir framhaldsnámið hafa tekið verulega við sér árið 1993 með til- komu Rannsóknanámssjóðs sem rekinn er af Rannsóknarráði Ís- lands og hefur orðið tíföldun á fjölda nýskráðra og brautskráðra stúdenta í framhaldsnámi við skól- ann síðan. „Árið 1993 voru um 50 nemendur skráðir í framhaldsnám en núna eru þeir um það bil 500. Þá voru brautskráðir framhaldsnemar um tíu talsins en voru núna í kring um 100. Og í framtíðinni gerum við ráð fyrir jafnvel hraðari vexti því við verðum vör við mjög mikinn áhuga. Það er stefnt að því að fjölga námsleiðum enn frekar og í okkar áætlun er gert ráð fyrir að árið 2005 verði nemendur í framhaldsnámi þúsund talsins,“ segir Halldór sem telur fjölbreytt framboð náms vera eitt af lykileinkennum góðs háskóla. Þjóðfélagið hagnast Í flestum tilfellum er meistara- nám við Háskólann 60 einingar eða tvö ár en getur þó í einstaka til- fellum verið 45 einingar. Halldór segir það þó uppbyggt á mismun- andi hátt. „Sumstaðar er ekki mik- ið framboð af námskeiðum. Í þeim tilfellum erum við í tengslum við erlenda háskóla eða bjóðum upp á svokölluð lesnámskeið sem eru sérsniðin námskeið fyrir nemand- ann í samstarfi við leiðbeinanda – eins konar sjálfsnám. Þetta er ekki óalgengt út í heimi í meistara- og doktorsnámi en ekki má taka nema tiltekinn fjölda eininga í slíkum námskeiðum,“ segir Halldór Að hans mati er hið aukna fram- boð á framhaldsnámi hérlendis gríðarlega mikilvægt, ekki bara fyrir þá námsmenn sem eiga ekki heimangengt heldur ekki síður fyr- ir háskólann sjálfan. „Þetta er ein- faldasta og áhrifaríkasta aðferðin við að efla rannsóknir við háskóla. Nemendur taka verkefni þar sem sérstaklega er verið að fást við sér- íslensk vandamál og ekk verið tekið á hingað til.“ segir Halldór þjóðfélagið hagnast á náminu því kra aukna menntun verður síf værari í atvinnulífinu. „ gömul goðsögn að við séum mennta fólk og ég held að séu búnir að átta sig á því hann og telur það ekki sp að Háskólinn verði að sinn eftirspurn sem er eftir nám Rannsóknarsamning í burðarliðnum Þrátt fyrir að námsfram aukist til muna á síðustu ár ir Halldór að Háskólinn h fengið sérstaka fjárveiting framhaldsnámi nema að m leyti. „Hins vegar erum v kennslusamning við menn ráðuneytið sem segir til u veitingar á grundvelli svok þreyttra námseininga. Ef situr námskeið og fer í pró kallað að þreyja einingu ó hvort hann nær prófinu e Hver slík þreytt eining skil skólanum ákveðinni fjárv sem við höfum fengið fyrir eru í framhaldsnámi á sam og fyrir grunnnámsstúdent Á hinn bóginn er meist miklu dýrara en grunnnám staklega þegar verið er að v lokaverkefninu og rannsókn þess verður stærri. Grun byggist meira á hag fjöldans sem við njótum Mikil ásókn stúdenta í framhaldsmenntun Fjöldi nemenda hefu tífaldast á sjö árum Næstkomandi fimmtudag stendur Háskóli Íslands fyrir kynningu á meist- ara-, doktors- og viðbótarnámi við skól- ann. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ræddi við skipuleggjendur námsins, kennara og nemendur og komst að því að fjölbreytni í framhaldsnámi við Há- skólann hefur aukist verulega síðustu ár. UMHVERFISFRÆÐI er meðal þeirra greina sem nýlega var farið að bjóða á meistarastigi við Há- skóla Íslands en það hóf göngu sína árið 1999. Auður H. Ingólfsdóttir er verkefnastjóri á Umhverfisstofn- unun háskólans og Ragnhildur H. Jónsdóttir er í meistaranámi í fag- inu. Þær segja umhverfisfræði vera þverfaglegt nám sem taki á við- fangsefnum sem blasa við í um- hverfisfræðum og tekur til alls sem lýtur að umhverfi allt frá mengun og náttúruvernd að nýtingu auð- linda og skipulagningu umhverfis- ins. Enda koma nemendurnir úr mismunandi greinum. „Við erum í raun að nýta þær fræðigreinar og þekkingu sem fyrir er til að takast á við mál sem tengj- ast umhverfinu,“ segir Auður. „Þessvegna hefur þessi þverfaglegi vinkill verið valinn. Nemendur taka námskeið í öllu mögulegu, allt frá hagfræði að líffræði og eru svo að reyna að tengja þetta saman miðað við viðfangsefnið.“ Þær eru ekki í vafa um mikilvægi þess að þetta nám sé í boði hérna heima. „Við erum að takast á við sér- íslensk vandamál og séríslenskar að- stæður,“ segir Ragnhildur. „Til dæmis búum við við lagaumhverfi sem er sett hér á landi. Svo höfum við annars konar vandamál og atriði sem þarf að taka tillit en annars staðar. Það er svo mikið af þessu sem er bundið við hvert og eitt svæði.“ Ragnhildur segir það líka hafa skipt máli fyrir sig persónulega að námið var á Íslandi þar sem hennar aðstæður gera henni erfitt um vik að fara til útlanda til lengri tíma. Auður bendir þó á að hægt sé að taka hluta námsins erlendis, til dæm- is eitt misseri. Hins vegar séu margir nemendanna í umhverfisfræðinni sem eru búnir að vera á vinnumark- aðinum í nokkur ár eftir grunnnámið og því nokkuð eldri en ge gerist í framhaldsnámi. „ að þetta nám höfði svo fólks sem hefur verið úti á markaðinum og sér þörfi skoða hlutina í víðu samh Að sögn Ragnhildar h sem stundað hafa þetta n lendis orðið varir við að fjallað um aðra hluti en viðkemur íslensku um „Það er annað lífríki og konar loftmengun hérna ars staðar, þó ekki s lengra en til Norðurlanda Til dæmis var ein sem Noregi að býsnast yfir þ oft henni leiddist að hlust irlestra og umræður um skóga og elgi. Þetta er bæri sem eru ekki hérn ekki hægt að yfirfæra hin Það er þó ekki síst samfélag og íslenskt u sem haganst á slíku ná Séríslenskar aðstæð ur í umhverfismálum HALLDÓRA Tómasdóttir, kynn- ingarfulltrúi Háskólans, segir að nú sé í fyrsta sinn staðið sér- staklega fyrir kynningu á fram- haldsnámi við skólann en áður hafi þetta nám verið kynnt sam- hliða kynningu á grunnnámi. „Á kynningunni verður fram- haldsnámið kynnt auk þess sem þar verður fulltrúi frá Al- þjóðaskrifstofu Háskólans. Við viljum þannig leggja áherslu á að ákveðinn hluti af framhaldsnám- inu sé stundaður erlendis. Í sum- um námsgreinum er þetta hluti af meistara- og framhaldsnámi, sum- ir eru t.d. sex mánuði við erlenda háskóla, aðrir taka eitt námskeið svo eitthvað sé nefnt. Þetta hefur aukist mjög mikið vegna tvíhliða samninga sem háskólinn hefur gert við ýmsa háskóla erlendis auk þess sem nemendur ný aðra möguleika á borð við asmus- og Sókratesstyrkin verða fulltrúar frá Samban lenskra námsmanna erlend Lánasjóðnum á kynningun Halldóra segir að með k unni sé ekki síður verið að að ná til fyrrverandi neme skólans og í þeim tilgangi h bréf verið sent til um 3.000 verandi nemenda skólans. fólk var kannski í námi fyr árum og í mörgum tilfellum ekki boðið upp á meistaran þeim námsbrautum sem þa skrifaðist frá. En það hefu margt breyst á allra síðust um.“ Kynningin fer fram í hát Háskólans og stendur yfir klukkan 16–19. Fjölþætt kynning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.