Morgunblaðið - 06.03.2001, Side 57

Morgunblaðið - 06.03.2001, Side 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 57 NÝTT Fæst í flestum apótekum Innflytjandi: Pharmaco hf. A U K IN V EL LÍÐAN HVÍTAR I TE N N U R Hreinni og hvítari tennur W H I T E N I N G Fyrir gervitennur K O R T E R OSRAM perubúðir * Gegn framvísun kassakvittunar vegna sparpera sem keyptar eru til heimilisnotkunar eftir 15/2 2001. Frekari upplýsingar hjá söluaðilum. Tilb oð 1.4 90 k r Dæmi 15W sparpera gefur sama ljósmagn og 75 W glópera Orkusparnaður 5.706 kr* Árvirkinn Austurv.9/Eyrarvegi 29 Selfossi Geisli Flötum 29 Vestmannaeyjum GH Heildverslun Garðatorgi 7 Garðabæ Ljósgjafinn Glerárgötu 34 Akureyri Ljós & Orka Skeifunni 19 Reykjavík Glitnir Brákarbraut 7 Borgarnesi Lónið Vesturbraut 4 Höfn Rafþj. Sigurdórs Skagabraut 6 Akranesi Rafbúð R.Ó. Hafnargötu 52 Keflavík Straumur Silfurtorgi 5 Ísafirði S.G. Raftækjav. Kaupvangi 12 Egilsstöðum 5 ára ábyrgð DULUX EL Longlife* *Miðað við 15.000 klst. notkun og að verð á KWst sé 6,34 kr. á notkunartímabil. GREIN undir þessari yfir- skrift birtist í Morgunblaðinu laugardaginn 10. febrúar sl. Í þessari grein var fjallað um fund Starfsgreinasambands- ins með ráðherrum um at- vinnumál á landsbyggðinni. Á fundi þessum auglýsti Starfs- greinasambandið eftir stefnu stjórnvalda í atvinnu- og byggðamálum. Í greininni var talað við Halldór nokkurn Björnsson sem mun vera formaður fyrr- nefnds Starfsgreinasam- bands. Eftir lestur greinar- innar erum við sannfærðir um að þetta Starfsgreinasam- band, það er að segja stjórnendur þess, sé gersamlega úti á þekju í um- ræðum um sjávarútvegsmál á Ís- landi, þ.e. bæði veiðar og vinnslu. Til þess að rökstyðja þessa skoðun okkar ætlum við að vitna í orð fyrr- nefnds Halldórs. Í fyrsta lagi lagði hann til að dregið yrði úr útflutningi á óunnum fiski þar sem þessi útflutn- ingur væri kannski meginorsökin fyrir þetta miklu atvinnuleysi á landsbyggðinni. Hann sagði að farið hafi verið yfir hvort hægt væri að tryggja íslenskri fiskvinnslu tækifæri á að bjóða í allan fisk sem veiddur er innan íslenskrar lögsögu. Sagði hann að slíkt sé ekki hægt í dag og hann teldi það óeðli- legt. Einnig sagði Halldór að lagt hafi verið fyrir ráðherrana hvort hægt væri að gera fiskvinnsluhúsum án út- gerðar kleift að eignast kvóta. Fisk- vinnsluhús gætu þannig tryggt hrá- efni til vinnslu án þess að kaupa skip. Hérna eru þrjár tilvitnanir sem eru þess eðlis að þær standast engan veginn við nánari skoðun. Hvað þessa fyrstu tilvitnun snertir þá voru árið 2000 rúm 15.000 tonn eða á milli 55 og 60% þess fisks sem fluttur var utan óunninn, annars veg- ar karfi og hins vegar hinar ýmsu flatfisktegundir. Fá íslensk fisk- vinnslufyrirtæki hafa náð viðunandi árangri til langframa við sérhæfingu í vinnslu þessara fisktegunda. Einnig er það nú þannig að stór hluti þeirra sem flytja fisk út óunninn er útgerðir sem eiga lítinn kvóta og til þess að geta haldið áfram útgerð verða þessi fyrirtæki að selja sitt hráefni með þessum hætti til þess að fá sem hæst verð. Ef öll fiskvinnslufyrirtæki gætu boðið í allan afla sem bærist að landi úr íslenskri lögsögu yrði það einfald- lega til þess að flytja vandamálið milli byggðarlaga. Þetta þýddi það fyrir stór fyrirtæki sem reka öfluga útgerð og landvinnslu að þeirra rekstrarör- yggi í landvinnslu yrði minna. Ekki yrði hægt að ganga út frá ákveðnu hráefnismagni á viku, mánuði eða ári, þar sem þau myndu hugsanlega missa fisk af sínum skipum frá sér og í staðinn þyrftu þau að kaupa fisk óséðan með óþekkt hráefnisgæði. Mörg þessara stóru fyrirtækja hafa lagt í tuga milljóna fjárfestingar í landvinnslu og útgerð til þess að sam- hæfa gæðakerfi fyrirtækjanna svo hægt sé að skila kaupendum afurðum sem alltaf eru af sömu gæðum. Ef fyrirtæki geta ekki tryggt að afurðir séu alltaf af sömu gæðum er einfald- lega mikil hætta á að markaðir tapist. Er þetta það sem Halldór Björn- son, sem fulltrúi Starfsgreinasam- bandsins, vill? Að fiskvinnslustörf séu flutt á milli byggðarlaga og fyr- irtæki sem hafa lagt í fjárfestingar til að svara kröfum þess markaðar sem Íslendingar selja sjávarafurðir til séu skilin eftir með tuga eða hundruða milljóna fjárfestingar og hugsanlega minna hráefni og enga eða lélegri sölusamninga. Ef fiskvinnsluhúsum án útgerðar yrði gert kleift að eignast kvóta lang- ar okkur að segja, ef fiskvinnsluhús án útgerðar ættu kvóta þá þyrftu væntanlega einhverjir að veiða þann kvóta svo að þau hefðu hráefni. Eftir töluverða umhugsun er okkar niður- staða sú að væntanlega myndu sjó- menn eiga að veiða fiskinn. Þar af leiðir að það yrðu svokölluð kvóta- viðskipti eða tonn á móti tonni við- skipti. Það er nú einu sinni þannig að svoleiðis viðskipti eru það mál sem verið hefur efst á blaði hjá sjó- mannaforystunni að afnema. Einnig er rétt að geta þess að ef hugmyndin um að allir gætu boðið í allan afla er tekin með þá mundi þetta ekki tryggja þessum húsum neitt hráefni þar sem allir gætu keypt fisk- inn. Í lokin er rétt að geta þess að í morgunútvarpi Rásar 2 mánudaginn 12. febrúar sl. var talað við Halldór Björnsson og nefndi hann hina hrikalegu stöðu í smærri sjávarplássum þar sem allur fiskur væri keyrður burt og honum þætti það rosalegt. Fiskurinn er keyrður burt vegna þess m.a. að hann er boðinn upp og Halldór Björnsson hlýtur að vita það en samt er hann á sama tíma talsmaður þess að allir geti boðið í allan afla sem berst að landi. Eitthvað er nú hljóm- urinn í málflutningi hans hálfholur. Við undirritaðir erum báðir lands- byggðarmenn og viljum hag lands- byggðarinnar sem mestan og bestan. Teljum við það réttmæta kröfu þess fólks, sem Halldór Björnsson telst vera í forsvari fyrir, að hann marki sér einhverja vitræna stefnu sem hægt yrði að taka mark á í þessum málum. Í stað þess að slá fram hug- myndum sem stangast svo hver á við aðra að ekkert mark er á þeim tak- andi. Vandinn skelfilegur verði ekki brugðist við Baldur Snorrason Fiskvinnsla Teljum við það rétt- mæta kröfu, segja Bald- ur Snorrason og Páll Kristjánsson, að Hall- dór marki sér einhverja vitræna stefnu sem hægt yrði að taka mark á í þessum málum. Höfundar eru nemendur í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Páll Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.